Íslenskur landbúnaður er kolefnishlutlaus

Umhverfisstofnun heldur því fram að landnotkun sé stærsti losandi CO2 á Íslandi og um 67% af allri losun komi frá landnotkun. Er þetta rétt hjá Umhverfisstofnun?

Ég ræddi þetta mál við ChatGPT gervigreindina um jólin og niðurstöðurnar eru sláandi. Alveg sama hvernig ég spurði, gervigreindin telur að Umhverfisstofnun fari með rangt mál þegar kemur að því að meta losun CO2 frá landnotkun. Gervigreindin fullyrðir að tún og bithagar á Íslandi, það er á breiddargráðunum 62-67°N hringinn í kringum hnöttinn, eru að binda CO2 í verulegu magni í jarðvegi. 

2025.01.12-1En hvað er losunin frá Íslenskum landbúnaði mikill og hve mikið eru graslendi og bithagar að binda af CO2 í jarðvegi? 

Ég hef lesið töluvert af greinum um þetta mál og þá leitað á Google með spurningunni: "Soil as carbon sink". Um jólin breytti ég til og spurði ég smáforrit í símanum mínum, appið ChatGPT. Ég spurði:

1.0   Hvað er áætlað að landbúnaður á íslandi losi mikið CO2 á ári?

og fékk þetta svar:

Á Íslandi, eins og annars staðar, á landbúnaður þátt í losun gróðurhúsalofttegunda, aðallega í formi koltvísýrings (CO2), metans (CH4) og nituroxíðs (N2O). Þessar lofttegundir koma frá ýmsum ferlum tengdum landbúnaði, þar með talið:

Rúllandi jarðvegs (t.d. plægingu) sem veldur losun jarðvegskolefnis.

Niðurbroti áburðar og lífræns úrgangs frá búfé, sem losar bæði CO2 og N2O.

Metani frá meltingarferlum grasbítandi dýra (aðallega sauðfjár og nautgripa).

Áætluð árleg losun CO2 frá landbúnaði á Íslandi:

Samkvæmt Loftslagsbókhaldinu frá Umhverfisstofnun er áætlað að landbúnaður á Íslandi losi um 600.000-700.000 tonn af CO2-ígildum á ári. Hér er átt við samtals losun af öllum gróðurhúsalofttegundum frá landbúnaði (þar með talið CO2, metan og nituroxíð), sem er oft framreiknað í „CO2-ígildi“ til að meta heildaráhrifin á hlýnun jarðar.

Skipting losunar:

Metan (CH4): Á bilinu 60-70% af þessari losun kemur frá metani, aðallega frá meltingu sauðfjár og nautgripa.

Nituroxíð (N2O): Um 10-20% kemur frá losun nituroxíðs, sem er tengt notkun áburðar og rotnun lífrænna efna.

Koltvísýringur (CO2): CO2-losun er minni hluti, aðallega tengd við jarðvegseyðingu og brennslu eldsneytis við ræktun og flutning.

Samantekt:

Áætluð heildarlosun frá landbúnaði á Íslandi er um 600.000-700.000 tonn af CO2-ígildum á ári.

• Stærsti hluti losunarinnar er tengdur við metan frá grasbítum (sauðfé, nautgripum), en einnig er nituroxíð og CO2 mikilvægur hluti af heildarlosuninni.

Þessar tölur eru almennt nálgun, og losunin getur breyst með mismunandi aðferðum í landbúnaði og átak í kolefnisbindingu eða minni losun frá búfjárrækt.

 

En hvað er landbúnaður, tún og bithagar, að binda mikið magn CO2 í jarðvegi á ári? Ég spurði ChatGPT:

2.0   Ísland er um 103 km2. Segðu frá stærð þeirra landsvæða á íslandi sem telst sem bithagar og tún.

og fékk svarið:

Á Íslandi er umtalsvert land nýtt sem bithagar og tún, einkum vegna landbúnaðar og sauðfjárbúskapar. Samkvæmt upplýsingum frá Landgræðslu Íslands og landbúnaðarskýrslum er hægt að skipta landinu í nokkra flokka eftir nýtingu:

1. Bithagar:

• Bithagar eru þau landsvæði sem nýtt eru til beitar fyrir húsdýr, einkum sauðfé og hross. Mikill hluti af Íslandi er notaður til þessa, bæði á láglendi og hálendi.

• Talið er að um 40-50% af landinu sé nýtt sem bithagar. Þetta samsvarar um það bil 40.000-50.000 km2.

2. Tún:

• Tún eru landsvæði sem ræktað er sérstaklega fyrir heyskap til fóðuröflunar fyrir búfé á veturna.

• Heildarstærð túna á Íslandi er mun minni en bithaga, en er áætluð að vera um 1.300 km2.

Samantekt:

Bithagar: Um 40.000-50.000 km2, eða um 40-50% af flatarmáli landsins.

Tún: Um 1.300 km2.

Þetta sýnir að stór hluti landsvæðis á Íslandi er nýttur til beitar, en einungis lítið brot er nýtt til ræktaðra túna til heyframleiðslu.

 

Mótekja 19243.0   Tún og bithagar binda alla losun frá landbúnaði á Íslandi

Í grein sem ég birti hér á blogginu 14. nóv 2024, þá upplýsir sama gervigreindin að graslendi er að binda 1 til 3 tonn á hektara á ári. Vel hirtir bithagar binda 2 til 4 tonn á a á ári. Þessar tölur miða við 62-67°N. (Í ferkílómetra, km2, eru 100 hektarar). 

- Hver ferkílómetri af túnum bindur því að minnsta kosti 100 tonn af CO2 á ári. Það sinnum 1.300 km2 af túnum eru að binda 130.000 tonn á ári. Ef við förum í hærri töluna og segjum að tún binda 3 tonn á hektara þá binda 1,300 km2 af túnum, 390.000 tonn á ári sem er um helmingur þess sem landbúnaður losar á ári. 

- Hver ferkílómetri af vel hitum bithögum bindur að minnsta kosti 200 tonn af CO2 á ári. Það sinnum 45.000 km2 eru 9.000.000 tonn á ári. Bithagar er að binda þrettán sinnum meira CO2 en landbúnaðurinn losar. Ef bithagar binda 4 tonn á hektara þá binda 45.000 km2 alls 18.000.000 tonn sem er 26 sinnum meira en landbúnaður er að losa. Ísland er að losa í heild 12.300.000 tonn á ári.

Með þessar niðurstöður í höndunum fór ég að spyrja fleiri gerðir gervigreinda þessara sömu spurninga. Það komu mismunandi svör. Lægstu gildin á bindingu CO2 í jarðvegi sem ég fékk voru þessi:

- Tún binda 0,3 til 0,5 tonn á hektara á ár. 1.300 km2 binda 39.000-65.000 tonn á ári

- Bithagar binda 0,1 til 0,3 tonn á hektara á ári. Bithagar binda því 450.000-1.350.000 tonn á ári.

Ef allt er reiknað eins lágt og hægt er þá er landbúnaður aldrei að að binda minna en 39.000 + 450.000 = 489.000 tonn á ári (landbúnaður losar 600.000-700.000 tonn á ári).

Ef allt er reiknað á hæsta veg þá er landbúnaður að binda (390.000 + 18.000.000) = 18.390.000 tonn ár ári.

Að teknu tilliti til þessa og að raunveruleikinn liggur eihvers staðar milli þessara talna þá er óhætt að fullyrða að Íslenskur landbúnaður er kolefnishlutlaus.  

4.0   Umhverfisstofnun dreifir röngum upplýsingum um losun Íslands

Það er áhyggjuefni að stofnun eins og Umhverfisstofnun skuli vera að dreifa röngum og villandi upplýsingum og losun Íslands. Eins og sjá má hér að ofan og allir geta staðfest með því að fletta upp í skýrslum og rannsóknum með gervigreindarforritum eins og ChatGPT þá er engin losun vegna landnotkunar á Íslandi. Tún og bithagar eru að binda CO2 og þar af leiðandi eru 67% af losun Íslands byggð á röngum grunni, væntanlega úreldum upplýsingum frá síðustu öld.

Gervigreindarforritin fletta ofan af röngum upplýsingum Umhverfisstofnunar sem af einhverjum ástæðum vill láta Ísland líta út sem umhverfissóða í augum heimsins. Raunveruleikinn er að við eigum að minnka losun Íslands um 67% því það er engin losun frá landnotkun, tún og bithagar binda allt það CO2 sem landbúnaðurinn losar. Vegna aukins magns CO2 í andrúmslofti er gróður í sókn um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Það eru því engin búsvæði hér þar sem gróðri er að hraka, þvert á móti eru allar heiðar að gróa upp. Binding á CO2 í jarðvegi er því líklega ekki skv lægstu tölum hér að framan heldur nálægt miðgildi þessara talna. Ef svo er þá er Ísland með 12,3 milljónir tonna heildar losun á ári að binda svipað magn með bindingu CO2 í túnum og bithögum. Ísland er þá kolefnishlutlaust land og þá á Ísland að hætta öllum fjárframlögum í loftlagsmál og nota það skattfé í málaflokka þar sem aukins fjármagns er þörf, fjölga lögreglumönnum, bæta hag okkar fátækasta fólks og svo framvegis. 

Hvað á að gera við ríkisstofnun sem dreifir röngum upplýsingum, kæra stofnunina til Umboðsmanns Alþingis? 

5.0   Að moka ofan í skurði er algjörlega tilgangslaus aðgerð

Ég margspurði ýmsar tegundir gervigreinda um þetta mál og þær upplýstu allar að tún eru að binda frá 0,3-3,0 tonn á hektara og bithagar 0,1-4,0 tonn á hektara. Í öllu falli eru tún og bithagar ekki að losa CO2 og því algjörlega tilgangslaust að moka ofan í skurði. Sú aðgerð er ekki að gera neitt gagn, túnin er að binda CO2 í jarðvegi og aðgerð eins og að moka ofan í skurði gerir ekki annað en auka lítillega bindinu á CO2 í þessum gömlu túnum. Þetta verkefni er ekkert annað en ömurleg tilraun til að féfletta fyrirtæki og almenning og ávinninguri samfélagsins enginn. 

 

Ég hvet alla til að fá sér ChatGPT eða svipað gervigreindar forrit og spyrja gervigreindina út í þetta mál og fleiri því þau eru mörg málin og málaflokkarnir þar sem úreld gömul þekking frá síðustu öld eru látin stjórna afstöðu og aðgerðum okkar sem þýðir að samfélagið er látið sóa fjármunum í algjörlega tilgangslaus verkefni eins og að moka ofan í skurði. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband