Blessuð gróðurhúsaáhrifin.

Niðurstaða skýrslu um lofslagsbreytingar á landbúnað er sú sama og bændur hér á landi höfðu komist að fyrir löngu. “Blessuð gróðurhúsaáhrifin” hafa margir bændur kallað hlýnunina sem nú á sér stað. Hlýni enn frekar hér á landi á næstu árum og áratugum þá munu búsetuskilyrði hér á landi batna enn frekar. Fyrir okkur sem ekki lifum beint á landsins gæðum þýðir þetta meiri lífsgæði. Allir golfararnir, hestamennirnir, útivistarfólkið og almenningur allur mun njóta þessara breytinga í hærri lofthiti og fleiri sólardögum. Hlýnandi veður nýtist öllum sem byggja þessa eyju. Lífsgæði munu aukast með hlýnandi veðurfari. 

Það er hins vegar ekki allstaðar sem þessari hlýnun verður tekið jafn fagnandi og hér. Það er því mikið í húfi að við Íslendingar tryggjum okkar fjárhagslega sjálfstæði í þeim breytingum sem fyrirséð er að verði á komandi áratugum. Það gerum við best með því að nýta okkar vistvænu orkulindir, þjóðinni til hagsbóta og til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis annar staðar í heiminum. Það sem framleitt er með rafmagni úr Þjórsá er þá ekki framleitt annar staðar með rafmagni gert úr kolum. Þess vegna eigum við að nýta öll þau tækifæri sem nú bjóðast og byggja allar þær virkjanir sem okkur stendur til boða að byggja.  

Ef við nýtum þá möguleika sem okkur bjóðast nú til sölu á raforku þá verður staða okkar eftir örfá ár sú að vöruskiptajöfnuður Íslands við útlönd verður hagstæður áratugum saman. Það fjárhagslega sjálfstæði og þeir möguleikar sem það skapar okkur sem þjóð að vera alltaf með hagstæðan vöruskiptajöfnuð við útlönd er algjörlega ómetanlegt.


mbl.is Áhrif hlýnunar jákvæð á gróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ef við virkjum allt núna höfum við ekkert að selja þegar orkukreppan skellur á erlendis. Þar fyrir utan, ef hitastigið hækkar mikið hverfa jöklarnir og ekkert verður eftir til að virkja. Nema kannski Sogið...

Villi Asgeirsson, 6.8.2008 kl. 20:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband