Þorgerður veldur vonbrigðum

Viðtalið við Þorgerði olli mér vonbrigðum. Hún talaði ekki „mannamál“. Hún gat ekki sagt hvort hún vildi inngöngu í ESB og upptöku evru eða ekki. Hún söng sama sönginn sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa sungið síðasta áratuginn. „Ræðum og skoðum málin“ sagði hún. Við stuðningsmenn ESB aðildar í Sjálfstæðisflokknum vitum vel hvað þetta þýðir. Þetta þýðir: „ég vil ekki með þjóðina inn í ESB og vil ekki upptöku evru“. Með öðrum orðum forysta Sjálfstæðisflokksins er í engu að breyta afstöðu sinni í þessu máli.

Ég vil geta kosið borgaralegan hægri flokk sem vill ganga í ESB og taka upp evruna. Ég vill að slíkur valkostur verði í boði þegar kosið verður næst.


mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Sammála !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 2.11.2008 kl. 20:23

2 identicon

Hún er bara að verða eins og Kristinn Gunnarsson

Anna (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:42

3 identicon

Þangað til geturðu valið milli dragúldins íhaldsflokks eða samfylkingarinnar.

smg (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi sjónarmið Þorgerðar Katrínar, þ.e. að skoða eigi aðildarviðræður, hafa lengi verið til í Sjálfstæðisflokknum. Það eru bara þverhausarnir úti í þjóðfélaginu sem ekki hafa áttað sig á því. Ég reikna með að þessi umræða verði tekin af fullri alvöru innan flokksins á næsta landsfundi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 21:32

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Gunnar

Það er samt einkennilegt að ekki einn einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur líst yfir stuðningi við inngöngu í ESB og upptöku evru. Þvert á móti. Sigurður Kári er varaformaður Heimsýnar og er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í mínu kjördæmi. Illugi Gunnarsson er einnig í stjórn samtakanna. Afstaða annarra þingmanna flokksins virðist vera á einn veg.

Ég vil ekki kjósa varaformann Heimsýnar á þing fyrr mig en ég vil ekki heldur kjósa Samfylkinguna.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.11.2008 kl. 21:49

6 identicon

Eru menn bara ekki að lofa grasrótinni að eiga um það orðið hvað verður gert. Skoðun þingmanna á því hvað á að gera skiptir engu máli. Að lokum verður það flokksþing sem ákveður þetta og þá er kannski best að hafa sagt sem minnst fyrirfram. Það er margt sem þarf að athuga og skoða áður en maður getur hent því fram hvort maður vilji inn eða út. Mjög góð og skynsamleg afstaða hjá Þorgerði og ég er sammála því sem hún sagði í kvöld. Það er mjög erfitt að segja af eða á án þess að hafa allir staðreyndir málsins á borðinu. Samfylkingin vill aðildarviðræður og sjá hvað við fáum út úr þeim en ég held við gætum alveg aflað okkur upplýsinga um ýmsa hluti án þess að ganga svo langt. Þá geta menn farið að mynda sér einhverja vitræna afstöðu sem byggst ekki á tilfinningasveiflum í kreppunni þessa dagana.

Frelsisson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 22:07

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eitt er að vera með efasemdir um ESB inngöngu, en annað að vilja skoða aðildarviðræður með opnum huga. Á þessu er mikill munur. Bjarni Benediktsson sagði í viðtali nýlega að aðildarviðræður kæmu alveg til greina, einnig Illugi, Pétur Blöndal o.fl. Hvers vegna ættu stjórnmálamenn að afskrifa hugsanlega aðild þegar ekki er á hreinu með kostina og gallana? Þetta er ekki trúaratriði eins og hjá Samfylkingarfólki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 23:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband