Aðeins íbúakosning getur bjargað Grafarvoginum frá "eyðileggingu"

Eina leiðin til að stöðva áform núverandi meirihluta í borginni, sem ætlar sér að "eyðileggja" Grafarvoginn, eina leiðin er að krefjast þess að málið fari í íbúakosning, sjá hér

Núverandi meirihluti vill gera óafturkræfar breytingar á Grafarvoginum með því að byggja á öllum opnu grænu svæðunum inni í þessum fullbyggðu og grónum hverfum. Þar á að byggja fjölda íbúða í anda annarra "þéttingareita" og að sjálfsögðu án bílastæða.  Eina leiðin til að stöðva þetta fólk og koma í veg fyrir væntanlegt skemmdarverk á Grafarvoginum er að óska eftir að þessar ákvarðanir um þessa þéttingarreiti inni í hverfunum, er að þessar ákvarðanir fari í íbúakosningu.

Þetta gerðu Þorlákshafnarbúar þegar þeir stöðvuðu áform bæjarstjórnar Ölfus að sett yrði upp malarvinnsla Heidelbergs í bænum. Hafnfirðingar gerðu það sama þegar þeir stöðvuðu áform um stækkun álversins í Straumsvík. 

Nú er komið að okkur Grafarvogsbúum / Reykvíkingum að stöðva meirihlutann í Reykjavík í þessu máli með íbúakosningu og þar með bjarga Grafarvoginum frá eyðileggingu. 

 

Hér er 108 grein Sveitarstjórnarlaga:

108. gr. Frumkvæði íbúa sveitarfélags.

   Ef minnst 10% af þeim sem kosningarrétt eiga í sveitarfélagi óska borgarafundar skv. 105. gr. skal sveitarstjórn verða við því svo fljótt sem unnt er. Um framkvæmd borgarafundar fer eftir ákvæði 105. gr.

Ef minnst 20% af þeim sem kosningarrétt eiga í sveitarfélagi óska almennrar atkvæðagreiðslu [meðal allra íbúa sveitarfélagsins] 1) skv. 107. gr. skal sveitarstjórn verða við því eigi síðar en innan árs frá því að slík ósk berst. Sveitarstjórn er heimilt að ákveða hærra hlutfall í samþykkt um stjórn sveitarfélags en þó aldrei hærra en þriðjung þeirra sem kosningarrétt eiga í sveitarfélagi. Sveitarstjórnin á ákvörðunarvald um framkvæmd viðkomandi viðburðar og þá spurningu sem borin verður upp sé um að ræða almenna atkvæðagreiðslu meðal íbúa sveitarfélagsins. Um framkvæmd almennrar atkvæðagreiðslu meðal íbúa sveitarfélags fer eftir ákvæði 107. gr.

Almennrar atkvæðagreiðslu skv. 107. gr. verður ekki krafist um efni fjárhagsáætlunar skv. 62. gr. og viðauka skv. 63. gr., um tekjustofna sveitarfélaga eða álagningu annarra lögheimilla gjalda, um ráðningu í störf hjá sveitarfélagi, um laun og önnur starfskjör sveitarstjórnarmanna eða starfsmanna sveitarfélags eða tillögu sem gengur gegn lögum eða mundi leiða til þess að lagaskyldu yrði ekki fullnægt af hálfu sveitarfélagsins.

Ráðuneytið skal í reglugerð 2) mæla nánar fyrir um það hvernig staðið verður að söfnun undirskrifta eða annarrar staðfestingar á ósk íbúa [skv. 1. og 2. mgr.] 3) Þar má m.a. kveða á um að undirskriftir skuli lagðar fram á sérstöku eyðublaði sem ráðuneytið eða viðkomandi sveitarfélag lætur gera eða að staðfesting skuli lögð fram rafrænt á nánar tiltekinn hátt. Sé mælt fyrir um rafræna staðfestingu skal þó ávallt jafnframt gefinn kostur á að undirskriftir verði lagðar fram skriflega á þar til gerðum eyðublöðum. Við mat á því hvort tilskilinn fjöldi hafi lagt fram ósk skv. 1. mgr. skal miðað við þá einstaklinga [sem hafa kosningarrétt við kosningar til sveitarstjórna] 4) á þeim degi sem söfnun undirskrifta og/eða staðfestinga lýkur samkvæmt [kjörskrá] 5) sem Þjóðskrá Íslands lætur sveitarfélagi í té.

 

 


mbl.is Áforma þéttingu með félagslegum íbúðum í Grafarvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband