Mánudagur, 29. september 2008
Mörg glæsilegustu fyrirtæki Íslendinga og Dana undir
Fall Glitnis er mikið áfall. Greiðslustöðvun Stoða hf. er ekki minna áfall. Jón Ásgeir lagði nýverið inn í FL Group miklar eignir og breytti nafni FL Group í Stoðir hf. Stoðir hf. eiga aftur í nokkrum af stærstu fyrirtækjum Danmerkur, þar á meðal í einu stærsta fasteignafélagi Danmerkur, Landic Properties. Í eignasafni Stoða hf. er m.a. Baugur og öll helstu flaggskip þeirra Bónusfeðga.
Með þessari beiðni um greiðslustöðvun er í raun forræði yfir Stoðum hf. og þar með þessum félögum komið í hendur manns sem Héraðsdómur Reykjavíkur skipar. Nái eigendur Stoða ehf. ekki að vinna vel úr sínum málum á þeim tíma sem þeim er nú gefinn með greiðslustöðvuninni þá fara Stoðir hf. í gjaldþrot.
Eftir sex ára baráttu þeirra feðga við íslenska réttarkerfið sem þeir komast frá með sýknudómum í 99% tilfella, endar þá barátta þeirra við íslensk yfirvöld með því að Seðlabankinn og ríkið kaupa 75% af hlutafé Glitnis á gengi sem er langt undir eðlilegu virði bankans og hirða þar með til sín eitt glæsilegasta félagið í eigu þeirra feðga. Með Glitnir fallin þá hlýtur að hrikta víða í Stoðum. Riðar veldi þeirra feðga? Ég vona að svo sé ekki. Ég óska þeim og þeirra meðeigendum alls hins besta og vona að þeim takist að takmarka tjónið sem mest af falli Glitnis.
Danir hafa áhyggjur af Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook