Lækka á CO2 losunartölur Íslands um 67%

Allar rannsóknir þessa heims sýna að gróðurlendið á Íslandi, tún og bithagar, eru að binda CO2 í verulegu magni í jarðvegi. Það er því rangt sem Loftlagsráðuneytið heldur fram í loftlagsbókhaldi Íslands að „landnotkun“ sé að losa um 8 milljónir tonna af CO2 ígildum á ári.

Lækka á losunartölur Íslands um 67%

Mótekja 1924Ef við látum gervigreindar forrit eins og ChatGPT og fleiri leita í öllum helstu vísindagreinum og PDF skjölum þessa heim og spyrjum hvort tún og bithagar eru að binda CO2 í jarðvegi á okkar breiddargráðu, 62-67°N, þá upplýsir gervigreindin að tún og bithagar á þessum breiddargráðum, hringinn í kring um hnöttinn, eru að binda verulegt magn af CO2 í jarðvegi.

Gróðurlendi á Íslandi er nær allt nýtt sem tún eða bithagar nema þessi skógræktarsvæði sem hér eru, en skógræktin er líka að binda CO2 í jarðvegi. Engin losun á sér stað frá túnum eða bithögum á 62-67°N. Binding CO2 í jarðvegi er það sem þar er í gangi og hefur verið í gangi síðustu árþúsundir. Sjá nánar grein hér á blogginu frá 14 nóv 2024.

Íslenska loftlagsbókhaldið er því rangt og trúlega vísvitandi falsað til að ginna Íslendinga til að sóa skattfé í verkefni á sviði loftlagsmála.

Alls er ísland sagt losa, árið 2022, í heild um 12,3 milljónir tonna af CO2 ígildum á ári, þar af er losun frá "landnotkun" sagt vera um 8 milljónir tonna. Ef loftlagsbókhaldið er leiðrétt til samræmis við þær upplýsingarnar sem gervigreindin færir okkur, þá erum við Íslendingar að losa um 4 milljónir tonna af CO2 ígildum á ári, ekki um 12 milljónir tonna. Losunin minnkar um 2/3.

Íslenskur landbúnaður er kolefnishlutlaus

Íslenskur landbúnaður er að losa 0,6-0,7 milljónir tonna af CO2 ígildum á ári. Í grein hér á blogginu frá 12 jan 2025, er sýnt fram á að miðað við það magn af CO2 sem tún og bithagar eru að binda í jarðvegi þá er Íslenskur landbúnaður kolefnishlutlaus. 

Lýsa á Ísland kolefnishlutlaust í ár, 2025

Ef við leiðréttum loftlagsbókhaldið og lækkum áætlaða losun Íslands um 2/3, losun sem áætluð er frá „landnotkun“, losun sem sannarlega er ekki til staðar, þá er árleg losun Íslands um 4 milljónir tonna á ári. Eins og fram kemur í greininni frá 12 jan 2025 þá eru tún og bithagar á Íslandi af binda um 0,5-18,4 milljónir tonna á ári. Raunveruleikinn liggur einhvers staða nálægt miðgildi þessara talna. Væntanlega eru tún og bithagar að binda milli 6 til 12 milljón tonn af CO2 í jörðu á ári hér á landi. Þetta þýðir að Ísland er kolefnishlutlaust land, við bindum árlega meira CO2 í jarðvegi en við losum. Þessu ber að fagna og Ísland á að lýsa landið kolefnishlutlaust í ár, 2025 og í framhaldi um ókomin ár.

 

Myndir sýnir mótekju í Laugardal 1924 en mó er að finna um land allt í mýrum og móum. Mórinn var notaður sem eldiviður hér á landi frá landnámi. Íslendingar borðuðu alltaf soðinn mat enda ofgnótt af mó allstaðar. Aðeins þarf að fletta gróðurþekjunni af til að komast í moldina þar undir sem er svo full af kolefni, sem gróður hefur bundið í moldinni, að aðeins þarf að þurrka þessa mold og þá er hægt að kveikja í henni og nota sem eldivið. Þetta eldsneyti heitir mór og var undirstaða búsetu hér á landi. Þetta ferli, að tún og bithagar bindi CO2 í jarðvegi og myndi mó sem hægt er að nota sem eldivið, það ferli heldur áfram næstu þúsundir ára eins og það hefur gert síðustu þúsundir ára, þó svo pólitískur rétttrúnaður í loftlagsráðuneytinu þessi árin telji að þetta gróðurlendi sé að losa kolefni úr jarðvegi. Og það er ekkert nýtt í umræðu um loftlagsmál, að öllu er snúið á hvolf. 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband