Rangt, þetta er góð spá og björt.

Ég skil ekki þetta mat fréttamanns að þessi spá Alþjóðabankans sé svört. Að mínu mat er þetta alrangt mat. Hér er bankinn að spá hagvexti í heiminum upp á tæpt eitt prósent á næsta ári. Það eitt að bankinn spái ekki samdrætti í ljósi þeirrar miklu kreppu sem nú gengur yfir heiminn gerir það að verkum að þessi spá er góð og björt. Ef bankinn hefði spáð samdrætti hvaða orð hefðu þá verið notuð?

Bankinn sér ljósið framundan og gerir ráð fyrir því að efnahagskerfi heimsins nái að halda í horfinu og það verði vöxtur um eitt prósent hagvöxtur en ekki samdráttur eins og ég allavega óttaðist. Að það verði vöxtur um tæpt prósent í heild á næsta ári í heiminum er bara frábært.

Þetta eru bestu fréttir sem ég hef lesið hér á mbl.is.frá því í byrjun október.

 

 


mbl.is Svört spá um efnahagslífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll kollege Friðrik,

Við Íslendingar erum í einstakri stöðu til þess að rjúfa kerppumúrinn. Einmitt núna !

Gefa út ríkistryggð skuldabréf sem lífeyrissjórðirnir geta keypt.Fara í hönnun framtíðarmannvirkja og mannfrekar framkvæmdir við tímabært viðhald á innviðum þjóðfélagsins . Auka önglakvótann um allt land.

Okkur vantar ekki meiri eymd eins og Persson boðaði. Okkur vantar átak og viðspyrnu ! Við getum sýnt heiminum hvernig menn bregðast við kreppu á réttan  hátt.

Halldór Jónsson, 10.12.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er ekki INF frekar varkár í sínum spám og sé það réttur skilningur hjá mér það er þetta góð spá. Svo verður á það að líta að nú eru forsetaskipti framundan í USA og það skiptir auðvitað heilmiklu máli hvernig spilast úr málum þar. Ég tel að við séum núna að taka út einhvert svartsýniskast og vona bara að það gangi sem allra fyrst yfir. Möguleikarnir eru margir og það þýðir ekki að leggjast í eymd og volæði

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.12.2008 kl. 00:17

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er snilldar leið sem þú bendir á Halldór til að fjármagna framkvæmdir ríkisins. Með þessum móti væri hægt að fjármagna virkjanaframkvæmdirnar fyrir álverið í Helguvík og aðrar orkuframkvæmdir. Nú eða aðrar arðbærar framkvæmdir.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.12.2008 kl. 00:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband