Föstudagur, 9. janúar 2009
Íslenskur hægriflokkur sem vill ganga í ESB og taka upp evru.
Það vantar á Íslandi hægri flokk sem vill ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Borgaraflokkarnir á hinum Norðurlöndunum hafa leitt baráttuna fyrir inngöngu landanna í ESB og að tekin verði upp evra. Slíkan valkost vantar hér.
Sjá heimasíðu Norræna Íhaldsflokksins:
http://www.simnet.is/ihaldsflokkurinn/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.1.2009 kl. 02:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Lækka á CO2 losunartölur Íslands um 67%
- Íslenskur landbúnaður er kolefnishlutlaus
- Hálendinu fórnað fyrir lítinn ávinning í orkuskiptum og rafbí...
- Helreið Bjarna Benediktssonar með Sjálfstæðisflokkinn loks lo...
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 175
- Frá upphafi: 368482
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 151
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Hann er til og heitir Samfylkingin.
Svo getur verið að Nýja Framsókn uppfylli þessar óskir.
Haraldur Hansson, 9.1.2009 kl. 16:10
Þetta er ekki rétt hjá þér Friðrik. Alla vega ekki hvað Noreg varðar. Þar er það Verkamannaflokkurinn sem leiðir ESB sinna. Hægriflokkarnir draga lappirnar og það er af hræðslu við að tapa atkvæðum í hópi þess meirihæuta Norðmanna sem ekki vill inn í ESB.
Miðflokkarnir eru síðan alfarið á móti ESB aðild sem og SV og Rauðir.
Þannig að Ísland og Noregur eiga það sameiginlegt að kratar beggja landanna draga ESB vagninn.
Dunni, 9.1.2009 kl. 16:34
Sæll Haraldur
Ég er ekki viss um að Samfylkingarmenn samþykki að þeir séu kallaðir hægrimenn og flokkurinn þeirra heyri með borgaraflokkunum á Norðurlöndunum. Framsókn er á miðjunni og þeir skilgreina sjálfa sig ekki heldur sem sem hægri menn. Ekki ég heldur, þó það heiti Nýja Framsókn.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 19:58
Ég tek undir með þér Friðrik, það vantar hægri flokk hér sem hefur ESB á sinni stefnuskrá. Þó ýmir svokallaðir vinstri menn vilji telja Samfylkinguna hægri flokk, þá er það ekki rétt túlkun.
Við í Samfylkingunni skilgreinum okkur sem lýðræðislegann jafnaðamannaflokk og erum stolt af því. Frjálslyndir vilja frekar skilgreina sig sem hægri flokk, að minnsta kostu sumir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2009 kl. 22:43
Tek undir með Samfó. Það er ekki við hæfi að nota orðið "vinstri" þegar rætt er um Samfylkinguna. Hún er hægrisinnaður markaðshyggjuflokkur sem vill í ESB hvað sem það kostar.
Það þarf ekki að leita lengra.
101 (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 09:45
Hvaða kjaftæði er þetta í Norræna Íhaldsflokknum að fara að stunda trúboð í skólum landsins?
Jón Þór Bjarnason, 10.1.2009 kl. 12:09
Sæll aftur Friðrik.
Það sem ég var með í huga er að vinstri og hægri skipta ekki öllu máli í dag. Það stefnir í að það verði fjórir framsóknarflokkar í boði, opnir í báða enda í Evrópumálum. Annað hvort tilbúnir í aðild eða fara í viðræður. Það mál er svo stórt að vinstri og hægri víkja til hliðar á meðan.
Það er meira en nóg að það sé til einn flokkur sem vill fara skríðandi inn í Evrópusambandið í miðri kreppu. Það væri meira um vert að til væri flokkur sem tæki af skarið og segði hreint og klárt nei við slíkri fljótfærni.
Jafnvel þó menn séu tilbúnir til að gerast hluti af Evrópusambandinu þá er það algjört glapræði á þessum tímapunkti, meðan Ísland er í kreppu, evran á eftir að sanna sig og Evrópusambandið á leið inn í umtalsvert breytingaskeið. Það hefur allt sinn tíma og tíminn til að ganga í Evrópusambandið er aldeilis klárlega ekki núna.
Haraldur Hansson, 10.1.2009 kl. 12:48
Sæll Jón
Það er að mínu mati ekki hægt að kalla það "kjaftæði" að vilja standa vörð um þau gildi gera okkur að kristinni þjóð. Í fimm hundruð ár hefur öllum þeim sem hér hafa búið verið kennd siðfræði hins Evangelíska Lúterska siðar. Við viljum að þessi siðfræði verði áfram undirstaða okkar samfélags.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.1.2009 kl. 13:28
Sæll Haraldur
Ég er sammála þér í því að aðild að ESB er þannig mál að það fer þvert á allt tal um hægri og vinstri og það á í raun ekki að vera flokkspólitískt mál. Staðan hefur hinsvegar verið þannig að það er bara eini hægri flokkur á Íslandi og hann hefur hingað til neitað að ræða aðild að ESB og upptöku evru af einhverju viti og verið andvígur því að farið verði í aðildarviðræður. Með þessari afstöðu flokksins þá er verið að gera þetta mál að flokkspólitísku máli.
Í síðustu kosningum kaus ég Sjálfstæðisflokkinn eins og ég hef alltaf gert. Með því þá kaus ég á móti ESB og upptöku evru. Ég vil ekki kjósa aftur á móti ESB. Ég vil kjósa með aðild að ESB og upptöku evru. Ég vil hins vegar ekki að þetta eina mál neyði mig til að fara nú að kjósa jafnaðarmenn. Ég aðhyllist þau borgaralegu gildi sem hægri flokkarnir á hinum Norðurlöndunum standa fyrir og ég vil geta kosið stjórnmálaafl sem er fulltrúi þeirra gilda og vill ganga í ESB.
Þess vegna segi ég: Það vantar hægri flokk á Íslandi sem vill ganga í ESB og taka upp evru.
Ég er ekki sammála þér að hér séu fjórir "framsóknarflokkar". Mér finnst verulegur áherslumunur á þessum flokkum. Við erum annars vegar með þingmenn í Sjálfstæðisflokknum sem jafnvel styðja stefnu bandarískra Republicana, bandarískir Republicanar hafa alla tíð verðið fyrir mér öfgasinnaðir hægrimenn. Hins vegar erum við með þingmenn sem voru kommúnistar og eru það án efa mikið til enn. Það er ekkert hægt að segja að þetta sé allt einn og sami "Framsóknarflokkurinn" það er ósanngjarnt gagnvart öllum, ekki síst Framsóknarmönnum.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.1.2009 kl. 14:09