Eiður Smári skorar sigurmarkið

Eiður SmáriÉg varð aftur stoltur af því að vera Íslendingur þegar ég horfði á Eið Smára skora sigurmark Barcelona í kvöld. Hann stóð sig vel, var út um allan völl, átti bestu stoðsendingar leiksins og það var bara unun að fylgjast með honum.

Eiður Smári er okkar besti sendiherra í Evrópu í dag. Það má ekki gleyma því að þó við séum í dag hnýpin þjóð í vanda þá búum við enn að öllum okkar mannauði, þekkingu og auðlindum. Okkar besta fólk er að berjast á fullu, hvert á sínum velli.

Nú þarf að endurskipuleggja vörnina og skipta um markmann. Þá getum við farið að spila sóknarleik á ný og skora mörk.


mbl.is Eiður Smári skoraði sigurmark Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Já frændi sæll, þetta hressir mann. Ég fer að pumpa í boltann og leita að skónum. Kveðja.

Eyþór Árnason, 15.1.2009 kl. 01:24

2 Smámynd: Dunni

Við eigum fleiri góða sendiherra.  Bræðurnir Óli og Jón Arnaór Stefánssynir og Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson eru líka frábær dæmi um unga og efnilega menn og ekki síst mjög góða drengi.  Það skiptir ekki minnstu þessi misserin.

Dunni, 15.1.2009 kl. 10:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband