Mánudagur, 9. febrúar 2009
Tveir milljarðar á mánuði í atvinnuleysisbætur, byggingaiðnaðurinn þarf fimm.
Byggingaiðnaðurinn getur tekið við öllu þessu fólki sem nú er á atvinnuleysisskrá. Næg eru verkefninu um land allt. Margt þarf að laga, gera við og víða vantar ýmiskonar hús og mannvirki. Ef þeim fjármunum sem nú er verið að verja til greiðslu atvinnuleysisbóta væru settir inn í byggingaiðnaðinn með viðbótar fé til efniskaupa þá gætum við komið öllum þeim sem nú eru á atvinnuleysisskrá í vinnu á tveim til þrem mánuðum. Vinnu sem skilur eftir sig verðmæti og eykur við þjóðarauðinn.
Búinn verði til sérstakur Byggingasjóður sem fær það hlutverk að yfirtaka yfirveðsettar íbúðir af einstaklingum og byggingaaðilum, fullbúnar eða hálfgerðar. Þessi sjóður sér um að ljúka þeim íbúðum sem standa ókláraðar. Þessar íbúðir verði síðan seldar eða leigðar á almennum markaði og inn í félagslega kerfið með 90% lánum til 80 ára. Einstaklingum verður gefin kostur á kaupa aftur eða leigja sínar íbúðir.
Gjaldtöku Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu við sölu lóða verði í framtíðinni stillt í hóf. Verð á lóðum sem sveitarfélögin liggja með núna verði lækkað um 50%. Sett verið lög á sveitarfélögin ef með þarf til að ná þessari lækkun fram. Opinbert eftirlit verið í framtíðinni haft með úthlutun lóða og verðlagningu með það að markmiði að svona lóðabóla endurtaki sig ekki aftur.
Ofangreinda punkta er á finna í Aðgerðaráætlun Norræna Íhaldsflokksins. Allt um Norræna Íhaldsflokkinn hér.
Íslendingar nýju Pólverjarnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Athugasemdir
Byggingariðnaðurinn og húsnæði eru dæmi um grein og eignir sem offjárfest hefur verið í á undanförnum árum. Að dæla fé ríkisins inn í þessa grein eins og staðan er í dag væri óðs manns æði. Það er offramboð á húsnæði (bæði atvinnu húsnæði og íbúðarhúsnæði) núna af þessum sökum og einnig vegna þess að erlent verkafólk flyst nú af landi brott. Þegar við leggst aukið atvinnuleysi, tekjumissir og algjör lánsfjárskortur þá fáum við frosinn fasteignamarkað. Það er alveg öruggt að það er eitt sem ekki gagnast við að leysa úr þessu og það er aukið framboð á húsnæði! Það er alveg ljóst að gæluverkefni eins og Tónlistarhúsið verða að bíða. Það skapar þjóðfélaginu ekki neinar verulegar tekjur.
Það er ekkert fé eða svigrúm til þess að yfirtaka í stórum stíl skuldsettar eignir almennings. Það leysir engin vandamál að framlengja enn frekar skuldabrjálæðið og láta hið opinbera lána úr, á kostnað skattgreiðenda, 90% til húsnæðiskaupa. Það er ekki til fé í verkefnið. Það er auk þess vitað að hátt hlutfall lánsfjármögnunar átti þá í að spenna húsnæðisverðið upp. Við getum ekki sett hið opinbera í það hlutverk nú að reyna að viðhalda fullkomlega óraunhæfu verði á húsnæði. Það er fyrirfram töpuð orusta.
Það sem við þurfum núna eru stjórnmálamenn sem eru ekki hræddir við að taka óvinsælar ákvarðanir og þora að segja sannleikann um hvernig ástand stendur hér fyrir dyrum. Við þurfum ekki stjórnmálamenn sem ljúga því að almenningi að hægt sé að snúa sig út úr þessu á sársaukalausan hátt.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 11:16
Ég vil minna á frétt á mbl.is , Segja fjöld nýbygginga ýktan, frá 11.12.2008. Eins bloggfærslu mína við þessar frétt, Það vantar nýjar íbúðir ef eitthvað er.
Ef þú lest það sem fram kemur í þessum greinum hér fyrir ofan þá vænti ég þess að þú sjáir að það rangt hjá þér að það sé búið að offjárfesta í byggingariðnaðinum og í íbúðarhúsnæði. Það eru ekki þessar fjárfestingar sem eru að kollvarpa þessu samfélagi.
Meðan það buðust lán á eðlilegum kjörum þá seldust allar íbúðir sem voru fullkláraðar. Bankarnir stöðvuðu byggingariðnaðinn með því að hætta að lána almenningi, ekki offramboðið.
Þegar menn byrjuðu að byggja hér á ný atvinnu- og skrifstofuhúsnæði fyrir um 10 árum þá hafði lítið sem ekkert verið byggt af slíku húsnæði frá því Ármúlinn og Skeifan voru byggð fyrir 40 árum.
Allar fjárfestingar sveitarfélag og ríkisins á síðustu árum í húsnæði og öðrum verklegum framkvæmdum voru og eru allt verkefni sem búið var að bíða lengi eftir og þær eignir eru allar í fullri notkun.
Það er ekkert fé til að yfirtaka skuldsettar eignir almennings segir þú. Vandamálið er að ríkið er með þessar eignir í fanginu hvort sem þér líkar betur eða verr. Á þessum eignum hvíla lán frá Íbúðalánasjóði og bönkum sem nú eru í eigu ríkisins. Spurningin er hvernig við tökum á þessu. Viltu láta allt þetta fólk ganga í gengum persónuleg gjaldþrot áður en þessar eignir enda óhjákvæmilega í eigu Íbúðalánasjóðs eða ríkisbankana? Með því getur þú frestað því í hálft ár eða ár að lánastofnanir ríkisins fái þessar eignir í fangið. Ég vil að þetta mál sé leyst strax með því að stofna sjóð sem yfirtekur þessar yfirveðsettu eignir þar sem eigendur geta ekki lengur staðið í skilum með afborganir á lánum. Höggvum þetta fólk niður úr snörunni og endurfjármögnum þessar eignir. Ljúkum við þessi álfkláruðu hús. Nóg er að ungu fólki sem vantar húsnæði en getur ekki keypt eða leigt vegna þeirra okurlána sem í boði eru og þrúga hér allt.
Ekki til fé í eitt eða neitt segir þú en samt er verið að borga tvo milljarða á mánuði í atvinnuleysisbætur. Byggingaiðnaðurinn þarf 5 milljarða á mánuði til að halda öllum þeim sem í honum störfuðu í vinnu. Verði bara unnin dagvinnan þá gæti hann tekið við öllu þessu fólki sem nú er atvinnulaust. Af hverju viltu frekar hafa þess fólk atvinnulaust í stað þess að hafa það í vinnu við að búa til verðmæti?
Þessi leið sem hér er verið að mæla með er sú leið sem allar þjóðir hafa farið þegar þær hafa unnið sig út úr djúpum kreppum. Þetta voru meðal annars ráðleggingar G. Person, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar sem leiddi Svíþjóð í gegnum kreppunnar þar upp úr 1990.
Þessa leið eigum við líka að fara hér, ásamt öðrum aðgerðum að sjálfsögðu.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.2.2009 kl. 12:22