Föstudagur, 12. apríl 2013
Formaður Samfylkingarinnar reitir líka fylgið af sínum flokki
Árna Páls lögin er skýr vitnisburður um það hvernig fjármálastofnanir, ríkisstjórn og Alþingi sátu um skuldug heimili landsins árin eftir hrun. Lögin setti Árni Páll, núverandi formaður Samfylkingarinnar, þegar hann var efnahagsráðherra, 18. des 2010. Árna Páls lögin voru sett í framhaldi af dómi Hæsturéttar þegar gengislán voru dæmd ólögleg. Árna Páls lögin voru sett í þeim tilgangi einum að minnka útlánatap bankana vegna þessa dóms. Samkvæmt Árna Páls lögunum áttu samningsvextir á lánunum ekki að gilda heldur skildi reikna vexti á þessum lánum eftir vöxtum Seðlabankans á óverðtryggðum útlánum. Þau lán sem bankarnir buðu í framhaldi og skildu koma í stað gengisánna voru í flestum tilfellum þannig að mánaðarlegar afborganir af þeim og heildargreiðsla var hærri en af óbreyttum gengislánum. Ljóst var frá upphafi að það yrði látið reyna á vaxtaákvæði Árna Páls laganna fyrir dómi. Hæstiréttur dæmdi þennan gjörning Árna Páls ólöglegan tæpum tveim árum eftir að þau voru sett, 18. okt. 2012. Alþingi ákvað þá að hætta þessum slag við heimilin og Hæstarétt og lét dóminn standa án frekari lagasetninga. Í dag hafa þeir sem tóku gengistryggð lán verið á síðustu mánuðum og misserum að njóta endurgreiðslna af bílalánum sínum og húsnæðislánum þar sem höfuðstóll lækkar um allt að 50%. Á þessum tveim árum sem dróst að gera upp gengislánin vegna Árna Páls laganna hafa margir misst íbúðir sínar og eignir, íbúðir og eignir sem þetta fólk hefði ekki misst ef höfuðstóll erlendu lánanna hefði verið skrifaður niður tveimur árum fyrr.
110% leiðin
110% leiðin er annað dæmi um hvernig setið var um skuldug heimilin. Til þess að bankar þyrftu að afskrifa sem minnst af lánum sínum til skuldsettustu heimilanna þá var Lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur hafnað og Árni Páll bjó til 110% leiðina. Leið sem gerði bönkunum kleyft að teygja sig enn lengra í innheimtuaðgerðum sínum með því að "halda lífi" í lántakendum sem annars hefðu lýst sig gjaldþrota og bankarnir tapað kröfum sínum að fullu. 110% leiðin er fyrir bankana, ekki heimilin. Af hverju var þessu fólki ekki einfaldlega gefinn kostur á því að ganga út og skilja lyklana eftir?
Verðtryggðum lánum breytt og þau bundin launavísitölu í stað lánskjaravísitölu
Þriðji nöturlegi gjörningur Árna Páls gegn skuldugum heimilum landsins var þegar hann ákvað einhliða 2011 að breyta grundvelli verðtryggðra lána þannig að lánin verða bundin launavísitölu en ekki lánskjaravísitölu. Árið 2011 voru laun í sögulegu lámarki en verð á innfluttum vörum hátt, þ.e. kaupmáttur var í sögulegu lámarki. Launamenn munu á næstu árum og áratugum sækja tapaðan kaupmátt sinn og þegar kaupmáttur eykst þá munu lán tengd launum / launavísitölu hækka meir en lán tengd verðlagi / lánskjaravísitölu. Margir sáu í gegnum þennan gjörning Árna Páls og kröfðust þess að lán þeirra yrðu áfram miðuð við óbreytta vísitölu. Það er hins vegar ljóst að meirihluti skuldsettra heimila landsins áttaði sig ekki á þeim snúningi sem var verið að taka á þeim. Efalaust munu margir hugsa hlýlega til Árna Páls á komandi árum þegar lán tengd launavísitölu eru orðin töluvert hærri en lán tengd lánskjaravísitölunni.
Er ekki löngu tímabært að gefa fjórflokknum frí frá störfum í eitt til tvö kjörtímabil? Er ekki nóg komið?
Lýðræðisvaktin vill lækka verðtryggðar skuldir heimilanna. Það viljum við gera á ábyrgan hátt þegar staða ríkissjóðs og bankana liggur fyrir þannig að ekki hljótist meira tjón en gagn af þeim aðgerðum sem gripið verður til. En verðtryggðu lánin ætlum við færa niður.
Meiri líkur á vinstristjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:51 | Facebook
Athugasemdir
"þegar staða ríkissjóðs og banka liggur fyrir"
Það verður ekkert hægt að býða eftir því, það verður strax eftir kosningar að setja þak á verðtrygginguna 2.5% og breytilega vexti verður að festa í ca. 2% strax eftir kosningar.
Að setja smæsta gjaldmiðil í heimi á flot 2001 og vera svo með mestallar fjáskuldbindingar verðtryggðar, var fullkomlega galið.
Nýa peningamálastefnu strax, fastgengisstefnu, eins og hún var fyrir árið 2001.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 21:32
Það er bara dapurlegt það val sem okkur stendur til boða:
Fast gegni sem við réðum ekki við og neyddums til að hætta við 2001.
Fjótandi gengi sem við tókum upp 2001 og leiddi okkur í hrunið 2008
Gjaldeyrishöft sem við höfum haft frá 2008 og höfðum í 60 ár fyrir árið 1992
Annað tegggja eru það gjaldreyrishöftin á meðan flestir núlifandi Íslendingar eru á lífi eða evran. Evran sem 500 milljónir manna í Evrópu hafa valið í stað eigin gjaldmiðils.
En hvað veit þetta fólk niðri í Evrópu?
Eru gjaldeyrishöft ekki bara ágæt?
Sigurjón (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 22:29