Þriðjudagur, 28. maí 2019
En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
Það hefur ekkert hlýnað á jörðinni síðustu 20 ár samkvæmt mælingum veðurtungla Veðurstofu BNA, sjá nánar hér.
Þessar mælingar veðurtungla Veðurstofu BNA eru bestu og nákvæmustu hitastigsmælingar á lofthjúp jarðar sem völ er á. Þær mæla neðstu 8 km lofthjúpsins og hafa verið í gangi frá 1979. Þessar mælingar eru framkvæmdar með örbylgjum og hafa frá upphafi verið studdar hefðbundnum mælingum úr loftbelgjum sem sleppt er frá jörðu og mæla hitastig þessara sömu 8 km. Hundruðum loftbelgja hefur verið sleppt á hverju ári um allan heim til að staðfesta og stilla hitamælingar veðurtunglanna. Eftir 40 ára samfelldar mælingar 24/7 yfir allan hnöttinn hafa þessar veðurtunglamælingar verið fínstillar og betrumbættar þannig að þær passi sem best við mælingarnar úr þeim þúsunda loftbelgja sem mælt hafa hitastig lofthjúpsins jarðar á sama tíma og stað og veðurtunglin gera sínar mælingar. Það má leyfa sér að fullyrða að þessar mælingar sem unnar eru af Háskólanum í Huntsville í Alabama, UHA, er bestu hitamælingar á lofthjúp jarðar sem völ er á.
Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan þá hefur ekkert hlýnað frá aldamótum skv. þessum mælingum. Það varð hitatoppur á árunum 2015-2016 en nú kólnar hratt. El Nino var óvenju öflugur þessi ár en nú hefur La Nina tekið völdin og þessi hlýnun um allan heim sem El Nino olli er gengin til baka. Þetta eru veðurfyrirbrigði ættuð úr Kyrrahafinu. El Nino verður til þegar Kyrrahafið er heitt og hitar loftmassa á stóru svæði. Dæmið snýst svo við þegar La Nina hefur völdin, þá er Kyrrahafið að kæla loftmassann. Þegar El Nino og La Nina eru sterk þá hefur það áhrif á hitastig um allan heim. En þetta eru veðurfyrirbrigði sem vega hvort annað upp og eru ekki að valda langvarandi hlýnun eða kólnun.
Í umræðum um loftlagsmál þá er þessum mælingum frá UHA ekki haldið hátt á lofti hvorki hér á landi eða í Evrópu. Bandaríkjamenn eru hins vegar alveg klárir á þessu og það er kannski ein af ástæðum þess að þeir sögðu sig frá Parísarsamkomulaginu.
Þær hitastigsmælingar sem stjórna umræðunni um loftlagsmál eru mælingar sem gerðar eru á jörðu niðri í 2 m hæð. Mikið af þeim mælingum sýna annan veruleika en veðurtungalmælingar Veðurstofu BNA. Þar kemur þrennt til:
Í fyrsta lagi spanna þær lítinn hluta jarðarinnar. Myndin sýnir hvar mælistöðvar er að finna á jörðinni. 70% af yfirborði jarðar er haf. Þar eru engar mælistöðvar. Á stórum landsvæðum eru heldur engar mælistöðvar. Þær hitastigsmælingar sem í dag er verið að nota til að spá "hamfarahlýnun" eru að mæla hitastig á mjög takmörkuðum svæðum heimsins. Þessar hitastigsmælingar eru kannski að ná til 15-20% af yfirborði jarðarkringlunnar.
Í öðru lagi þá eru hús og tré að skapa skjól sem veldur því að lofthiti mælist hærri í þéttbýli en í dreifbýli. Upphituð hús, bílar og raftæki gefa frá sér hita. Þetta er kallað á ensku "Urban heat Island" eða "Þéttbýlis hitaáhrif". Myndin sýnir þróun hitastigs á Kanto í Japan þar sem eru borgirnar Tokyo og Yokohama annarsvegar og hins vegar mælingar frá dreifbýlinu þar í kring. Hitastigið í þéttbýlinu er að mælast hærra á síðustu áratugum en í dreifbýlinu. Þetta var ekki þannig í byrjun síðustu aldar. Mikið af mælistöðvum eru í þéttbýli. Það er því hætta á að mælingar á jörðu niðri gefi okkur ýkta mynd af þróun hitastigs. Enda er það að sýna sig að mælingar á jörðu niðri eru að mæla meiri hitaaukningu á síðustu áratugum en mælingar veðurtungla Veðurstofu BNA.
í þriðja lagi þá hefur mæligögnum verið breytt. Þar á meðal gögnum frá Íslandi. Sjá nánar hér. Myndin sýnir hvernig mæligögnum frá Reykjavík var breytt af NASA milli áranna 2012 og 2013. Mælingar merktar GISS 2012 eru upphafleg óspillt gögn. Ári síðar, mælingar merktar GISS 2013, þar hefur verið dregið verulega úr hitasveiflunni milli 1930-1940 og kólnunin milli 1940-1980 minnkuð. Við þessar breytingar þá lítur út fyrir að það hafi hlýnað miklu meir en raunin er síðustu áratugi. Þessi breyttu mæligögn er væntanlega verið að nota í dag í spálíkönum Loftlagsráðs SÞ, IPCC, þar sem spáð er "hamfarahlýnun" á komandi árum.
Nú er ég eins og hver annar leikmaður í þessum loftlagsmálum sem er að reyna að kynna mér og meta út frá minni reynslu og þekkingu og þeim gögnum sem aðgengileg eru á netinu þessi mál. Því meira sem ég kynni mér þessi mál því fleiri og stærri verða spurningarnar við tilgátuna um hlýnun jarðar af mannavöldum. Það vakti á sínum tíma furðu mína og sjálfsagt margra að mesta tækniþjóð þessa heims og ein sú best menntaða, sú Bandaríska, að þar hafa stjórnvöld og meiri hluti vísindasamfélagsins hafnað tilgátunni um hlýnun jarðar af mannavöldum og þjóðin sagt sig frá Parísarsamkomulaginu. Eftir að ég fór að kynna mér þessi mál betur þá er ég ekki lengur undrandi á þeirri ákvörðum Bandaríkjamanna.
Það er mikið af "Fake news" í gangi í dag og mikið af fölsuðum gögnum í umferð. Við eigum hins vegar gömul óspillt mæligögn frá Reykjavík, Stykkishólmi og víðar sem sýna annan veruleika en þann sem Loftlagsráð SÞ er að sýna okkur. Við höfum aðgang að hitamælingum veðurtungla Veðurstofu BNA sem unnar eru af Roy Spencer við Háskólann í UHA í BNA. Þessum gögnum má treysta. Ef við horfum til þessara gagna þá hljótum við að spyrja:
Af hverju er verið að boða "hamfarahlýnun" þegar það hefur ekkert hlýnað á jörðinni síðastliðin 20 ár?
Ísland mun leggja sitt af mörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.11.2024 kl. 09:31 | Facebook