Þriðjudagur, 20. október 2020
Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
Komum við til með að upplifa auknar jarðhræringar og eldvirkni samhliða minnkandi virkni sólarinnar á næstu árum? Margar vísindagreinar sýna fram á slík tengsl. Öll stærstu eldgosin sem höfðu áhrif á veðurfar á jörðinni, þau áttu sér stað þegar sólvirkni var í lágmarki. Við erum að koma út úr 11 ára sólarsveiflu sem var sú veikast í 100 ár. NASA spáir því að sólarsveifla 25 sem hófst í ár og stendur næstu 11 árin verði sú veikasta í 200 ár. Þetta "Grand solar minimum" lýsir sér í mjög fáum sólblettum og segulsvið sólar er veikara en þegar sólvirkni er mikil.
Veikara segulsvið sólar veldur því að aukið magn geim geisla kemst inn í lofhjúpinn ásamt því að falla til jarðar. Aukið magn orkuríkustu geim geislanna kemst djúpt niður í iður jarðar og hitar upp kvikuna sem þar er. Þessu má líkja við það sem gerist í örbylgjuofnum. Það eru þessi áhrif sem talin eru að valdi aukinni eldvirkni á jörðinni, áhrif sem verða mest þegar sólarlágmörk ganga yfir eins og nú.
Ef þessi tilgáta er rétt og NASA spáir rétt til um að fram undan sé mesta sólarlágmark í 200 ár þá megum við Íslendingar búa okkur undir jarðskjálfta og eldgosa hrinu á komandi árum.
Myndin er af eldfjallinu Bromo á Jövu, Indonesíu
Stór eftirskjálfti hrinan heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.11.2024 kl. 09:29 | Facebook