Landflóttinn hafinn

Þetta er skelfilegt. Nú erum við að byrja við að missa allt okkar áræðnasta fólk úr landi. Ekkert virðist vera í gangi hjá hinum opinbera nema meiri og meiri niðurskurður, nú síðast var verið að fresta framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun.

Ætla menn að sigla án nokkurrar viðspyrnu beint inn í Færeysku leiðina og missa heila kynslóð ungs barnafólks úr landi? Þið sem sitjið við stjórnvölinn, á ekkert að gera?????


mbl.is Kynna Íslendingum atvinnutækifæri erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við ekki bara að flytja til Færeyja?

H (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þeir hafa ekki enn náð sér upp úr sinni bankakreppu. Þeir misstu tíu þúsund manns úr landi og nú tíu árum síðar vantar enn helminginn af þeirri tölu til að þeir komist upp í sama fjölda og var í Eyjunum fyrir bankahrunið. Þá er enn um 6% atvinnuleysi í eyjunum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 15:51

3 identicon

Ég sé nú bara ekki eina ástæðu til að fara ekki af þessu skeri með fjölskylduna... það virðist öllum ráðamönnum sama um okkur unga fólkið, svo okkur er farið að vera sama um þetta land. Við munum fara og flest okkar sennilega ekki snúa tilbaka, heldur reyna að finna eitthvert land þar sem eru góð tækifæri fyrir börnin okkar og ekki reynt að steypa fólk í kaf með verðtryggingu!

Sara (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 15:54

4 identicon

Til hvers að búa á þessu landi?

Það er alveg sama hvað við gerum, stjórnvöld halda áfram að klúðra hlutunum. Það mega aldrei verða kosningar nema þegar Sjálfstæðisflokknum finnst það ekki "fráleitt". Það má aldrei laga kerfið sjálft, það er engin helvítis ástæða til að búa á þessu guðsvolaða, dauðbölvaða skítaskeri.

Hvers vegna ætti maður að búa hérna, í alvöru? Eina ástæðan sem ég hef fundið seinastliðin 10 ár var hversu auðvelt það var að fá vinnu hérna, þess vegna reyndar kom ég til baka frá Finnlandi og hef alla tíð spurt mig hvað í fjáranum ég hafi verið að pæla með því að koma til baka.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:07

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það hafa verið gerð hér gríðarlega mistök sem felast í því að halda í krónuna í stað þess að ganga í ESB og taka upp evru. Þá væri hér engin verðtrygging og Seðlabanki Evrópu hefði varið bakana okkar falli. Vextir væri þá hér eins og í ESB og einhver samdráttur hefði orðið vegna heimskreppunnar. Það hefði aldrei orðið neitt í líkingu við þetta sem nú er að gaga yfir og engan veginn sér fyrir endann á.

Það versta við stöðu mála í dag er að stjórnvöld virðast ekki hafa eina framtíðarsýn. Engin aðgerðaráætlun er í gagni að verja fyrirtækin í landinu og þar með störf fólks. Byggingaiðnaðurinn á að fá að falla drottni sínum eins og hann leggur sig o.s.frv. o.s.frv.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 16:28

6 identicon

Mér finnst þetta reyndar dáldið spennandi tímar, það er alveg ljóst að samfélagið hérna er að breytast mikið þessa mánuðina og á eftir að vera gjörbreytt þegar hjólin fara aftur að snúast, hvort sem það verður til góðs eða ills.

Það er alltaf verið að segja við mig hvað ég er heppinn að vera í skóla núna, en satt að segja finnst mér ekkert spennandi að vera hérna á Íslandi 3 annir í viðbót til að klára bs gráðuna. Að sama skapi er ekki beint freistandi að ætla að fara út í nám núna og skipta spariféinu í annan gjaldmiðil.

En ég væri heldur betur til í að prófa að fara eitthvað út sem faraldverkamaður að vinna í byggingariðnaði, sjá hvernig hlutirnir eru gerðir annarsstaðar og upplifa að vera "ódýrt vinnuafl". Ég vona að sem flestir geri það í staðinn fyrir að húka hér og vona að einhverjar framkvæmdir fari í gang... því það gæti orðið heldur löng bið.

Arnar (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:39

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bíð spenntur eftir að sem flestir hypji sig.

Hlakka til að tína upp leifarnar.

Þið fáið kannski "Íslendinga-afslátt" hjá mér þegar þið komið skríðandi aftur heim. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2008 kl. 17:14

8 identicon

Fyrst maður ekki fær að kjósa með kjörseðli (né í skoðanakönnunum, né með mótmælum), þá kýs maður með fótunum.

Arndís (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:35

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það verður mjög slæmt að missa úr landi þann aldurshóp sem í rauninni skapar verðmætin á hverjum tíma. Byrðirnar á þeim sem verða eftir aukast að sama skapi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband