Hver má veðsetja þjóðina?

Eftir íslensku bankakreppuna 2006 þegar m.a. Danske Bank spáði gjaldroti íslensku bankana minkuðu verulega möguleikar þeirra á að fjármagna sig með lánum frá öðrum bönkum. Það var með vilja og vitund Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands að íslensku bankarnir hófu að safna innlánum erlendis.

Það var með vitund og vilja FME og Seðlabanka Íslands að Landsbankinn tók að safna sparifé útlendinga inn á innlánsreikninga sem voru skráðir á Íslandi og voru þar með á ábyrgð Seðlabanka Íslands með íslensku þjóðina sem ábekking.

Með því að safna þessum innlánum erlendis var verið að veðsetja almenning á Íslandi. Til þess að safna þessum innlánum þurfti meira en grænt ljós frá FME og Seðlabanka Íslands. Valdið til að veðsetja þjóðina liggur ekki hjá starfsmönnum þessara stofnanna. Það vald hlýtur að liggja hjá þeim ráðherrum sem stýra þessum stofnunum og ríkisstjórninni.

Heimild til þessara veðsetningar hlýtur að hafa komið frá ráðherrum og ríkisstjórn. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra hljóta að hafa gefið bönkunum sitt samþykki með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi. Ég spyr, höfðu þessir ráðherrar umboð til að veðsetja á tveim árum almenning fyrir meira en þúsund milljarða?

Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á að hafa aukið skuldir/ábyrgðir ríkisins um þúsund milljarða á tveim árum vegna innlánsreikninga bankanna í útlöndum hljóta að axla sína ábyrgð. 


mbl.is Um 150 milljarða bakreikningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Sigurðsson

Hér hefur þú hitt naglann á höfuðið, þessir ráðherrar bera fulla ábyrgð, við verðum að skipta þessu fólki út og setja nýja í staðinn, þeir eru rúnir trausti almennings í þessu landi.!

Skúli Sigurðsson, 19.12.2008 kl. 18:42

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er sammála þessu og þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.12.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þeir sem stýrðu bönkunum kölluð líka eftir því að fá að gera upp í erlendri mynt og þeir kölluðu sömuleiðis eftir því að nauðsynlegt væri að ganga til liðs við ESB. Og hvers vegna fékk Landsbankinn gamli ekki svigrúm til þess á síðustu metrunum að klára ferlið við stofnun útbús í Bretlandi. Ég tel ábyrgð Seðlabankans vera mesta í þessu öllu. Auðvitað bera þeir stjórnmálamenn mikla ábyrgð sem samþykktu skipan Davíðs Oddssonar í sæti aðalbankastjóra Seðlabankans á sínum tíma. Einnig þeir eða sá sem hefur haldið hlífiskildi yfir Davíð í embætti til þessa dags. Ég trúi því enn að Davíð sé í raun arkitektinn að öllu þessu fjármálabrölti, þó hann hafi ekki séð þetta fyrir einfaldlega vegna þess að hann skorti tilskylda þekkingu/menntun til að sitja í þeim stól sem hann situr.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.12.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

"Ábyrgð!  Hvaða ábyrgð?  Hver var að tala um ábyrgð? Ábyrgð fyrir hvað?" 

....   "Ó, þú segir það!"  "Nei, því miður, það á ekki við um mig."

(Upphugsað efni samtals erlends fréttamanns við einhvern ráðherranna. Íslenskir fréttamenn eltast bara við frétti um persónulega ógæfu fólks í smáskala.)

Baldur Gautur Baldursson, 29.12.2008 kl. 10:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband