Föstudagur, 5. desember 2008
Hvað ætlar ríkistjórn Íslands að gera?
Við erum að sjá ríkisstjórnir um allan heim reyna að örvar hjá sér atvinnulífið með því að setja inn fjármagn til atvinnuuppbyggingar. Ríkistjórn Íslands kynnti nú í vikunni aðgerðaráætlun sína. Þá var skýrt tekið fram að ríkissjóður ætlar ekki að leggja neitt af mörkum. Ef ég skildi þetta útspil ríkistjórnarinnar rétt þá er það ætlun hennar að það verði sjóðir launafólks, þ.e. lífeyrissjóðirnir sem eiga að bera hitann og þungann af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Engar fjárhæðir voru hins vegar nefndar í þessu sambandi þannig að engin veit hvað þessi aðgerðarpakki þýðir í raun. Var og er þessi aðgerðaráætlun bara enn ein froðan?
Misjafnt hafast menn að. Svíar grípa nú til sinna ráða þó ástandið þar sé ekki nærri eins alvarlegt og hér. Þar er ríkisstjórnin að setja inn mikið fjármagn til að örva sitt atvinnulífið.
Hvaða fjárhæðir erum við að tala um að sett verið inn í atvinnulífið á Íslandi í sama tilgangi?
Ætlar ríkissjóður virkilega ekkert að koma að þessu máli?
128 milljarðar í atvinnulífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
- 75% þjóðarinnar vill ljúka samningum og borðleggjandi að þjóð...
- Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áf...
- Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt
- Sameinumst á bak við kröfu Framsóknar og fjarlægjum snjóhengjuna
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 365565
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Þessu pistli er ég algerlega sammála, það virðist sem þessi blessuð ríkistjórn sé alveg frostin þegar kemur að atvinnulífinu. Atvinnulífið verður að örvar og það strax.
Skúli Sigurðsson, 5.12.2008 kl. 12:19
Það verður mjög erfitt að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang ef verktakafyrirtæki og verkfræðistofur hrynja algerlega. Byggingarmenn eru fyrstir út landi ef það verður fólksflótti. Stjórnvöld verða að ráðast í framkvæmdir. Þegar menn fóru af stað með álver og virkjun fyrir austan var talað um mikilvægi þess að halda að sér höndum annars staðar og búa í haginn fyrir kólnun hagkerfis í kjölfar þessa. Hér fór engu að síður allt á fullt alstaðar, það hlustaði enginn á stjórnvöld og jafnvel þau sjálf hækkuðu lán til húsnæðiskaupa með þeim skelfilegu afleiðingum sem öllum er kunnugt um. Það rann einhver ótrúlegur hamur á þjóðina og nú stöndum við öll eins og afglapar.
Smjerjarmur, 5.12.2008 kl. 12:34
Það má lengi kenna Íbúðalánasjóði að hafa hækkað lán það var ekki hann sem olli öllu í þessu því viðmiði sem hámarkslán máttu vera var svo lágt þetta virkaði eingöngu utan höfuðborgarsvæðisins þar sem bankarnir vildu ekki lána vegna þess að húsnæðið var ekki eins auðseljanlegt og á því svæði Bankarnir ætluðu að eyðileggja Íbúðarlánasjóð og Sjálfstæðismenn stóðu með bönkunum í því skömm sé þeim.
Hvað sögðu Bankamenn viðgetum lánað svona um alla fyrirsjáalega framtíð var haft eftir Bakastjóra KB nú sjáum við þá hvar eru þeir?
Það er hægt að tala digurbarkalega á meðan verið er að ræna borgar þessa lands.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 5.12.2008 kl. 16:18
Auðvitað gerir Ríkisstjórnn ekki neitt. Hún er gjörsamlega óhæf og hefur verið það frá byrjun. Sjálfstæðismenn hafa haft svo mikla einkavæingu að leiðarljosi að þeir hafa gjörsamlega misst tökin á þjóðinni.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.12.2008 kl. 01:54
Sæll Friðrik Hansen
Velkominn sem bloggvinur. Mig langar aðeins að fræðast um þig og þína ætt. Ert þú afkoamdi eða frændi Friðriks Hansen sem lengi var verkstjóri hjá Vegagerðinni á Norðurlandi. Faðir minn Bjarni Tryggvason, vann mörg sumar í vegavinnu og þar var Friðrik Hansen verkstjóri. Þetta var á milli 1950 og 1960 og ég man hvað pabbi hélt mikið uppá FH. Ég var þá krakki innan við fermingu og var ekki að spá mikið í svona fullorðinsmál, en man samt eftir þessu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2008 kl. 23:37
Sæl Hólmfríður.
Friðrik Hansen verkstjóri og kennari var föðurafi minn.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 01:02
Það hefðu verið mikil meðmæli í augum föður míns heitins og þá gildir það sama um mig.
Hveðja Hólmfríður
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.12.2008 kl. 02:13
Ef það er rétt sem þú segir Friðrik:
þá undirstrikar það þá fullyrðingu okkar í Dollar Strax, að stjórnmálamönnum er ekki treystandi. Ef þeir ætla, að stela fjármunum lífeyrissjóðanna, er þeim til alls trúandi. Dollar Strax leggur áherðslu á mikilvægi þess að leggja Seðlabankann niður. Í stað hans ber að taka upp Myntráð Íslands, sem ber ábyrgð á útgáfu Íslendsks Dollara (ISD), sem baktryggður er 100% með varasjóði í US Dollurum (USD).
Við þær aðstæður sem ríkja í landinu, er ekkert jafn mikilvægt og að koma á fót stöðugum gjaldmiðli. Þetta er hægt að gera á 60 dögum, með Dollaravæðingu og Myntráði. Kostnaður verður nær enginn, því að ISD er notur til allra viðskipta innanlands og varasjóðurinn í USD er að mestu í ávöxtun í Bandarískum ríkisskuldabréfum.
Heimilt verður að nota jöfnum höndum ISD og USD. Af varasjóðnum verður líklega hægt að hafa hagnað sem nemur árlega 1,5 milljörðum Króna. Um þennan góða kost vill Alþingi og Ríkisstjórn ekki ræða. Í stað þess er Smánarsamningurinn við ESB samþykktur á Alþingi og þjóðin færir fjárkúgurunum í ESB heimild til að rukka komandi kynslóðir um meira en 1000 milljarða Króna.
Við hjá Dollar Strax mótmælum harðlega þessum glæpsamlegu ákvörðunum og krefjumst þess að stjórnvöld ræði við þegna landsins. Þeim sem vilja kynnast tilllögunni um Dollaravæðingu með Myntráði, er bent á að far hingað:
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/
Loftur Altice Þorsteinsson, 9.12.2008 kl. 13:12