Lýðræðisvaktin og atvinnumálin

Frjálst framtak og frjáls viðskipti innan lands og út á við eru undirstaða gróandi efnahagslífs. Renna þarf styrkum stoðum undir fjölbreytta útflutningsatvinnuvegi, m.a. sprotafyrirtæki og ferðaþjónustu, með réttri gengisskráningu krónunnar án gjaldeyrishafta.

 2013_04_06_EOS60D_0013015Lýðræðisvaktin vill hlúa að nýsköpun og virkjun hugmynda frumkvöðla til eflingar íslensku atvinnulífi.  Veita þarf  sprotafyrirtækjum aðstoð með markaðssetningu og útflutning á íslenskum hugmyndum.  Seljum þekkingu okkar á sviði verkfræði, jarðhitanotkunar, hönnunar, vöruþróunar, lyfja og fleiri greinum. Smáfyrirtæki búa jafnan til fleiri störf en stórfyrirtæki

 Við viljum nýta auðlindir okkar til nýrrar atvinnustarfsemi. Við viljum virkja orkulindir, innan laga um rammaáætlun, til atvinnusköpunar í smáum og stórum fyrirtækjum, svo fremi sem starfsemi þeirra ógni ekki náttúru eða lífríki landsins. Við viljum gera mjög strangar kröfur um mengunarvarnir og frágang virkjana.

 Norðmenn undirbúa frekari sölu á rafmagni um sæstrengi til Evrópu, m.a. til Bretlands. Þeir stefna að því að eftir aldarfjórðung verði gjaldeyris­tekjur af rafmagnssölu meiri en tekjur af olíuvinnslu. Landsvirkjun vinnur nú að hagkvæmisathugun á lagningu sæstrengs frá Íslandi til Skotlands. Með sölu á rafmagni um sæstreng má auka verulega þann arð við fáum af orkuauðlindum okkar. Gæta þarf þess að slík sala bitni ekki á innlendum neytendum orkunnar ne trufli uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landinu. Að selja rafmagn frá Íslandi um sæstreng er eitt af þeim verkefnum sem ber að skoða af fyllstu alvöru.

Mynd: Íslenskir tæknimenn, smiðir og verkamenn að vinna við gerð jarðganga í Noregi.

www.xlvaktin.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband