Þriðjudagur, 30. desember 2008
Sjúk hross í miðju hesthúsahverfi?
Ótrúleg var sú ráðstöfun að taka þessi sýktu hross og fara með í hesthúsahverfið í Mosfellsbæ. Mikil er ábyrgð þeirra sem tóku þá ákvörðun. Í þessu hesthúsahverfi eru fyrir á annað þúsund hross og mikill umgangur þar sem allir eru nú að taka hesta á hús.
Ég veit dæmi þess að hestaeigendur í nálægum húsum hafa ekki þorað taka hesta sína á hús vegna þess að dauðsjúkir hestar eru þarna enn í húsum og ekki er búið að sótthreinsa húsin, gerðið og næsta nágreni. Menn spyrja sig líka, verður þeim hestum sem lifa þetta af leyft að vera í þessum húsum í vetur? Þó þessir hestar lifi eru þeir ekki smitberar næstu mánuði? Þarf annað en mús að skjótast á milli húsa til að þetta smit berist um allt hverfið? Stafar mönnum hætta af þessu salmonellusmiti? Nú eru menn að járna og með hendurnar á kafi í hófum hesta sinna. Þurfa allir í hverfinu að gæta sérstaklega að hreinlæti umfram það sem vaninn er á komandi misserum? Mönnum er jú bannað að heilsa fólk sem er með salmonellusmit og það fær sér salerni á spítölum. Verða þessi hús þar sem þessi hross eru ónothæf fyrir ósýkt hross í hálft ár, eitt ár eða lengur? Gildir það sama um gerðin?
Berist salmonellusmit í aðra hesta er þá hægt að sækja bætur til þeirra sem heimiluðu að fársjúkt hestastóð með alvarlegan smitsjúkdóm var sett inn í mitt hesthúsahverfið? Hver ber ábyrgð á því og hver borgar þá það tjón?
Það er tilfinnanlegt það tjón sem þeir eigendur eru að verða fyrir sem eru að missa sína hesta vegna þessa og þeir eiga alla mína hluttekningu. Það er hins vegar enginn bættari með því að setja aðra hesta þarna í hverfinu og hestamennina sjálfa í hættu.
Óbreytt ástand á hrossunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú spyrð margs...en hvers vegna var ekki talað við dýralækna með sérþekkingu á hrossasjúkdómum eins og td Helga Sigurðsson. Og annað hvers vegna komu ekki almennilegar leiðbeiningar um það hvað er sóttvörn,og hvað það þýðir.
Fjöldi fólks veit það ekki,og ætti að leiðbeina fólki um það td í sjónvarpi.
En að öðru,hvaðan berst smitið? Var notaður undanburður td frá svínum eða kjúklingum á hagann.? Það voru nefndar tjarnir,þarna eru engar tjarnir,aðeins vatn er safnast í polla. (staðið vatn)
Hvað er gert við hina dauðu hesta,grafnir,brenndir ?
Fréttamennirnir voru ekki þeir bestu til að spyrja,hittu ekki á réttu spurningarnar.Héraðsdýralæknirinn hefur margra hagsmuna að gæta,og bætir engu við frá eigin brjósti.
Það er margs að gæta,ég vil eins og þú bendir réttilega á ,hvernig á að sótthreinsa húsin og við hvaða skylyrði og hve lengi lifir veiran ?
Margrét S (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 16:18
Salmonella er fyrst og fremst matar- og drykkjarfangasýking og bæði menn og dýr sýkjast lang oftast við neyslu mengaðra mat- eða drykkjafanga, en ekki með því að smita hver önnur. Það eru alveg örugglega viðhafðar sóttvarnir við þetta tiltekna hús en þar sem sýkingin kom ekki upp í húsinu sjálfu heldur í haga þykir mér ólíklegt að ganga þurfi um húsið sem sérstakt hættusvæði næstu mánuðina.
Svo ber einnig að geta þess að salmonella er ekki veira, heldur baktería. Bakteríusýkingar er flestar hægt að meðhöndla að einhverju leiti með sýklalyfjum, en veirusýkingar í meltingarvegi þarf yfirleitt bara að bíða af sér (nú eða gefa upp öndina).
Lena (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 22:31