Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Gerum þetta fólk ekki gjaldþrota
Við þurfum að fara gætilega í þessu máli. Vissulega á almenningur erfitt með að sætta sig við að tapa fé á gjaldþrotum bankana og sitja uppi með skuldir vegna kaupa á hlutabréfum í þeim ef bankafólkið í sömu stöðu er skorið niður úr snörunni.
Ég vil hins vegar ekki horfa upp á persónulegt gjaldþrot þessara starfsmanna bankana. Ég vil heldur ekki horfa upp á gjaldþrot annarra af sömu eða svipuðum ástæðum. Persónuleg gjaldþrot einstaklinga nú hafa engan tilgang. Við þurfum á öllum vinnandi höndum að halda til að vinna okkur út úr þessu á næstu árum. Við eigum ekki að byrja það ferli á því að leggja fullt af fjölskyldum í rúst. Það er nóg að fólk tapi öllu sínu sparifé þó við gerum það ekki gjaldþrota líka.
Ég legg til að þinginu okkar verði fengið það verkefni að setja lög, hugsanlega til bráðabyrgða eða neyðarlög sem heimila nýju bönkunum okkar af afskrifa slíkar skuldir og afstýra persónulegum gjaldþrotum vegna þessarar bankakreppu. Eins verði lögum um gjaldþrot breytt til frambúðar þannig að persónuleg gjaldþrot fyrnist á 5 árum eins og í Danmörku en verið ekki lífstíðardómur eins og er hér í dag.
Óþolandi að líða fyrir tortryggni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Facebook
Athugasemdir
Það er enginn að biðja um "að gera þetta fólk gjaldþrota". Það er bara eðlilegt að þessir menn fái sömu meðferð og aðrir. Þeir halda sínum eignum og skuldum. Síðan þróast verð á þessum eignum eins og annað verð - sum bréf fara niður í 0, sumar fasteignir falla um -50%, sumir bílar falla um -35% etc.
Afskrift er siðlaus. Hvers vegna er ekki fasteignaskuldin mín afskrifuð?
Þetta er prinsippmál og ekkert annað.
Rugl bull (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 13:04
Vandamálið er að við blasa fjöldagjaldþrot svo margra einstaklinga. Eitt er að fyrirtæki fari á hausinn og fólk missi allt sitt. Persónulegt gjaldþrot einstaklinga er svo miklu meira en það, sérstaklega meðan lögin eru eins og þau eru. Þeir einstaklingar sem í því lenda eru "vaktaðir" árum saman og jafnvel alla tíð. Þeir eiga sér aldrei viðbeysnar von. Mega aldrei eignast eitt. Gömlu kröfuhafarnir hirða það þá. Geta aldrei eignast aftur bíl, bát eða hús eða annað.
Núverandi lög um gjaldþrot einstaklinga eru gömul og eru tær mannvonska. Mér finnst ekki hægt ef við eigum á komandi mánuðum að þurfa að horfa upp á fjölda manna tekna þessum tökum vegna aðstæðna sem upp eru komin í samfélaginu. Aðstæðna sem þeir bera í engu ábyrgð á. Hér er ég ekki bara að tala um bankamennina.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 18:27