Setjum reglur um hámarks lengd vinnuviku.

Bygg cÁ nýjum tímum skapast ný tækifæri. Nú er tækifærið til að stuðla að heilbrigðu fjölskyldulífi og góðum starfskilyrðum á vinnustöðum landsins.

Nú eigum við að setja svipaðar reglur um hámarks lengd vinnuviku launafólks og er í gildi á hinum Norðurlöndunum (Afspassering). Við eigum til að byrja með að hafa viðmiðið hærra hér en þar eða 45 til 50 stundir á viku.

Ársfjórðungslega verði vinnustundir reiknaðar út og hafi verið unnið meira en sem samsvarar 45 eða 50 stundum á viku að jafnaði síðustu þrjá mánuði þá skal viðkomandi taka launalaust frí á móti því. Hægt er að flytja slík frí á milli ársfjórðunga en fríið skal taka innan ársins.

Með þessu eru atvinnurekendur alltaf með úthvílt vinnuafl sem þýðir meiri afköst og færri dýra næturvinnutíma.

Þekkt er að afköst eru meiri hjá þeim sem vinna stuttan vinnudag en þeirra sem vinna langan vinnudag. Þetta sýna rannsóknir og þetta þekkja allir þeir sem hafa unnið í ákvæðisvinnu árum saman. Ef vel er unnið kemur best út að vinna 8 tíma á dag. 

Vinnan dreifist með þessu  fyrirkomulagið á fleiri hendur og atvinnulausum fækkar.

Með þessu vinnulagi þá fá launþegar meiri tíma fyrir sig og fjölskyldulífið blómstrar. Til þess er jú barist, að eiga tíma fyrir sjálfan sig og fjölskylduna.

Ofangreint er tekið upp úr áherslum Norræna Íhaldsflokksins um atvinnumál.


mbl.is Staðið verði við launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Mér sýnist að Gylfi horfi með söknuði til tímans fyrir vökulögin, þegar enginn þótti tækur á togara sem ekki gat vakað vikuna. Ég vona svei mér þá að hann sé ekki eða verði nokkurn tíma atvinnurekandi nema þá yfir sjálfum sér.

Guðmundur Benediktsson, 12.2.2009 kl. 22:50

2 identicon

Hver valdi 40 - 50 tíma vinnuviku?  Það er ekki barnvænt að foreldrar vinni allan daginn 5 daga í viku í burtu frá börnum og þó þau séu orðin stálpuð.  Kannski barnfjandsamlegt.  20 - 30 vinnutímar er eðlilegra fyrir foreldra að mínum dómi.

EE elle 

EE (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 19:06

3 identicon

Gylfi þessi getur kallað fólk letingja ef hann vill.  Getur ekki verið að hann sé vinnufíkill og þarf ekki að draga okkur hin með sér niður.  Hvað ætlar maðurinn að gera ef hann verður faðir?

EE (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 19:11

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eitt sinn var ég í boði þar sem einnig var eldri maður sem hafði rekið Bakarí um aratuga skeið. Hanna var spurður um starfslok og tók því fjarri. Vinur hans klappið á öxl þess aldna og sagði hlæjandi. "Það er markið hjá honum að drepast vinnandi".

Sem betur fer er fólk að átta sig á að samvera með fjölskyldu og vinum er stór partur af lífsins gæðum. Hámark vinnutíma þýðir ekki að allir eigi að vinna þann tíma, heldur að vinnutími verði helst ekki lengri. Sú gamla hugsun að langur vinnutími sé dyggð er sem betur fer á undanhaldi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.2.2009 kl. 22:42

5 identicon

Það heitir reyndar "afspadsering" og er ekki regla, heldur þýðir þetta bara að yfirvinna er tekin út sem frí.

Afspadsering, er alls ekki notað í öllum starfsgreinum, enda vonlaust, reyndar hafa margir atvinnurekendur sem nota þetta, átt í stökustu vandræðum með að gefa starfsfólkinu frí og endað með að borga bara yfirvinnuna í staðinn.

Er Konservativ Folkeparti hægrisinnaðasti flokkur í Danmörku? Varla......þú fylgist greinilega ekki vel með í DK.

Bauni (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 14:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband