Kjóstu Lýðræðisvaktina og fáðu þrjá þingmenn fyrir atkvæðið þitt, ekki bara einn

Með því að kjósa í komandi kosningum nýju framboðin, framboð eins og Lýðræðisvaktina, flokk sem vantar 1% til 2% til að ná yfir 5% múrinn þá getur eitt atkvæði orðið til þess að Lýðræðisvaktin nái inn 3  þingmönnum.

xLEitt atkvæði greitt flokkum sem eru yfir 5% múrnum, skv skoðunarkönnunum, það atkvæði hefur í mesta lagi áhrif á hvort einn þingmaður flyst til á milli flokka. Mikinn fjölda atkvæða þarf til að hreyfa einn þingmann á milli flokka. Í þeim skilningi þá falla alltaf mörg þúsund atkvæði "dauð" í hverjum kosningum, atkvæði sem ekki nýtast til þess að færa þingmann á milli flokka.

Með því að kjósa Lýðræðisvaktina og stuðla þannig að því að flokkurinn fái 2% fleiri atkvæði og hann komast þar með yfir 5% múrinn, þá geta kjósendur verið að fá 3 þingmenn fyrir atkvæði sitt.

Atkvæði greidd nýju framboðunum sem vantar lítið upp á að ná yfir 5% múrinn eru því aldrei "dauð" atkvæði frekar en atkvæði greidd öðrum flokkum. Þvert á móti þá eru mestar líkur á að þú fáir 3 þingmenn fyrir atkvæðið þitt með því að kjósa Lýðræðisvaktina á laugardaginn.

Ég mæli því með að þú kjósir Lýðræðisvaktina á laugardaginn og stuðlir þannig að því að þú fáir minnst 3 þingmenn fyrir atkvæðið þitt.


mbl.is Nánast jafnstórir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Algjörlega.

XL

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 25.4.2013 kl. 14:45

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki merkilegt í ljósi þess að.meintur meirihlut þjóðarinnar vildi fá stjórnarskrárbreytingar í gegn að það er nánast enginn sem vill kjósa ykkur? Kanntu skýringu á þessu? Samkvæmt væntingum þá áttuð þið aðrúlla þessu upp.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.4.2013 kl. 06:22

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jón

Ég segi nú ekki að við hefðum átt að rúlla þessu upp en vissulega gerðum við okkur vonir um betra gengi í skoðunarkönnunum í aðdraganda kosninganna.

Með sama hætti vænta Sjálfstæðismenn þess að fá betri kosningu nú en síðast. Nú má flokkurinn, skv. könnunum, teljast góður ef hann nær sama fylgi og síðast sem var 23,7%.

En eigum við ekki að sjá hvað þjóðin gerir á laugardaginn og taka svo niðurstöðunni með æðruleysi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.4.2013 kl. 12:30

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki óhætt að segja að þið hafið stórlega ofmetið áhuga þjóðarinnar á nýrri stjórnarskrá, svo ekki sé meira sagt? Er ekki rétt að taka því sem gefnu að skilaboðin séú að þetta verði ekki áhersluatriði á komandi kjörtímabili frekar en innganga í ESB, sem er jú beintengt þessu baráttumáli ykkar og upphaf þess?

Hvers vegna hafið þið aldrei komið hreint fram með raunverulegt markmið stjórnarskrárbreytinga? Af hverju var látið hjá líða að spýrja um fullveldisframsal í skoðanakönnun þeirri sem þið kallið þjóðaratkvæði um stjórnarskrá? Er hugsanlegt að þannig undirferli hafi skaðað ykkur? Er líklegt að Þorvaldur hafi orðið svo fullur af sjálfum ser að hann hafi misst allt raunveruleikaskyn og van,etið greind þjóðarinnar?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.4.2013 kl. 20:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband