Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Verkalýðshreyfingin á réttri leið.
Ég styð eindregið þessar tillögur verkalýðshreyfingarinnar. Þeir eru á réttri leið. Til að koma hjólum atvinnulífsins á stað þá á að grípa til aðgerða eins og þessara.
Í þessu sambandi vil ég benda á aðgerðaráætlun sem Norræni Íhaldsflokkurinn hefur sent frá sér sem er á sömu nótum.
AÐGERÐARÁÆTLUN :
- Allar vinnandi hendur verið kallaðar til starfa. Tilkynna á nú þegar að framundan sé vertíð sem muni standa í nokkur ár. Við þurfum að vinna okkur út úr miklum efnahagsvanda. Það gerum við ekki með svartsýni, aðgerðarleysi, samdrætti og atvinnuleysi. Það gerum við með því að blása til sóknar. Það þarf ekki mikið til að koma eins litlu hagkerfi og því íslenska í gang á ný. Til þess höfum við allt við höndina. Við viljum grípa til eftirfarandi aðgerða...
- Evra verði tekin upp einhliða innan þriggja mánaða. Í framhaldi verði sótt um aðild að ESB og Myntbandalaginu.
- Eftir upptöku evru verða gefin út ríkistryggð skuldabréf upp á 200300 hundruð milljarða króna. Þessi bréf kaupa lífeyrissjóðirnir í landinu. Lífeyrissjóðunum er þar með tryggð ein öruggasta fjárfestingin sem þeir geta fengið.
- Ríkið setur þetta fé inn í bankana og þeir koma með súrefni inn á markaðinn. Bankarnir verja þessu fé í eftirfarandi verkefni:
- Byggingaiðnaðurinn þarf 5 milljarða króna á mánuði, þá rúllar hann áfram í þokkalegu lagi. Fyrirsjáanlegu hruni hans yrði þar með afstýrt og því gríðarlega tjóni sem því hefði fylgt. Haldið verði áfram með þau arðsömu og nauðsynlegu verkefni sem þar eru í gangi. Tónlistarhúsið verði steypt upp og það klárað að utan. Kjallararnir á húsunum við hliðina verið steyptir upp í götuhæð og svæðið grófjafnað. Ákveðið verði með framhaldið síðar.
- Nýju bankarnir standa við lánsloforð gömlu bankana og lána til álversins í Helguvík.
- Nýju bankarnir lána Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Suðurnesja þannig að þessi félög geti byggt þau orkuver og lagt til þá orku sem til stendur að útvega.
- Um leið og búið er að taka einhliða upp evru þá byrja nýju bankarnir og Íbúalánsjóður að lána 90% lán til allt að 80 ára til kaupa á almennu íbúðarhúsnæði.
- Ríkið standi við skuldbindingar sínar við Nýsköpunarsjóð og fyrirhugaða aðstoð við sprotafyrirtæki.
- Skólum landsins verði gert kleyft að taka við stórauknum fjölda nemenda.
- Samþykkt verði að mest öll aukning á veiðiheimildum í bolfiski á næstu þrem árum verði veidd með vistvænum veiðum af dagróðrarbátum, það er í net og með krókum. Kveikjum meira líf í útgerðarbæjum um land allt.
- Samþykkt verði stækkun og flýting á framkvæmdum í Helguvík án þess að gefa afslátt af kröfum okkar í umhverfismálum.
- Undirbúin virkjun í neðri hluta Þjórsá og framkvæmdir hafnar sem fyrst. Sett verði í gang hönnun nýrra vatnsafls og jarðvarmavirkjana.
- Samþykkt verði gerð olíuhreinsistöðvar í Kvestu enda verði ströngustu kröfur til umhverfismála uppfylltar.
- Flýtt verði framkvæmdum við álveri á Húsavík eins og hægt er án þess að gefa afslátt af kröfum okkar í umhverfismálum.
- Búinn verði til sérstakur Byggingasjóður sem fær það hlutverk að yfirtaka óseljanlegar og yfirveðsettar íbúðir sem nú eru í byggingu eða standa fullbúnar. Þessi sjóður sér um að ljúka þeim íbúðum sem standa ókláraðar. Þessar íbúðir verði síðan seldar á almennum markaði og inn í félagslega kerfið með 90% lánum til 80 ára.
- Gjaldtöku Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu við sölu lóða verði í framtíðinni stillt í hóf. Verð á lóðum sem sveitarfélögin liggja með núna verði lækkað um 50%. Sett verið lög á sveitarfélögin ef með þarf til að ná þessari lækkun fram. Opinbert eftirlit verið í framtíðinni haft með úthlutun lóða og verðlagningu með það að markmiði að svona lóðabóla endurtaki sig ekki aftur.
- Sveitarfélögum verða hvött til framkvæmda og þeim verða lánuð sérstök framkvæmdalán sem gera þeim kleyft að setja í gang á næstu tveim til þrem árum mannaflsfrekar framkvæmdir, gerð skóla og íþróttahúsa og svo framvegis.
- Settur verði á fót sérstakur lánasjóður hjá Íbúðalánasjóði sem lánar hagkvæm langtímalán til viðhalds og endurbóta á eldra húsnæði.
Sjá nánar heimasíðu Norræna Íhaldsflokksins hér:
http://www.simnet.is/ihaldsflokkurinn/
Lífeyrissjóðir fjármagni framkvæmdir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
Athugasemdir
"að lána 90% lán til allt að 80 ára til kaupa á almennu íbúðarhúsnæði. "
Miðað við að lífslíkur Íslendinga eru í kringum 80 ár, þá finnst mér algjört glapræði að veita lán til 80 ára þar sem þeir einstaklingar sem taka húsnæðislán eru yfirleitt eldri en tvítugt og því ekki líklegir til að vera á lífi til að borga afborganir þessi síðustu 20+ ár 40 ára lán eru alveg nóg.
Jóhannes H. Laxdal, 8.1.2009 kl. 11:48
90% lán til allt að 80 ára er einn af þeim valkostum sem boðin eru á hinum Norðurlöndunum. Þegar við erum búin að taka upp evru þá eigum við einnig að bjóða upp á þennan valkost fyrir þá sem það vilja. Þetta gerir þeim sem eru á lægstu laununum kleyft að búa í öryggi í eigin húsnæði og þó svo eignamyndunin sé hæg þá á sér stað eignamyndun. Eins er þetta fýsilegur kostur fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og eru að fara út á húsnæðismarkaðinn. Þetta er þá valkostur við að leigja. Með þetta löngum lánum þá eru afborganir lágar og gerir því mörgum kleyft að búa í eigin húsnæði sem annars ættu þess ekki kost.
Fyrir hina sem hafa meira milli handanna og vilja leggja sinn sparnaði í íbúðarhúsnæðið sitt þá er auðvita hagkvæmast að hafa lánin til skemmri tíma. Mikil eignamyndun á sér stað taki fólk sín íbúðalán til 25 ár. En eins og ég segi, hinn valkostinn á að bjóða upp á eins og gert er á hinum Norðurlöndunum þegar við erum búin að taka upp evru, 90% lán til 80 ára fyrir þá sem þau lán vilja taka.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 12:36