Á að þjóðnýta bankana.

Þessi staða íslensku bankana er í raun hræðileg. Ekki bætir úr skák ef forsætisráðherra og menntamálaráðherra sem staðgengill hans ætla að venja sig á að svara gagnrýni erlendra og innlendra sérfræðinga og blaðamanna á þann hátt sem gert hefur verið.

Það ætti öllum að vera það ljóst að íslensku bankarnir eru í miklum vandræðum. Skuldatryggingarálagið er komið yfir 10% og lítil batamerki eru á erlendum lánamörkuðum. Hvað gerist hér á næstu 6 til 12 mánuðum verði ekki gripið til róttækra aðgerða til að efla trú erlendra og innlendra fjárfesta á Íslandi? Fyrirtækin og almenningur á gríðarlega mikið undir að vel gangi hjá bönkunum. Þetta eru því mjög slæmar fréttir.

Erlendir sérfræðingar halda því fram að það eigi ekkert að gera því ríkið ætli sér að ná bönkunum aftur undir sig og þjóðnýta þá. Gríðarlegt vald færist þá aftur í hendur stjórnmálamanna sem þá munu aftur taka sín fyrri sæti í Landsbankanum, Búnaðarbankanum og Útvegsbankanum. Er það planið? 

Ætlar ríkisstjórnin að sölsa undir sig það vald sem fylgir fjármagni bankana og þingmenn voru búnir að láta af hendi. Á að nota tækifærið nú og láta bankana og þar með fyrirtækin í landinu keyra í strand og í framhaldi af því þjóðnýta bankana. Á síðan að stokka upp íslenskt atvinnulíf og munu það þá verða þingmenn sem ákveða hvaða fyrirtæki í landinu lifa og hver munu deyja.

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins harðneita að ræða af einhverri skynsemi þá einu leið sem hægt er að fara, þ.e. að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Ljóst er að "íslenska tilraunin" með seðlabankann við stýrið og verðbólgumarkmiðin fyrir Stafni er gjaldþrota leið. Það þarf alvöru lausnir núna. Tími "efnahagstilrauna" er liðin. Ég vil sjá alvöru lausnir sem duga og halda. Ég vil ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna.

 


mbl.is Skuldatryggingarálag yfir þúsund punktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband