Mánudagur, 23. febrúar 2009
Riðar ríkisstjórnin til falls?
Þessi uppákoma í viðskiptanefnd hlýtur að vera mjög alvarlegt mál fyrir forystu ríkisstjórnar. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa það í hendi sér að gera ríkisstjórnina óstarfhæfa með því að stöðva mál stjórnarinnar í nefndum Alþingis. Þeir ætla sér greinilega að nýta sér það.
Höskuldur Þórhallsson er að stöðva stærsta mál ríkisstjórnarinnar. Það mál sem stjórnin var að stórum hluta mynduð um, þ.e. að koma til móts við kröfur Búsáhaldabyltingarinnar, að stjórnendur Seðlabankans væru látnir axla sína ábyrgð á bankahruninu.
Stjórnin horfir nú fram á þann möguleika að geta hugsanlega ekki komið nema fáum málum í gegn um þingið vinni þingmenn Framsóknar með þessum hætti.
Þórhallur segist vilja bíða með að samþykkja frumvarpið fram á miðvikudag því þá komi nýjar reglur frá ESB um starfsemi Seðlabankana. Gott og vel en ef þessar reglur eru á skjön við það frumvarp sem nú er fyrir þingnefnd þá þarf að breyta frumvarpinu. Slíkar breytingar geta tekið vikur og mánuði. Það þýðir að stjórninni tekst ekki að gera þær breytingar á Seðlabankanum sem til stóð að gera á þeim stutta tíma sem hún hefur til umráða.
Forystumenn ríkistjórnarinnar hljóta að spyrja sig, hvað með önnur mál? Ætlar þingmaðurinn sem tapaði í formannskjöri Framsóknar að knésetja minnihlutastjórnina sem nýi formaðurinn var arkitektinn að?
Þetta lítur ekki vel út. Ég held að forystumenn minnihlutastjórnarinnar hljóti að velta því alvarlega fyrir sér hvort það séu forsendur til að halda áfram þessu samstarfi við Framsóknarflokkinn.
Mikil fundahöld í þinghúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Facebook
Athugasemdir
Ég er þér hjartanlega sammála. Jóhanna ætti nú þegar að ganga á fund Þjóðhöfðingjans og tilkynna honum að ríkisstjórn Íslanda sé óstarfhæf og að réttast væri að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tæki við. Þá mætti Guð hjálpa Íslandi og reyndar Sigmundi og Bjarna Ben einneginn.
Sigurður Rúnar Magnússon, 23.2.2009 kl. 20:24
Almenningur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta, yfir stefnuleysi Framsóknar. Þetta er flokkur sem er opinn í báða enda og EKKERT þar á milli. Ég skil vel Jóhönnu þegar hún grætur yfir þessum hringlandahætti og ég hef vissa samúð með henni. Steingrímur hefur sterkari taugar og ef stjórnin lafir þá er það hans verk.
Höskuldur segist verða að "standa í lappirnar", en flesta grunar að þarna sé verið að spila póker um stóran pott. Heimtar Framsókn að fá Finn Ingólfsson í Peningastefnunefnd ? Hvað fleirra hangir á spýtunni ? Eins og þú Friðrik, blæs ég á þá afsökun Höskuldar, að bíða þurfi skýrslu frá ESB. Þarna liggur eitthvað annað að baki og ef ég þekki Framsókn rétt snýst málið um hagsmuni einhverra Framsóknarmanna.
Raunar er það svo að frumvarpið um Seðlabankann er algjörlega gagnslaust, því að það gerir ráð fyrir óbreyttri peningastefnu. Torgreind peningastefna (discretionary monetary policy) er ávísun á efnahagslega óreiðu og það eru vissulega sumir sem vilja viðhalda þannig ástandi. Framsókn hefur auðvitað enga stefnu hvað peningamálin varðar. Formaður Framsóknar gaf í skyn, að hann hefði einhvern skilning á myntráði, en það vafðist jafnvel fyrir honum að bera fram orðið "m-y-n-t-r-á-ð".
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.2.2009 kl. 21:38
Loftur sorrý ég skil ekki hvað þú ert að blása þegar ekki skiptir máli hvort frumvarpið er samþykkt eða ekki
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 23.2.2009 kl. 23:01
Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er minnihlutastjórn sem þarf að leita að samstöðu á Alþingi til að ná málum í gegn.
Þetta er ekki meirihlutasamstarf VG, SF og svo Framsóknar.
SF og VG væri kannski nær að reyna að ná viðtækari sátt um mál sín, ansi dapurlegt að horfa upp á þetta eins og er.
Carl Jóhann Granz, 23.2.2009 kl. 23:12
Það er rétt skilið Jón, að frumvarpið um Seðlabankann er gagnslaust, en hvorki Samfylking né Framsókn virðast hafa hugmynd um það. Þess vegna tekur Jóhanna svona nærri sér að málið er tafið. Þess vegna getur Framsókn beitt kúgun til að ota sínum tota. Þess vegna er allt stjórnkerfið lamað af skelfingu og landið fær utanþingsstjórn. Þess vegna er ég að blása og þú Jón að mása.
Loftur Altice Þorsteinsson, 24.2.2009 kl. 00:02
Göngum til kosninga strax! Framsókn er búin að snúa röngunni út þannig að við öllum blasir hið rétta eðli hennar. Öskurkór Sjálfstæðismanna á þinginu er búinn að ganga framm af þjóðinni og Steingrímur er orðinn spakur og ljúfur eins og lamb, hvað getur það orðið betra.
Já, þjóðin, hvaða máli skiptir hún fyrir þetta fólk.
Ingimundur Bergmann, 24.2.2009 kl. 14:27
Ríkisstjórnin er farin á taugum, þau koma engu í verk, hvert klúðrið rekur annað.
Hvar er búsáhaldabyltingin? Nú þarf hún að láta til sín taka og hrekja Jóhönnu og Steingrím úr Stjórnarráðinu.
Tómas Ibsen Halldórsson, 24.2.2009 kl. 16:54