Kostnaður við krónuna óbærilegur

Núverandi fyrirkomulag gengismála er algjörlega óviðunandi. Alþjóðlega fjármálakreppan magnast upp og marfaldast hér á landi með því að við þurfum líka að glíma við 50% fall krónunnar. Fé okkar, fasteignir og kaupmáttur brenna upp með hruni krónunnar. Eignir okkar standa í björtu báli. Veð banka í fasteignum hér á landi rýrna gríðarlega. Kostnaður okkar af því að  reka þennan sjálfstæða gjaldmiðil okkar er farinn að kosta okkur allt allt of mikið. Fyrirséð er áframhaldandi fall hennar. Ástandið á bara eftir að versna. 

Það er bara ein leið út úr þessu. Fyrsta verk þingsins á að vera að breyta lögum um Seðlabankann og hætta með þetta fljótandi gengi og þessi verðbólgumarkmið. Taka á upp fastgengisstefnu og festa á gengið til næstu ára í einhverri eðlilegri tölu. Í framhaldi á að tilkynna að innan fjögurra ára sé stefnt að inngöngu í Evrópusambandið og upptöku Evru. Þá verði búið að uppfylla skilyrðin um inngöngu í myntbandalagið. Þetta á að vera verkefni þingsins þessa fyrstu viku þess. Þetta hvorutveggja á að klára fyrir helgi. Látum síðan kjósa um aðildina þegar samningur liggur fyrir og þegar allt er orðið rólegt og eðlilegt aftur. Þjóðin ræður þá hvort hún vill inn eða ekki. 

Það verður að stöðva þetta hrun krónunnar og það verður ekki gert nema inngripi eins og þessu.


mbl.is Krónan á enn eftir að veikjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

100% sammála!

Friðrik Ásmundsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 13:26

2 identicon

Getur þú sagt mér hvernig framkvæmdin er á því að fara frá fljótandi gengi yfir í fastgengi er???

www3.hi.is/~gylfason/fixflex.ppt

Hérna er Power Point um hverjir kostir og gallar eru, fljótandi vs fast.

Hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:36

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Við vorum til skamms tíma með fastgengisstefnu og breyttum úr henni yfir í fljótandi gengi og verðbólgumarkmið með þekktum afleiðingum. Að breyta til fyrra horfs hlýtur að vera vel mögulegt.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 14:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband