Er þetta vendipunktur fjármálakreppunnar

Það er vonandi að yfirtaka bandarísku Alríkisstjórnarinnar á þessum tveim stærstu fasteignalánasjóðum þar í landi í síðustu viku marki endalok lausafjárkreppunnar. Þessi svokallaða lausafjárkreppa á upptök sín í Bandaríkjunum í fasteignalánum sem bankar þar í landi veittu gríðarlegum fjölda fólks, fólki sem þessir bankar vissu eða hefðu átt að vita að gæti aldrei staðið í skilum með afborganir af þessum lánum.  

Skuggi ótrúverðugleika hefur í  framhaldinu fallið á öll bandarísk fasteignabréf og þar á eftir á allar bankastofnanir sem eiga slíka bréf eða talið er að eigi slík bréf. Með þessum aðgerðum Alríkisstjórnarinnar er verið að taka á vandanum þar sem hann varð til. Með þessum aðgerðum er verið að reyna með mikilli alvöru að stöðva miklar afskriftir á bandarískum fasteignalánum.  

Ef alþjóðlegar fjármálastofnanir hætta að tapa gríðarlegum fjárhæðum á bandarískum fasteignabréfum þá jafnar fjármálastarfsemi heimsins sig fljótt og færist í eðlilegt horf.


mbl.is Markaðir á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband