Laugardagur, 13. desember 2008
Tímamótayfirlýsing Utanríkisráðherra
Þessi yfirlýsing Utanríkisráðherra markar tímamót. Hún markar tímamót í samstarfi stjórnarflokkanna. Hún markar tímamót í sögu beggja þessara flokka. Í sautján ára samfelldri stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins þá í fyrsta sinn stendur flokkurinn frammi fyrir miklum líkum á kosningum á miðju kjörtímabili.
En þessi yfirlýsing Utanríkisráðherra markar tímamót um fleira en það. Þau tímamót felast í því að kalla á til ábyrgðar þá aðila í stjórnsýslunni sem bera ábyrgð á hinu opinbera eftirliti með bönkunum. Þessir eftirlitsaðilar heimiluðu bönkunum að veðseta þjóðina fyrir meira en þúsund milljarða á tveim árum vegna Icesave reikninga Landsbankans. Eins á að kalla til ábyrgðar þá ráðherra sem með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi bera faglega ábyrgð á störfum þessara eftirlitsstofnana og bera þar með pólitíska ábyrgð á þúsund milljarða skuld/ábyrgðum sem þjóðin nú er ábyrg fyrir.
Fyrir liggur að þjóðin þarf að greiða hundruð milljarða úr eigin vasa vegna þessara innlánsreiknina. Þeir sem bera á því ábyrgð að hafa heimilað Landsbankanum að vestetja þjóðina með þessum hætti, með aðgeðum sínum eða aðgeðarleysi, eiga auðvita að axla sína ábyrgð. Það er í raun ótrúlegt að þessir menn skuli ekki sjálfir vera búnir að segja af sér.
Að mínu mati er þetta rétt ákvörðun og ég fagna þessari yfirlýsingu Utanríkisráðherra. Ég sakna hinsvegar þess að Forsætisráðherra skuli ekki sjálfur hafa gefið út svipaða yfirlýsingu. Ég neita að trúa því að það sé hans ætlan að láta stjórnsýsluna og þá ráherra sem bera hér mesta ábyrgð sitja áfram í sínum sætum. Ég neita að trúa því að hann átti sig ekki á að gjaldþrot bankana og gjaldeyriskreppan sem fylgdi í kjölfarið og það gríðarlega tjón sem almenningur hefur orðið fyrir og er að verða fyrir er of stórt mál til þess að hægt sé að láta kyrrt liggja og gera ekki neitt.
Ég hef sagt það áður og segi það enn. Ég vil að ríkistjórnin biðji almenning í landinu opinberlega afsökunar á þeim mistökum sem hér hafa verið gerð. Hún á að víkja úr starfi þeim starfsmönnum sínum sem þiggja há laun fyrir bera ábyrgð á þessum eftirlitsstofnunum. Eftirlitsstofnunum sem brugðust hlutverki sínu. Samhliða afsökunarbeiðni og brottrekstri þessara manna á ríkisstjórnin að tilkynna að boðað verði til kosninga á næsta ári og ríkisstjórnin óski eftir að endurnýja umboð sitt og fá tækifæri til að leiða það uppbyggingarstaf sem framundan er.
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ljótur leikur hjá Ingibjörgu, að nota efnahags-erfiðleika líðandi stundar, til að þvinga fram breytingu á stjórnar-sáttmálanum. Þegar núgildandi stjórnarsamningur var gerður, var sátt um að halda Evrópu-vitleysunni utan ákvarðana. Að öðru leyti hefur Ríkisstjórnin alla möguleika til að fást við efnahagsmálin, enda hefur ESB-aðild ekkert með þau að gera.
Um fyrirætlan Samfylkingarinnar, að slíta ríkisstjórnar-samstarfinu, segi ég bara: verði þeim að góðu. Sjálfstæðisflokkur getur til dæmis myndað meirihluta með VG (34 þingmenn), eða Framsókn og Frjálslyndum (36 þingmenn). Við þurfum ekkert á Samfylkingunni að halda.
Það verkefni sem nú blasir við stjórnvöldum, er að taka upp stöðugan gjaldmiðil og skapa þannig undirstöðu fyrir stöðugt efnahagslíf, með lágum vöxtum og afnámi vísitölutryggingar á lánum. Þetta verður bezt gert með festingu við USD og stofnunar Myntráðs Íslands. Seðlabankinn verður lagður niður, enda hefur hann einungis verið til óþurftar.
Dollar Strax !
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.12.2008 kl. 20:20
Geir getur ekki gefið út yfirlýsingu um að ráðherrar beri ábyrgð því að hann er yfirmaður efnahagsmála í landinu og það er hann sem ber höfuð ábyrgðina og það gerir Ingibjörg einnig þar sem þau virðast í sameiningu hafa verið í samstarfi við Seðlabankann og héldu viðskiptaráðherra utan við þau mál ,en ég trúi ekki að þau fari úr ríkistjórn þau ætla að hengja bakara fyrir smið.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 14.12.2008 kl. 22:30
Ingubjörg er með þessari yfirlýsingu að taka á málum á afskaplega ábyrgann hátt. Hún er mikill stjórnmálamaður, framsýn og röggsöm. Það hefur ekki verið auðvelt að vera á sjúkrahúsi í öðru landi, meðan fjármálakerfi landsins fór á hliðina.
Það eru sífelt fleiri að koma út úr ESB skápnum, þó varlega sé farið. Nú síðast var Þorgerður Katrín að lýsa sinni afstöðu til málsins. Hún talaði líka um nauðsyn þess að gæta vel að auðlindunum okkar í samningagerðinni. Slíkt er auðvitað mjög mikilvægt. En héldu virkilega einhverjir að ekki yrði gætt vel að okkar rétti á öllum sviðum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.12.2008 kl. 00:34