Mánudagur, 6. október 2008
Nýjir Útvegs-, Búnaðar- og Landsbanki stofnaðir?
Ég er einn af þeim sem enn situr og bíður eftir að eitthvað gerist og eitthvað fréttist. Jú, jú það er verið að breyta lögum en það er verið að því alla daga meðan þing stendur þannig að það eru ekki fréttir fyrir mér. Á okkur almenning er enn verið að beita „Sveppa aðferðinni“. Það hljóta að vera góðar og gildar ástæður fyrir því. Væntanlega vilja stjórnvöld ekki láta fréttast til hvers á að nota lögin sem nú er verið að samþykkja. Hugsanlega er líka verið að beita „Sveppa aðferðinni“ á þingmenn sem annars myndu leggjast gegn lagabreytingunni, vissu þeir afleiðingarnar. Fyrir þá sem ekki vita er „Sveppa aðferðin“ mikið notuð og vinsæl aðferð við stjórnun og auðvita við ræktun sveppa. Hún er einföld: „Keep them in darkness and feed them with horse shit“.
Án þess að ég viti neitt um áform stjórnarinnar þá er mín tilgáta sú að það verða stofnuð þrjú ný hlutafélög og búnir til þrír nýir bankar. Þessir bankar taka yfir innlenda starfsemi stóru bankanna þriggja og verða þeir allir í eigu ríkisins. Þessir þrír ríkisbankar kaupa útibúanet bankanna hér heima og taka yfir innlenda starfsemi þeirra fyrir sanngjarna upphæð. Ríkið rekur þessa banka í eitt til þrjú ár eða þar til um hægist og selur þá síðan. Við hverfum þannig tímabundið tíu ár aftur í tímann í bankamálum. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing og erlend starfsemi þeirra verða síðan að bjarga sér sjálf án frekari íhlutunar íslenska ríkisins.Þetta sýnis mér eigi að gera. Ég er með tilgátu um hvað þessir nýju bankar ættu að heita. Íslenski hluti Glitnis ætti að heita Íslandsbanki eins og hann hét hér til skamms tíma. Íslenski hluti Landsbankanns ætti að heita Landsbanki Íslands. Eina sem ég er ekki með nafnið á er hvað íslenski hluti Kaupþings ætti að heita. Enda er ekki líklegt að Kaupþing lendi í slíkri uppstokkun eins og málin standa í dag. Sjálfsagt er samt skynsamlegt fyrir bankann og eigendur hans að stofna einnig sérstakt hlutafélag um íslenska hluta starfseminnar og dreifa þannig áhættunni.
Verður að lögum í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.10.2008 kl. 11:53 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er möguleiki, en ég held að Kaupþing sé að reyna að selja allt erlendis til að gera sig að meira Íslenskum banka og halda því eftir sem þeir vilja, Landsbankinn var að styrkja sig með sömu aðferð. Erlendar eignir Glitnis verða eflaust seldar vonbráðar.
En hitt er alveg möguleiki. taka yfir íbúðarlán og viðskiptabankastarfsemi og þá geta þeir haldið eftir fjárfestingabankastarfseminni og þessu erlenda.
En að taka yfir íbúðarlán hjálpar mjög mikið, ef íbúðarlánasjóður fær skuldir fólksins og kaupir þær fyrir reiðufé þá eiga bankarnir meira í eiginfé.
Ég óttast bara að ef ríkið yfirtekur viðskiptabanka hlutann þá munu þeir halda úti allt of mikið af útibúum, enda eru 90% reikninga greiddir í heimabanka núna. En annað mál er að þá verða okkur boðin samgjarnari kjör á viðskiptum og betri ráðleggingar. En er ástæða til að einkavæða þessa banka aftur, ef einhver vill opna banka þarf hann ekkert að fá útibúinn bara búa til netbanka.
Þetta verður fróðlegt, en það er ljóst að það þarf að hafa þessar deildir aðskildar, viðskiptabanki, fjárfestingabanki og erlend dótturfélög.
Johnny Bravo, 6.10.2008 kl. 23:29
Nú er maður bara að reyna að ráð í þau orð sem hafa fallið í dag og kvöld. Að slá "skjaldborg" um Íslandi o.s.frv. Menn hljóta að ætla að einangra starfsemina hér heima frá annarri starfsemi bankanna.
Mér finnst ótrúlegt að áformin skuli ekki hafa verið kynnt í dag. Kannski er ástandið bara svona vakurt. Ég trúi því samt ekki að ekki sé hægt að upplýsa um megni atriðið þess sem til stendur að gera.
Eins er þyngra en tárum taki ef við missum einhvern af þessum glæsilegu bönkum og endum með innlenda útibúanet þeirra í höndum ríkisins.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 23:49