Sjávarútvegsstefna Norræna Íhaldsflokksins

HoltasóleyTeknar verði upp vistvænar veiðiaðferðir að fyrirmyndi Normanna og bannaðar veiðar með botntroll og snurvoð. Hættum að slétta hafsbotninn umhverfis landið og breyta með því vistkerfinu og þar með lífsskilyrðum nytjastofnanna.

Áratugur verið tekin í slíka aðlögun og aflaheimildirnar færðar yfir á neta– og krókabáta. Þessir bátar skipa öllum sínum afla á land í sjávarplássunum kring um landið. Aukin hlutur dagróðrarbáta mun veita á ný súrefni, birtu og il inn í þessa bæi. Landsbyggðin mun þá ganga í endurnýjun lífdaga sinna. Endurreisn sjávarplássanna um land allt með þessum hætti er eitt af markmiðum Norræna Íhaldsflokksins.

Þegar allar aflaheimildir eru komnar á hendur dagróðrabáta og aflanum öllum landað á Íslandi þá erum við um leið búin að tryggja að eignarhaldið og nýting auðlindarinnar verður um ókomin ár í höndum aðila sem búa í sjávarplássunum á Íslandi.

Sjá hér allt um auðlindastefnu Norræna Íhaldsflokksins og heimasíðu hans:

http://www.simnet.is/ihaldsflokkurinn/index.htm

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Athyglisverðar hugmyndir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Kristinn

Hér er ekki verið að ræða neitt sem mun gerist hér á næstu misserum. Þetta er langtíma stefnumótun.

Hvernig lýst þér á að farið verði að fordæmi Normanna og teknar upp vistvænar veiðar sem tryggja að ekki er verið að eyðileggja neitt þó vel sé veitt?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 09:23

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Norræni íhaldsflokkurinn er ekki nógu íhaldssamur ég mæli með því að þessi flokkur fara frekar eftir fordæmi Vlaams Belang í belgíu og SVP og í Sviss  sem mun lengra til hægri og íhaldssamri , ef þessi flokkur vil íhaldsstefnu með strangri innflytjendalöggjöf þá getur hann ekki verið esb þar sem 90% af því fylki(þar á meðal ég) er á móti esb.

Alexander Kristófer Gústafsson, 17.1.2009 kl. 04:32

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Aukið frelsi með vopn,hærri fangelsisdómar sérstaklega  fyrir nauðgara og barnaníðinga, stækka litla hraun eða byggja nýtt fangelsi til að útrýma "biðlistum" í fangelsinn sem er allt upp í 3 manuði,hamra á vestrænum gildum,hamra á aðlögun innflytjenda og að vera á móti esb.

Þá gæti þessi flokkur spilltað frjálslynda flokkinum og tekið stóran part af d listanum. 

Alexander Kristófer Gústafsson, 17.1.2009 kl. 04:37

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

splittað

Alexander Kristófer Gústafsson, 17.1.2009 kl. 04:37

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Alexander

Eins og skýrt kemur fram á heimasíðunni þá er hér verið að ganga í smiðju norrænu borgaraflokkanna.

Markmið okkar er að kynna íslenskum kjósendum stefnumál norrænu hægrisinnuðu borgaraflokkanna og vera fulltrúi norrænna borgaralegra gilda í íslenskri pólitík. Norrænt borgaralegt velferðarsamfélag á Íslandi er okkar markmið.

Tilgangurinn með starfi okkar er að breyta áherslum í íslensku samfélagi í átt til þess sem við þekkjum hjá vinaþjóðum okkar á hinum Norðurlöndunum. Horfið verið af braut þess "Thatcherisma" sem hér hefur verið innleiddur.

Ég hef lítinn áhuga öfgahreifingum til hægri.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 13:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband