Tökum einhliða upp evruna

Samkvæmt þessari frétt þá liggur málið ljóst fyrir. Við fáum ekki neina fyrirgreiðslu hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðunum fyrr en búið er að semja við Breta, Hollendinga og Þjóðverja og hvar annarstaðar Landsbankamenn söfnuðu erlendu sparifé inn á innlánsreikninga sem voru skráðir og geymdir á Íslandi.

Er þá um annað að ræða en taka einhliða upp evru? Tveir af okkar færustu hagfræðingum eru búnir að útfæra þessa leið. Sérfræðingurinn sem stóð fyrir einhliða upptöku evru í Svartfjallalandi er búinn að bjóðast til að koma og framkvæma með okkur sama gjörning hér. Við eigum að þiggja það boð hans.  Aðrir Íslenskir hagfræðingar sem tjáð hafa sig um þessa leið telja hana færa. Þetta sé bara pólitísk spurning.

Samningar við Breta verða með afarkostum enda búið að féfletta bresku þjóðina. Þeir samningar gætu tekið marga mánuði. Meðan blæðir Íslandi út.

Eru aðrir kostir í stöðunni?

Er þetta ekki leikurinn sem við eigum að leika. Er þetta ekki okkar  "gammbítur" í stöðunni eins og það heitir á skákmáli.

Hvað gera Bretar þá? Með þessum leik sláum við öll vopn úr höndum Breta. Þá getum við samið við þá eins og okkar hentar.


mbl.is Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Þangað sækir hundurinn / hesturinn þar sem hann er kvaldastur.

Hörður Einarsson, 11.11.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég hugsa að ef aðild að evrópusambandinu sé skoðuð kallt án fordóma og pólitískrar tengingar sé hægt að finna fleiri kosti með inngöngu.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 11.11.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Staðan sem nú er komin upp er ótrúleg. Engin lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum nema gengið sé að afarkostum Breta.

Hvað annað er í stöðunni en einhliða upptaka evru?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 00:57

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég er hlynntur því að taka upp evru og hef alltaf verið alveg eins og ég hef alltaf verið hlynntur að ganga inn í ESB. En ég ítreka, undirstrika og feitletra að það er gífurlega mikilvægt að það gerist í sátt við ESB. Við skulum ekki gleyma að 70% af okkar útflutningi fer til ESB svo mótaðgerðir frá ESB vegna einhliða upptöku gegn þeirra vilja gæti orðið jarðarför íslensks atvinnulífs.

Nú er orðið alveg ljóst það sem ég hef sagt árum saman að EES ríki, eins og Noregur og Ísland eru á hnjánum þegar viðkemur öllu innan Evrópu. Við þurfum að lúta reglum ESB án þess að hafa nokkuð með það að segja hvernig þessar reglur eru smíðaðar. Og þegar við lendum í deilu við ESB ríki þá nýta þessi ríki eðlilega öll völd sem fylgir ESB aðild sér til hagsbótar í deilunni á meðan við verðum að láta okkur nægja að lýsa okkar skoðun á málinu inn EFTA. 

Jón Gunnar Bjarkan, 11.11.2008 kl. 08:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband