Fimmtudagur, 11. desember 2008
Fullveldið, sjálfstæðið og ESB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.12.2008 kl. 02:32 | Facebook
Athugasemdir
Mikið rétt, þessi klisja að við töpum sjálfstæðinu við inngöngu í ESB er eins langt frá sannleikanum og hugsast getur. Við erum mjög vel sett að mörgu leiti og við höfum líka þegar tekið upp stórann hluta af reglum ESB sem hefur verið okkur til mikilla heilla. Hér er beinlínis um áróður að ræða, þar sem hálf eða kvart sannleikur er sagður og gömlum rangfærslum haldið á lofti ef ekki vill betur til. Þarna er okkar framtíð best borgið og þarna inn skulum við endilega fara.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.12.2008 kl. 22:27
Er það einhver sem heldur því fram að Frakkar, Ítalir eða Danir séu ekki sjálfstæðar og fullvalda þjóðir?
Já. Annars væri ekki svona mikil andstaða gegn ESB í Danmörku, Frakklandi og á Ítalíu. Frakkar felldu nýju ESB-stjórnarskránna í þjóðaratkvæðagreiðslu því þeir vilja ekki missa meira af sjálfráðarétti sínum. En núna á að reyna að troða henni niður í hálsinn á þeim með svikabrögðum. Danir eru utan hluta ESB samstarfsins en samt eru 51% Dana neikvæðir út í ESB núna og mjög mjög svo sárir yfir að að lög danska þingsins hafa verið ógild af ESB-dómstólnum. Núna ráða Danir til dæmis ekki lengur hverjir geta orðið þegnar í landi þeirra. Danmörk er ekki lengur þeirra eigið land. Danir eru æfir út í dönsk stjórnvöld sem ítrekað hafa haldið því sama fram sem þú ert að halda hér fram, en sem STENST EKKI og HEFUR ALDREI STAÐIST og mun aldrei standast!
Þú ert því miður gersamlega úr sambandi við raunveruleikann ef þú heldur að það kosti ekki neitt fyrir Ísland að ganga í ESB. Evrópusambandið er nýtt ríki í smíðum. Það EINA sem Ísland myndi fá út úr því að ganga í ESB væri stórfellt og massíft tap á næstum öllum sviðum tilverunnar og alveg sérstaklega efnahagslegt og velferðarlegt tap. Öll þau ríki sem hafa gengið í ESB á undanförnum árum hafa verið gjaldþrota og ekki átt um neitt annað að velja, út af landfræðilegum og öryggislegum sjónarmiðum.
ESB er EKKI gjaldmiðill, það er nýtt ríki í smíðum - alveg eins og minn góði vinur Uffe Ellemann Jensen sagði við ykkur í Kastljósi í kvöld. ESB hefur næstum EKKERT með efnahagsmál að gera. Það er fyrst og fremst pólitískt bandalag þeirra ríka sem þurfa að búa ofaní hverju örðu og sem hafa myrt og kálað milljónum af sínum eigin þegnum og nágrönnum á innan við síðustu 100 árum.
Kveðjur
PS myndir ÞÚ vilja vera ungur maður í Frakklandi og á Ítalíu núna? Massíft 20-30% atvinnuleysi fyrir þig áratugum saman. Eins og er þá á ég dóttur og tengdason í Frakklandi og því miður eru horfurnar ekki góðar fyrir þau, þó svo að hámenntuð séu þau bæði.
Gunnar Rögnvaldsson, 11.12.2008 kl. 22:47
Við værum sjálfstæðari sem stjarna í Bandaríska fánanum en í ESB. Vill fólk bara fara inn sama hvað það kostar okkur, þó það kosti landbunaðinn og það þyrfti að hringja til Brussel til að athuga hvað væru mörg tonn af fiski eftir handa okkur? Almenningur er alls ekki sáttur í löndum ESB.
Svavar Guðnason, 11.12.2008 kl. 23:23
Hólmfríður!! Ertu viss um að þú sért með rétt gleraugu?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.12.2008 kl. 23:30
Sæll Gunnar
Í þessari röksemdafærslu þinni þá er þú allur í "småtingsafdelingen".
a) Andstaðan sem þú er að tala um er um hvert framhald þessa samstarfs á að vera. Engin aðildarþjóðanna er að ræða um það í alvöru að segja sig úr bandalaginu. Þessi andstaða og þessar deilur um í hvaða átt á að þróa bandalagið er einmitt styrkur þess. Það besta er þegar slíkar deilur eru og þær mega gjarnan vera harðar. Það á ekki ein þjóð eða ákveðin klíka að ráð þar öllu.
b) Hvað varðar það að Danir hafa ekkert með það að segja hverjir verða þegnar í landi þeirra þá var þessi stað einnig uppi fyrir aldarfjórðung þegar ég settist þar að. Það hafa gilt samningar um frjálst flæði fólks innan Norðurlandanna í nær hálfa öld. Frá því þá geta nú aðrir Evrópubúar sest að í Danmörku og öfugt. Danir hafa notfært sér það óspart og margir eldri Danir búa nú í Suður Evrópu. Það er ekkert nýtt við þetta Gunnar. Óþarfi að fara á límingunum yfir því.
c) Þegar við, Danir og fleiri undirrita alþjóðlega samninga, t.d. Mannréttindasáttmála Evrópu þá hefur það haft í för með sér að ógilda og breyta hefur þurft ýmis gömlum og úreltum lögum þessara landa og aðlagað þau að nútímanum. Margar af mestu réttarbótum sem almenningi á Íslandi hefur áskotnast á síðustu áratugum hafa einmitt átt sér stað þegar einstaklingar hafa verið að vinna mál gegn Íslenska ríkinu á grundvelli dómstóla niðri í Evrópu. Ég sé ekkert neikvætt við að Danir þurfi að breyta sínum gömlu lögum líka. Þessum breytingum þar hefur ábyggilega fylgt mikil réttarbót. Óþarfi að fara á límingunum yfir því.
d) Ég hef aldrei haldið því fram að það kosti ekki neitt að ganga þarna inn. Ég þykist nokkuð þekkja þann kostnað. Ég er tilbúinn að greiða hann fyrir það sem ég fæ í staðinn:
Íslenska efnahagsundrið:
- 18% stýrivexti
- Verðtryggingu
- Óstöðugan gjaldmiðil
- Óðaverðbólgu
- Ónýtt bankakerfi
- Gjaldeyrishöft
Í Evrópusambandinu og með evruna:
- 3,25% stýrivextir
- Engin verðtrygging
- Stöðugur gjaldmiðill
- Verðbólga sem við teldum hlægilega lága
- Við hefðum haldið bankakerfinu eins og Írland
- Engin gjaldeyrishöft
e) Evrópa er nýtt ríki í smíðum segir þú. Það getur vel verið en það er ekki orðið enn. Eins og þú veist þá eru um þetta mjög skiptar skoðanir og alls óvíst hvort af þessu verður. Ég sé hinsvegar ekki samhengið í því að fara með þessa umræðu út í það að ræða eitthvað hvernig ESB þróast á næstu árum og áratugum. Í dag er þetta efnahagsbandalag frjálsra fullvalda ríkja. Ef það breytist þá taka menn afstöðu til þess á hverjum tíma hvort menn vilja halda þessu samstarfi áfram eða ekki? Óþarfi að fara á límingunum yfir því sem framtíðin ber ef til vill í skauti sínu.
f) Ástæður inngöngu ríkja í ESB eru einfaldar. Þau sjá hag sínum betur borgið innan þess samstarfs en utan. Þar koma bæði til efnahagslegar ástæður og þjóðaröryggi, það er rétt hjá þér. Þess vegna eigum við líka að ganga þarna inn og hætta þessu bulli með sjálfstæðan gjaldeyri og sjálfstæða peningastefnu. Komum böndum á ríkisfjármálin með Maastricht skilyrðunum.
g) Þú nefnir að ástandið á Ítalíu og Frakklandi sé dapurt. Þér að segja þá vildi ég þó frekar vera 25 ára byggingaverkfræðingur þar á næstu misserum en hér heima!!!!!!
Ég spurði: Hvar annarstaðar eigum við að skipa komandi kynslóðum Íslendinga til borð?
Við vorum leppríki Bandaríkjanna í rúm 60 ár eftir að við stálum eins og þjófar að nóttu sjálfstæði okkar frá hernuminni Danmörku 1944. Er það framtíðin sem þú sérð fyrir þér, að skríða aftur í fang USA? Vandinn er að þeir vilja okkur ekki. Hvað þá?
Á framtíðin að felast í því að við verðum hér, herlaus þjóð, lifandi eins og sníkjudýr á nágrönnum okkar sem eiga að sjá okkur fyrir öllum helstu grunnþáttum sem við þurfum til að geta talist sjálfstæð fullvalda þjóð?
Ég segi fyrir mig, nei takk.
Það var landhreinsun að losna við Bandaríkjamenn héðan. Nú er komið að því að við höldum áfram okkar för sem ein af sjálfstæðu þjóðum Evrópu og tryggjum þar með okkar hagsmuni og yfirráð yfir okkar auðlindum. Vermdun þar með sérstöðu okkar, tungumál og menningu.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.12.2008 kl. 23:49
Sæll Svavar
Ég er sammála þér í því að við eigum að halda í okkar landbúnað. Það er mikill misskilningur að halda að Íslenskur landbúnaður blómstri ekki göngum við í ESB. Þvert á móti. Aðild að ESB mun tryggja að Íslenskur landbúnaður mun blómstra sem aldrei fyrr. Styrkir, tollar og vernd við landbúnað í öllum útkjálkum Evrópu eru góður vitnisburður um stefnu sambandsins í landbúnaðarmálum.
Þar er fæðuöryggi lykilorð. Það kemur aldrei til að menn leggi af landbúnað á Íslandi og landið verði gert há erlendum innflutningi. Þver á móti mun íslenskur landbúnaður flokkast undir landbúnað á "erfiðum útkjálkum" og slíkur landbúnaður nýtur sérstaks velvilja og styrkja frá ESB.
Ekki hafa áhyggjur af landbúnaðnum, göngum við í ESB.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.12.2008 kl. 00:14
Enginn getur sagt sig úr ESB nema með skelfilegum afleiðingum. Það er engin leið út. Það er vissulega og örugglega ENGIN leið út úr evru. Egnin. Það yðri móðir allra efnahagshamfara allra tíma.
Stýrivextir? Er þeir föst stærð? Þeir koma jú eftir verðbólgustigi í öllum hagkerfum nema í myntbandalögum. Þar hef ég setið í 1.5% verðbólgu í 11% stýrivöxtum. Viltu það frekar? Myntbandalög eru amma andskotans því þau miðast ekki við hagstæðir. Evran er skaðvaldur efnahags ESB, því miður.
Vextir hér í 4% verðbólgunni eru núna um 12-14% á rekstrarlánum smærri fyrirtækja. Á húsnæðislánum ca. 7-8% og 12-14% á bílalánum. Vextir á styttri lánum í ERM landinu Lettlandi eru 25% núna.
Það er furðulegt að hugsa sér að Ísland myndi á einhvern töfra hátt losna við verðtrygginguna. Þetta er broslegt. Af hverju ættu þeir að gera það? Heldur þú að fjármagnseigendur séu kjánar? Þeir líta alltaf til verðbólgusögu landsins og jafnvel landshlutans. Vextir á evrusvæði eru alls ekki eins. Þeir eru mjög ólíkir. En það er þó önnur verðtrygging í gangi í mögum evrulöndum, en það er verðtrygging ríkisútgjalda, skatta og launa og bótagreiðslna. ECB er harðlega að gangrýna þetta.
Þjóðaröryggi? Ertu að tala um Bosníu? Þar sem Bandaríkjamenn björguðu Evrópu einu sinni enn.
Þú nefnir að ástandið á Ítalíu og Frakklandi sé dapurt. Þér að segja þá vildi ég þó frekar vera 25 ára byggingaverkfræðingur þar á næstu misserum en hér heima!!!!!!
Þú veist greinilega ekki hvað þú ert að tala um, því miður. Ég held að þú lifir í draumaheimi. Þú ert að tala um misseri en ég er að tala um ÁRATUGI !!
Uffe Ellemann veit manna best að ESB er fyrst og fremst pólitískt bandalag. Enda hefur ESB ekki bætt efnahag neinna ríkja sinna. Ef Danmörk hefði sömu landfræðilegu legu og Ísland, og væri eins ríkt af náttúruauðlindum þá myndi honum ekki detta í hug að færa Ísland þangað inn. Ísland þarf ekki að búa við 80 milljón Þjóðverja og 60 milljón Frakka í túnfætinum undan Reykjanesi og Þorlákshöfn. Heldur ekki heilt samband af Sovétríkjum í tveggja tíma akstri frá landamærum Austfjarða.
USSR er að vísu hrunið núna, en það munaði samt ekki nema ca tveimur klukkustundum að það hefði verið sovéski herinn sem frelsaði Danmörku undan Þjóðverjum og ekki hinn breski her marskálks Bernard Montgomery. En Winston Churchill hringdi persónulega í Montgomery til að fá Montgomery til að flýta herferð sinni upp í gegnum vestur hluta Þýskaland til Danmerkur af öllum krafti því Churchill bar mikla velvild til Danmerkur.
Já tveir tímar geta skipt miklu máli. Rússar fóru fyrst eftir tveggja ára hersetu frá dönsku eyjunni Bornholm aftur, en þeir hertóku eynna þegar Þýskaland féll. Þökk sé Montgomery og Churchill fyrri að Norðurlöndin héldu áfram að vera öll Norðurlönd
Þú munt aldrei fá drauma þína uppfyllta í ESB Friðrik. Til þess eru þeir alltof óraunhæfir.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2008 kl. 00:31
Ég hef búið og starfað helminginn af minni starfsæfi í "ESB". Er með danskt Civilengeniør próf úr Tækniháskóla Danmerkur.
Ekki tala niður til mín og segja mér hvernig lífið og tilveran er í "ESB". Ekki breyta umræðu um ESB í "drauma" mína eða einhverra annarra. Ekki fara með umræðuna niður á þetta plan.
Þín upplifun á Danmörku og ESB er greinilega allt önnur en mín. Það þýðir ekki að þú hafi rétt fyrir þér. Það þýðir ekki að ég hafi rétt fyrir mér. Við erum einfaldlega ekki sammála.
Sumum finnst Þverfellshornið á Esjunni hátt og ógnvænlegt og líður illa af lofthræðslu þegar þeir ganga þar upp. Aðrir, eins og ég ganga þarna upp sér til sérstakrar ánægu, heilsubótar og yndisauka í hverri viku.
Ég veit ekki hvernig þú hefur upplifað Danmörku og ESB. Mér leið mjög í Danmörku og mér finnst gott að vinna í því umhverfi sem ESB hefur skapað. Þar á ég við staðla, reglugerð og lög sem eru fremst á öllum sviðum í heiminum í dag. Munurinn á að reka fyrirtæki á Íslandi annars vegar og í Danmörku hinsvegar, en það hef ég líka gert, felst í þeim stöðugleika sem danska ESB umhverfið hefur umfram það Íslenska. Tækifærin til að græða peninga eru því miklu meiri í Danmörku. Það vissu líka íslensku útrásarvíkingarnir og þess vegna fóru menn út og við skulum ekki gleyma því að margt að því sem þeir gerðu var og er mjög vel gert og hefur enn staðið af sér alla storma. Ég vona að svo verði áfram.
Ég reyndi að svara kerfisbundið þeim fullyrðingum sem þú settir fram í fyrsta blogginu þínu. Nú koma nýjar fullyrðingar og staðhæfingar. Ég er ósammála þér í flestum þessara fullyrðinga þinna. Ég sé greinilega heiminn bara með allt öðrum augum en þú og hef greinilega allt aðra lífssýn og lífsreynslu en þú.
Fyrir mér er "Þverfellshornið" ánægjulegur göngutúr. Þú hefur allt á hornum þér varðandi þá uppgöngu og þér er það bara velkomið.
En þú svaraðir ekki spurningunni:
Hvar annarstaðar eigum við að skipa komandi kynslóðum Íslendinga til borðs?
Löng grein um myntbandalög, verðbólgu, vexti, gamla USSR, seinni heimstyrjöldina, marskálks Bernard Montgomery og Winston Churchill er rangt svar við þeirri spurningu.
Málið er að þú og þið einangrunarsinnarnir getið ekki boðið upp á neinn annan valkost því það er ekki neinn annar valkostur í boði sem býður þá velsæl og það öryggi sem þrátt fyrir allt er að finna í ESB.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.12.2008 kl. 01:53
Það er alveg hárrétt hjá þér Friðrik að Danir eru mjög gott fólk. En að vera Íslenskur námsmaður í Danmörku á Íslenskum námslánum er lúxus sem danskir námsmenn þekkja ekki til. Þessutan Friðrik þá búa flestir námsmenn ekki í þeim raunveruleika sem launþegar í Danmörku búa í. Sjálfur hef ég rekið fyrritæki í Danmörku siðan 1988 og börnin mín eru fædd hérna.
Árið 2006 er fyrsta árið í Danmörku síðan 1977 þar sem atvinnuleysi hefur farið undir 6%.
En þetta tal um Danmörku hefur ekkert með Dani sem þjóð að gera. Danir eru gott fólk sem mér þykir vænt um. Íslendingar vita því miður ekki hversu gott þeir hafa haft það áratugum saman. En Friðrik, það hefur lengi verið mjög auðvelt að búsetja sig á hinum Norðurlöndunum. Ísland er eitt af Norðurlöndunum, en sem betur fer ekki staðsett á meginlandi Evrópu.
Það eru engin efnahagsleg rök fyrir því að afsala sér sjálfsæði til þess að geta fengið að ganga með þær hækjur sem mörg ríkin í ESB þurfa að ganga með. Þú verður að afsaka að ég tek mér ekki tíma í að svara þér lið fyrir lið.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2008 kl. 02:55
Mér dettur ekki í hug að tala niður til þín Friðrik. En það er þó eitt sem ég get bætt við Friðrik þar sem þú ert í byggingabransanum. Flestir viðskiptavinir okkar eru íslensk fyrirtæki í Danmörku, þar á meðal eru mörg smærri byggingafyrirtæki. Þau eiga ekki góða daga núna frekar en á Íslandi. Það eru að koma svakalega erfiðir tímar í þessum bransa hér. Hrunið byrjaði aðeins seinna en á Íslandi, og mun taka lengri tíma. En þessi bransi hefur átt nokkur góð ár því bankar hér hafa verið eins og bankar annarsstaðar og sprautað út ódýru fjármagni. Það vill svo til að það var einmitt á þessum tíma sem útrás Íslendinga hefur farið fram, þ.e. á góðu árunum. Á bestu árum Danmerkur síðan 1960. En nú eru þau sem sagt búin. En það mun koma reikningur sem þarf að greiða, því allt var keypt of dýrt. Þetta á eftir að verða massíft, því miður. Fasteignamarkaðurinn í Evrópu mun ekki vaxa aftur næstu 150 árin. Til þess er fólksfækkunar og öldrunarvandamálið of stórt í Evrópu.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2008 kl. 03:30
Markmið okkar er það sama og það er hagur lands og þjóðar. Þar er bara gott og heilbrigt að deilt sé um um hvaða leiðir séu bestar að því markmiði.
Eða eins og Einar Ben frændi botnaði eina af sínum betri vísum:
Gráttu hljótt því þrek og þrótt
í þunga nótt hefur margur sótt.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.12.2008 kl. 03:31
Allt í lagi að fara í samningarviðræður og þá kemur allt í ljós. Það er ekki bindandi að fara í viðræður. Við norðmenn erum búin að ganga gegnum þetta ferli tvisvar, fyrst í 72 og siðast í 94. Þjóðin sagði nei vegna auðlindirnar, fiskurinn, landbúnaðurinn og olíuiðnaðurinn.
Kannski eru íslendingar með betra samningastöðu?
Heidi Strand, 13.12.2008 kl. 00:06
Það er alveg ljós Heidi að þetta verða tvísýnar kosningar, hvenær svo sem þær varða haldnar.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.12.2008 kl. 00:15
Er það einhver sem heldur því fram að Frakkar, Ítalir eða Danir séu ekki sjálfstæðar og fullvalda þjóðir?
Það voru þjóðir Evrópu sem færðu okkar stjórnarskrána okkar, gáfu okkur fullveldið og hafa leyft okkur að vera sjálfstæð þjóð frá 1944.
Til skamms tíma var litið á okkur sem leppríki Bandaríkjanna.
Með inngöngu í ESB þá eru við orðin hluti af Evrópu, þjóð meðal sjálfstæðustu og öflugustu þjóða heims.
Hvar annarstaðar eigum við skipa komandi kynslóðum Íslendinga til borðs?