Mánudagur, 11. nóvember 2024
Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
Hugmyndir stjórnmálamanna að banna bensín- og díselbíla er aðför að frelsi og lífsgæðum og afhjúpar fyrirlitningu þessar stjórnmálamanna á einstaklingnum og því sem hann vill. Í staðinn er það ríkið sem á að ráða og segja öllum hvernig þeir eiga að sitja og standa og lifa lífinu. Ef þetta er ekki fasismi þá veit ég ekki hvað fasimsi er.
Stækka og breyta þarf öllu rafkerfi í bæjum landsins
Til að ná því markmiði að allir aki um á rafbílum þarf að stækka og breyta í þriggja fasa rafmagn í rafmagnstöflum í flestum húsum í landinu, stækka og breyta öllum rafmagns-götuskápum og leggja nýja stærri og öflugari rafmagns kapla í götur í öllum bæjum landsins. Þetta kostar væntanlega hundruð milljarða, kostnaður sem mun leggjast á einstaklina og fyrirtæki þessa lands. Og til hvers, hvað fáum við fyrir það og hvað tekur það okkur marga áratugi að borga niður þessa fjárfestingu með mismun á rekstri þessara bíla?
Kolefnissporið á líftíma bílanna svipað
Mikið kolefnisspor myndast við framleiðslu rafbíla og sýna rannsóknir að kolefnisspor rafbíla og bensín / díselbíla er svipað þegar þeim síðastnefndu hefur verið ekið 150.000 til 200.000 km. Það er því ekki eftir miklu að slægjast að neyða alla á rafbíla, horft til þess kolefnisspors sem þessir bílar skilja eftir sig á líftíma sínum, það er svipað.
Sviður svifryksmengun frá rafbílum
Rafbílar eru að jafnaði þriðjungi þyngri en bensín og dísel bílar. Rafbílar aka um með rafhlöður sem vega um og yfir hálft tonn og eru sem þessu nemur þyngri en aðrir sambærilegar bílar. Þessi aukna þyngd veldur auknu sliti á dekkjum og bremsuborðum en þetta er helsta uppspretta svifryks á umferðargötum, ryk frá dekkjum og bremsuborðum. Rafbílar bremsa með rafmótorum sínum og nota bremsuborða 50% minna en hefðbundnir bílar en vegna þyngdar sinnar þá mynda þeir 15-25% meira svifryk.
Endingartími rafbíla skemmri
Endingartíma rafbíla er mjög takmarkaður. Einn lítill árekstur og rafhlaðan komin úr ábyrgð og bíllinn verðlaus / óseljanlegur. Venjulegir bensín og díselbílar endast auðveldlega í 20-30 ár og endursöluverð þeirra endurspeglar þann líftíma. Rafhlaða rafbíla endist í 7-10 ár og það er enginn að fara að setja nýju rafhlöðu í gamlan rafbíl, rafhlöðu sem kostar helming til þriðjung af verði á nýjum bíl. Endursöluverð þessara rafbíla endurspeglar þennan stutta líftíma enda eru rafbílar hættir að seljast í dag því flestir farnir að gera sér grein fyrir hvað það er léleg fjárfesting að kaupa rafbíl.
Fíknin að stjórna með boðum og bönnum
Þeir stjórnmálamenn sem vilja stjórna með boðum og bönnum og neyða samfélag sitt að fara úr margreyndri bílatækni sem þróast hefur á síðustu einni og hálfri öld yfir í glænýja bílatækni sem engin reynsla er komin á, þeir stjórnmálamenn vilja þjóð sinni ekki vel. Dapurt að sjá stjórnmálaflokka hoppa á þennan vagn fávisku og valdhroka með því að ætla sér að stýra og stjórna með slíkum boðum og bönnum.
Ég skora á skynsamt fólk að henda þessum glórulausu hugmyndum út úr stefnuskrám sinna flokka.
Óraunhæft að fara í svona bann á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2025 kl. 15:05 | Facebook