Mánudagur, 29. apríl 2013
Forsetinn velur forsætisráðherraefnið sem síðan myndar ríkistjórn fyrir forsetann.
Í nýafstöðnum Alþingiskosningum þá vorum við að kjósa þingmenn til að fara með fjárveitingavaldið og löggjafarvaldið með forsetanum.
Alþingi fer ekki með framkvæmdavaldið. Við erum ekki að kjósa þingmenn til að fara með framkvæmdavaldið.
Við kjósum forseta og hann, skv. stjórnarskrá, fer með framkvæmdavaldið.
Forsetanum er nú í lófa lagið að mynda utanþingsstjórn sem starfað gæti þess vegna í fjögur ár, væri þingmeirihluti fyrir því að verja slíka stjórn vantrausti.
Forsetinn mun nú velja sitt forsætisráðherraefni og fela honum að mynda fyrir sig ríkisstjórn. Ég spái því að forsetinn muni gera Sigmund Davíð að forsætisráðherra.
Takist Sigmundi Davíð að semja við aðra þingflokka um myndun ríkisstjórnar með hann sjálfan sem forsætisráðherra þá mun hann leggja tillögu sína að nýrri ríkisstjórn fyrir forsetann. Engin krafa er um að þessir ráðherra skuli vera þingmenn. Allir ráðherrarnir gætu þess vegna verið fólk sem ekki situr á þingi. Forsætisráðherrann og forsetinn ráða því. Sé ríkisstjórnin og ráðherralistinn forseta þóknanlegur þá fær Sigmundur Davíð leyfi forsetans að fara með það framkvæmdavald sem þjóðin hefur falið forsetaembættinu.
Forseti getur hvenær sem er á kjörtímabilinu kallað þetta vald sitt úr höndum Sigmundar Davíðs og boðað til nýrra kosninga.
Þannig á þetta ferli að ganga fyrir sig samkvæmt Íslensku stjórnarskránni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Facebook
Athugasemdir
Friðrik Hansen Guðmundsson; ég man ekki einu sinni hvaða flokk þú bauðst þig fram .....í
Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 03:14
Líklega er þetta rétt túlkun. Og hvernig væri nú að prófa þessa aðferð einu sinni?
Úrslit kosninga snúast ekki endilega einvörðungu um pólitíska sýn kjósenda, enda er fjöldi kjósenda með eitt auga í miðju enni, sem er arfgengt. Úrslit kosninga eru oftar en ekki hirting eða verðlaun fyrir störf viðkomandi atkvæðisþega á kjörtímabilinu.
Sú tel ég að hafi verið raunin núna í afar mörgum tilvikum.
Árni Gunnarsson, 29.4.2013 kl. 07:57
Ég er sammála að verið er að kjósa fulltrúa á löggjafarþingið en ekki ráðherrana.En ég er hlynntari því að Ráðherrarnir (Framkvæmdaaðilarnir)verði ráðnir rétt eins og ráðuneytisstjórarnir og aðrir starfsmenn af Þinginu (fulltrúum þjóðarinnar-ekki forseta) eða þingnefnd ."Starfsmennirnir"myndu síðan starfa í nánu samstarfi við þingið.
Jósef Smári Ásmundsson, 29.4.2013 kl. 08:29
Sæll Egill
Ég bauð mig fram í "Stórasta" flokknum , XL, fyrir "Stórasta" landi í heimi :)
Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.4.2013 kl. 09:26
Sæll Árni.
Já, á þetta ferli ekki að fara fram svona samkvæmt orðanna hljóðan í stjórnarskránni?
Margir hafa á undanförnum árum viljað líta fram hjá ákvæðum stjórnrskrárinnar og hafa fulltrúar stjórnmálaflokkanna helst viljað horfa til einhverra "venja" og "viðtekinna viðhorfa" þegar kemur að það að ræða vald og valdsvið forsetaembættisins við stjórnarmyndun til þess að vald þingmanna og stjórnmálaflokkanna verði og sé sem mest. Vilja láta líta út eins og þingmennirnir / formenn flokkanna ráði þessu öllu.
En það eru ákvæði stjórnarskrárinnar sem hljóta að gilda, ekki einhverjar hefðir sem mynduðust þegar Vigdís Finnbogadóttir og Steingrímur Hermannsson "sátu fyrir hálfri öld" á sitthvorri skrifstofunni í gamla fangelsinu við Lækjartorg.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.4.2013 kl. 09:34
Sæll Jósef
Þá ert þú að tala um hér verði alvöru Lýðveldi, ekki þingræði, eins og menn hafa viljað toga íslenska stjórnskipan í átt til.
Eins og ég nefni í pistlinum þá á í raun slík stjórnskipan að vera hér alvöru Lýðveldi að franskri fyrirmynd. Forsetinn getur vel farið fram á að allir ráðherrarnir sem Sigmundur Davíð velur verði fólk utan þings. Ef Sigmundur Davíð fellst á það og nær samstarfi við flokkana á þingi að þeir styði slíka stjórn þá erum við komin með þetta fyrirkomulag sem þú ert að nefna.
Þetta er ekki hægt skv. nýjum drögum að stjórnarskrá. Þar segir hreint út að hér eigi að vera þingræði. Í gildandi stjórnarskrá segir að hér eigi að vera "þingbundin stjórn" (semi presidential) sem er sama fyrirkomulag og er í Frakklandi og Finnlandi og öðrum nýfrjálsum löndum Austur Evrópu.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.4.2013 kl. 09:44
Það ætti að banna frambjóðendum að blogga í a.m.k. mánuð eftir kosningar. Þessar hafa verið sumum þeirra ofviða.
Sigurður Þorsteinsson, 29.4.2013 kl. 12:59
Kannski smá leiðréttingu Friðrik.Ég er að tala um alla ráðherra,líka verkstjórann(forsætisráðherrann).Svo vil ég leggja líka áherslu á að það á ekki bara að skipa einhvern og einhvern.Það á að setja hæfniskröfur varðandi nám ,reynslu,taka menn í viðtöl,láta þá koma með meðmæli og ráða síðan þann hæfasta.Það á ekki að breyta einhverju breytinganna vegna heldur til að bæta.Reynslan mun síðan sína fram á hvernig til tekst.
Jósef Smári Ásmundsson, 29.4.2013 kl. 13:12
Í núgildandi stjórnarskrá stendur að hér skul vera þingbundin stjórn. Það er meginregla sem forsetinn hefur ekkert leyfi til að víkja frá nema komið hafi berlega í ljós að á vegum þingsins sé mynduð starfhæf ríkisstjórn sem meirihluti þings myndi verja vantrausti.
Sú staða gæti hins vegar komið upp að þinginu sé um megn að mynda ríkisstjórn, sem varin yrði vantrausti. Þá getur forsetinn myndað utanþingsstjórn á svipaðan hátt og Sveinn Björnsson ríkisstjóri gerði 1942 og Kristján Eldjárn hótaði að gera í ársbyrjun 1980.
Í nýju stjórnarskránni er þetta vald tekið af forsetanum í þeirri mynd sem það var.
Sömuleiðis tekið af honum það vald, sem hann hefur nú tl að rjúfa þing og boða til kosninga, en gæti reynst hættulega mikið vald við ákveðnar aðstæður hvað snertir þann hluta að rjúfa þing. Því að til þess þarf forseti ekki endilega ráðherra til að framkvæma vald sitt, heldur gæti hann tekið sér það á innan við hálftíma.
Slíkt forsetabréf hefur tvívegis verið gefið út, 1931 og 1974, en í bæði skiptin hefur forsætisráðherra lagt þetta til og þjóðhöfðinginn fallist á tillögu hans um þingrof.
Ekkert beint ákvæði samkvæmt núgildandi stjórnarskrá kemur hins vegar í veg fyrir að forsetinn geri þetta einn.
Í nýju stjórnarskránni eru hins vegar ákvæði um að þegar það ástand hefur myndast að ekki sé hægt að mynda stjórn, verði að rjúfa þing og boða til kosninga.
Ómar Ragnarsson, 29.4.2013 kl. 14:07
En það er nú hægt að breyta þessu, Ómar, með þingbundnu stjórnina.Við erum ekki komin með nýja stjórnarskrá.Viltu ekki fá kunnáttumenn til að stjórna landinu í stað flugfreyja og jarðvísindamanna?Athugaðu að við kjósum ekki ráðherrana heldur einungis fulltrúana á löggjafarþingið.Það er ekkert sem mælir á móti því að við skiljum að löggjafarvald og framkvæmdavald ef það leiðir til þess að landinu sé betur stjórnað.
Jósef Smári Ásmundsson, 29.4.2013 kl. 16:37
ertu að segja að forsetin ætti að mynda utanþingstjórn af því að þú komst ekki að?
ívar markússon (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 18:38
Ívar,ertu kominn á kosningaaldurinn?
Jósef Smári Ásmundsson, 29.4.2013 kl. 21:13
Takk fyrir þetta fróðlega innlegg þitt, Ómar.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.4.2013 kl. 21:25
Sæll Ívar
Ég var í 3ja sæti í Kraganum, þátttakandi í nýju framboði, þannig að það var aldei nein hætta á því að ég lenti inn á þingi.
Nú er þingkosningunum lokið og menn að spjalla / blogga um þær stjórnarmyndunarviðræður sem hafnar eru og hver þátttaka forsetans á að vera í þeim.
Margir vilja að hlutverk forsetans eigi að vera sameiningartákn og hann hafi ekkert um það að segja hverjir mynda stjórn og hvernig.
Ástæða þess að ég skrifaði þennan pistil er að stjórnarskráin lýsir þessu ferli á annan veg. Þar er hlutverk forsetinn allt annað en vera sameiningartákn. Eins og ég skil hvernig þetta ferli á að vera, eftir lestur minn á stjórnarskránni, þá á hann að vera eins og ég lýsi í pistlinum.
Árni #2 er mér sammála.
Ég spyr svo í #5: "Já, á þetta ferli ekki að fara fram svona samkvæmt orðanna hljóðan í stjórnarskránni?"
Ómar Ragnarsson kemur svo með mjög fróðlegt innlegg hvernig þetta er hugsað í nýju stjórnarskránni.
Það sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið að gera í sinni forsetatíð er að hann hefur aðlagað embættið að stjórnarskránni og hirt alltaf minna og minna um einhverjar "hefðir" og "viðtekna venju".
Þess vegna, Ívar, er spennandi að fylgjast með þessu ferli.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.4.2013 kl. 21:40