Fingraför og fótspor ESB eru yfir allar þessar kosningar í Moldóvu

Það setur að mér hroll þegar ég hugsa til þess að bráðlega fer ESB að stýra og stjórna væntanlegum kosningum á Íslandi um aðild okkar að ESB. Verður þá líka öllum gildum lýðræðisins sturtað niður um klósettið eins og gert var í Moldóvu í gær?

IMG_6011Hún er meira en dálítið sérstök þessi fyrirsögn hjá MBL í ljósi þess að þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum öll “heima atkvæðin”, áður en utankjörfundar atkvæðin frá löndum ESB voru talin með, þá var stjórnin fallin og stjórnarandstaðan með meirihluta til að mynda nýja stjórn, stjórn sem hefði hafnað inngöngu landsins í ESB. Þegar öll utankjörfundar atkvæðin höfðu verið talin þá hangir stjórnin á naumum meirihluta.

Þar fyrir utan eru þessar kosningar mjög undarlegar. Má þar nefna:

- Tveim stjórnarandstöðu flokkum var bannað að bjóða fram nokkrum dögum áður en kjörstaðir opnuðu
- Nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar fangelsaðir
- Brúm lokað á kjördag til að hindra aðgang kjósenda að kjörstöðum og þar sem vitað var að stjórnarandstaðan er sterk meðal kjósenda þar voru fáir kjörstaðir og þeim lokað á kjördag kl 18 þó þar væru langar biðraðir
- Aðeins voru send 10.000 utankjörfundar atkvæðaseðlar til Rússlands þó þar búi um hálf milljón Moldóvar. Þar voru bara opnaðir nokkrir kjörstaðir og alls voru sögð hafa komið þaðan 4.100 atkvæði þrátt fyrir langar biðraðir kjósenda sem gátu síðan ekki kosið. Hundruðir kjörstaða voru opaðir í Evrópu. 

Nei, stjórnin vann ekki þessar kosningar með yfirburðum, hún vann þær með naumum meirihluta vegna kerfisbundinna aðgerða til að koma í veg fyrir að stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar gætu kosið með eðlilegum hætti.

Eftir situr klofin þjóð þar sem meirihluti þeirra sem búa í Moldóvu horfa upp á að kosningum þeirra var stolið, kosningum þar sem Molvóvar búsettir í Evrópu réðu úrslitum og settu yfir þá stjórn sem meirihluti heimamanna hafði hafnað. Ömurlegt verður það hlutskipti meirihlutans að spila úr þessum spilum þó svo glasaglaumur berist í sífellu frá Brussel til þessa fátæka lands. Þar er öllum sama þó þessi staflausa stjórn haldi áfram að gera ekki neitt næstu 4 árin nema sinn þörfum Brusels. 

 

 


mbl.is Moldóvar kusu „evrópska framtíð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband