Setja verður ströng lög á Íslenskar fjármálastofnanir

bankarSetja verður ströng lög um fjármálafyrirtæki sem kveða m.a. á um:

  • Bönkum verði bannað að eiga í öðrum fyrirtækjum og félögum. 
  • Að þeir sem eiga meira en 1% í bönkum þeir mega ekki eiga fyrirtækum í samkeppnisrekstri á almennum markaði.
  • Að viðskiptabönkum verði bannað að hagnast meira en sem nemur 15% af eigið fé á ári. Stefni í meiri hagnað ber þeim að lækka vexti eða þjónustugjöld. Með þessu er komið í veg fyrir að bankar féfletti almenning og fyrirtæki.
  • Tekin verði upp ákvæði Danskra bankalaga sem banna stjórnendum fjármálastofnanna að eiga í hlutafélögum í samkeppnisrekstri á almennum markaði.

Ofangreind ákvæði er að m.a. finna í lögum landanna hér í kring. Látum ekki núverandi og komandi eigendur og stjórnendur Íslenskra banka koma Íslenskri þjóð út svipuð vandræði aftur.

Sjá nánar stefnu Norræna Íhaldsflokksins í ríkisfjármálum hér.


mbl.is Mál gegn Landsbankanum á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Góð ábending Friðrik

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Friðrik

Ég setti fram þá hugmynd á bloggið mitt í gær að allir lífeyrissjóðir landsins sameinuðust í einn og í framhaldi tækju þeir yfir tvo af ríkisbönkunum, segjum t.d. Glitni og Landsbankann.  Í stjórn hins nýja sameinaða banka yrði kosið almennum kosningum þ.e. af þeim sem greiða í lífeyrissjóð eða lífeyrisþegar. Slík kosning gæti t.d. farið fram rafrænt og allir lífeyrisgreiðendur og lífeyrisþegar kjörgengir.  Með þessu móti væri bönkunum tryggð innkoma og lífeyrissjóðunum ávöxtun.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.2.2009 kl. 13:10

3 identicon

Mjög góðar tillögur hjá þér Friðrik.

Ég hefði þó viljað bæta við þetta eftirfarandi:

1. Að viðskiptamannabönkum  (Það er þeim bönkum sem sýsla með fé almennings) verði algerlega bannað að stunda svokallaða fjárfestingarbanka starfsemi. Það er brask starfsemi, en það var einmitt hún og glæfrarnir þar sem komu Íslensku bönkunum í þrot.

2. Einhvernveginn þarf líka að koma í veg fyrir þetta spillingar sjálftöku launakerfi sem spilltir topparnir komu sér upp. Ekki það að ég tel að bankastjórar og sérfræðingar sem eiga að gæta að hagsmunum allr viðskiptavina bankans þurfa að vera á mjög góðum launum og að einhverju leyti væri hægt að árángurstengja kjörin.

En sú græðgi og sjálftaka sem við sáum hér var útyfir allan þjófabálk og var ekkert annað en bankarán um hábjartan dag.

Takk fyrir.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 14:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband