Glæsilegt framtak á erfiðum tímum

Þessir listamenn eiga heiður skilið. Við erum fámenn þjóð í harðbýlu landi og erfiðasti vetur okkar kynslóðar er framundan. Það sem við þurfum á að halda er samhugur og samstaða og við þurfum að vita að við stöndum ekki ein. Saman ætlum við að standa þennan vetur af okkar sem ein heild,  sem þjóð. Við ætlum að taka saman þau högg sem á okkur munu dynja. Þetta framtak þessara listamann er mikilvægt skref á þeirri leið. 

Ekki breyta þessu framtaki í eitthvað annað! 

Ég segi við alla þá sem eru að gefa vinnu sína þarna í kvöld. Takk fyrir.

 


mbl.is „Hlýleg“ stemmning í Höllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Sammála. Við myndlistarmenn geru líka ýmislegt, þó lægra fari. Við eigum öll að standa saman. kv. Búinn að samþykkja beiðnina.

Bergur Thorberg, 15.11.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir með þér. Ég hef ekki skilið þá sem hafa verið að gagnrýna þetta framtak. Tala um útgáfutónleika eða eitthvað svoleiðis. Þetta var verulega gott framtak. Unglingarnir mínir fóru á fyrrihlutann og komu glaðir heim. Meira svona.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Skúli Sigurðsson

Þetta var gott framtak hjá þessu fólki!

Skúli Sigurðsson, 18.11.2008 kl. 17:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband