Greiðum ekki krónu meira vegna Icesave

Eftir dóm EFTA dómstólsins í  Icesave málinu þá er komin upp alveg ný staða. Þess vegna ber að endurskoða þær greiðslur, um 500 milljarða, sem fyrirhugað er að greiða úr þrotabúi Landsbankans til Breta og Hollendinga.

2012_05_15_EOS60D_6742Neyðarlögin voru sett m.a. til að tryggja allar innistæður að fullu. Gjörningur sem er langt umfram öll lög og reglur. Kröfur Breta og Hollendinga fyrir EFTA dómstólnum snérust um lámarksinnistæðurnar, 20.887 ervur per reikning, alls að fjárhæð 700 milljarða. Aldrei var rætt um neitt umfram þessar lágmarksinnistæður fyrir dómnum. Neyðarlögin verða þess hins vegar valdandi að við munum þegar upp er staðið greiða Bretum og Hollendingum um 1.200 milljarða vegna Icesave. Af þessum 1.200 milljörðum standa eftir í dag um 500 milljarðar. Þessa 500 milljarða á að greiða á út á næstu mánuðum og árum, greiða með gjaldeyrir sem þjóðin á mjög takmarkað af.

Í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum hafnaði þjóðin Icesave samningunum. Í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni um Bucheit samninginn var vilji þjóðarinnar alveg skýr. Þjóðin vildi fara dómstólaleiðina og fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort hún væri í ábyrgð fyrir þessum Icesave reikningum eða ekki.

 

             Niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Bucheit samninginn var skýr: Þjóðin vildi ekki borga krónu nema vera dæmd til þess.

             Niðurstaðan í dómsmálinu fyrir EFTA dómstólnum er skýr: Þjóðinni ber ekki að borga krónu vegna Icesave og íslenska ríkinu ber ekki að tryggja innistæður á Icesave.

 

Við eigum að fara að vilja þjóðarinnar, vilja sem fram kom í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og við eigum að grípa til eftirfarandi aðgerða:

 

Nr. 1   Stöðva strax allar greiðslur til Breta og Hollendinga.

 Nr. 2  Stofna rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem rannsakar hvers vegna greiddir voru 700 milljarðar í gjaldeyrir út úr þrotabúi Landsbankans þó svo þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslum ítrekað neitað að greiða neitt vegna Icesave nema að undangengnum dómi. Af hverju virti Alþingi og stjórnsýslan þessar þjóðaratkvæðagreiðslur að vettugi og hóf greiðslur áður en dómur féll og borgaði út 700 milljarða í gjaldeyri þvert á skýran vilja þjóðarinnar?

Nr. 3  Leitað verði allra leiða til að fá til baka það fé sem þegar hefur verið greitt til Breta og Hollendinga. Íslenskir lífeyrissjóðir og Seðlabanki Íslands eru stórir kröfuhafar í þrotabúi Landsbankans og væntanlega í hópi fámennra kröfuhafa sem enn eiga sínar upphaflegu kröfur í þrotabúinu. Hitt eru vogunarsjóðir sem keyptu sínar kröfur á hrakvirði og eru að horfa til annarra hluta. Ef sækja á þetta fé til Breta og Hollendinga þá er það Seðlabankinn og lífeyrissjóðirnir sem væntanlega þurfa að gera það.

Nr. 4  Gerð verði úttekt á því hve mikið tjón þjóðarinnar er vegna hryðjuverkalaganna sem Bretar settu í október 2008 á Landsbankann, Kaupþing, Seðlabanka Íslands og ríkissjóð ásamt því að kyrrsetja gull- og gjaldeyrisvarasjóð landsins sem geymdur var í Morgan Stanley bankanum í London. Samhliða því að forsætis- og fjármálaráðherra Breta kynntu það fyrir fjölmiðlum heimsins að Ísland væri gjaldþrota. Eins það tjón sem Bretar og Hollendingar ollu þjóðinni með því að tefja fyrir afgreiðslu lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS.

Nr. 5  Enn er eftir að greiða um 500 af þeim 1.200 milljörðum sem neyðarlögin skuldbinda þrotabú Landsbankans að greiða til Breta og Hollendinga vegna Icesave. Gera á þessa greiðslu, þessa 500 milljarða, upptæka og nota þetta fé sem bætur fyrir það tjón sem hryðjuverkalögin ollu þjóðinni og það tjón sem varð vegna dráttar á lánum frá AGS.

Það er öllum ljóst að íslenski fjórflokkurinn hefur ekki verið að verið að standa vaktina vel í Icesave málinu. Er ekki löngu tímabært að þjóðin gefi fjórflokknum frí í eitt til tvö kjörtímabil og kalli til nýja flokka og nýtt fólk?

 

Mynd: Íslenski fáninn á Puerto del Sol í Madríd í maí 2012.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Það er fínt að þið á vaktinni hafið áhuga á stjórnarskrá, en enn betra að þið hafið einnig áhuga á að bæta allt umhverfi í sambandi við hrunið, minnka sem mest tjónið og fyrirbyggja ný slys sem munu koma með núverandi regluverki, sem er ófullnægjandi. Þið hafið ýmsist vel gefið fólk þar á bæ og skora ég á ykkur að koma með útfærslur, til að fyrirbyggja ný "bankarán" og innherjasvik og aðgerðir til að halda uppi röngu hlutabréfaverði. Með núverandi reglum kemur næsta hrun, spurning bara hvenær.

Sigurður Gunnarsson, 16.4.2013 kl. 13:34

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Sigurður

Þetta hér er úr stefnu Lýðræðisvaktarinnar:

Girða þarf fyrir getu banka til að braska með innstæður með því að reisa eldveggi milli venjulegrar bankastarfsemi og áhættufjárfestingar eða aðskilja að fullu viðskiptabanka- og fjárfestingastarfsemi. Setja þarf lög eða reglur um leyfilegan hámarksvöxt útlána bankanna, gera strangar kröfur um gagnsæi, efla fjármálaeftirlit til að halda bönkunum í skefjum og stuðla að eðlilegum starfsháttum þeirra með sterkari neytendavernd á fjármálamarkaði.

Útlánaþök banka eru ígildi hraðahindrana, sem öllum þykja sjálfsagðar til að tryggja umferðaröryggi á vegum. Bönkum má ekki líðast að vaxa landinu aftur yfir höfuð eða hegða sér eins og ríki í ríkinu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.4.2013 kl. 18:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband