Umsátrið um skuldsett heimili landsins

Skjaldborgin sem ríkistjórnin lofaði að reisa um heimili landsins, sú skjaldborg var aldrei reist. Þvert á móti hafa ríkisstjórn, Alþingi og fjármálastofnanir staðið fyrir umsátri um skuldsett heimili landsins. Umsátri þar sem fjármálastofnunum hefur verið verið gert kleyft að taka hvern snúninginn af öðrum á skuldsettum heimilum landsins. Í þessu umsátri hefur Hæstiréttur Íslands verið þeirra eina brjóstvörn.

 

2012_01_25_EOS60D_4982Árna Páls lögin

Árna Páls lögin er skýr vitnisburður um það hvernig fjármálastofnanir, ríkisstjórn og Alþingi sátu um skuldsett heimili landsins. Lögin setti Árni Páll, núverandi formaður Samfylkingarinnar, þegar hann var efnahagsráðherra, 18. des 2010. Árna Páls lögin voru sett í framhaldi af dómi Hæsiréttar þegar gengislán voru dæmd ólögleg. Árna Páls lögin voru sett í þeim tilgangi einum að minnka útlánatap bankana vegna þessa dóms. Samkvæmt Árna Páls lögunum áttu samningsvextir á lánunum ekki að gilda heldur skildi reikna vexti á þessum lánum eftir vöxtum Seðlabankans á óverðtryggðum útlánum. Þau lán sem bankarnir buðu í framhaldi og skildu koma í stað gengislána voru í flestum tilfellum þannig að mánaðarlegar afborganir af þeim og heildargreiðsla var hærri en af óbreyttum gengislánum. Ljóst var frá upphafi að það yrði látið reyna á vaxtaákvæði Árna Páls laganna fyrir dómi. Hæstiréttur dæmdi þennan gjörning Árna Páls ólöglegan tæpum tveim árum eftir að þau voru sett, 18. okt. 2012. Alþingi ákvað þá að hætta þessum slag við heimilin og Hæstarétt og lét dóminn standa án frekari lagasetninga. Í dag hafa þeir sem tóku gengistryggð lán verið á síðustu mánuðum og misserum að njóta endurgreiðslna af bílalánum sínum og húsnæðislánum þar sem höfuðstóll lækkar um allt að 50%. Á þessum tveim árum sem dróst að gera upp gengislánin vegna Árna Páls laganna hafa margir misst íbúðir sínar og eignir, íbúðir og eignir sem þetta fólk hefði ekki misst ef höfuðstóll erlendu lánanna hefði verið skrifaður niður tveimur árum fyrr.

 

110% leiðin

110% leiðin er annað dæmi um hvernig setið var um skuldsett heimilin. Til þess að bankar þyrftu að afskrifa sem minnst af lánum sínum til skuldsettustu heimilanna þá var Lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur hafnað og Árni Páll bjó til 110% leiðina. Leið sem gerði bönkunum kleyft að teygja sig enn lengra í innheimtuaðgerðum sínum með því að "halda lífi" í lántakendum sem annars hefðu lýst sig gjaldþrota og bankarnir tapað kröfum sínum að fullu. 110% leiðin er fyrir bankana, ekki heimilin. Af hverju var þessu fólki ekki einfaldlega gefinn kostur á því að ganga út og skilja lyklana eftir?

 

Verðtryggðum lánum breytt og þau bundin launavísitölu í stað lánskjaravísitölu

Þriðji nöturlegi gjörningur Árna Páls gegn skuldugum heimilum landsins var þegar hann ákvað einhliða 2011 að breyta grundvelli verðtryggðra lána þannig að lánin verða bundin launavísitölu en ekki lánskjaravísitölu. Árið 2011 voru laun í sögulegu lámarki en verð á innfluttum vörum hátt, þ.e. kaupmáttur var í sögulegu lámarki. Launamenn munu á næstu árum og áratugum sækja tapaðan kaupmátt sinn og þegar kaupmáttur eykst þá munu lán tengd launum / launavísitölu hækka meir en lán tengd verðlagi / lánskjaravísitölu. Margir sáu í gegnum þennan gjörning Árna Páls og kröfðust þess að lán þeirra yrðu áfram miðuð við óbreytta vísitölu. Það er hins vegar ljóst að meirihluti skuldsettra heimila landsins áttaði sig ekki á þeim snúningi sem var verið að taka á þeim. Efalaust munu margir hugsa hlýlega til Árna Páls á komandi árum þegar lán tengd launavísitölu eru orðin töluvert hærri en lán tengd lánskjaravísitölunni.

 

Er ekki löngu tímabært að gefa fjórflokknum frí frá störfum í eitt til tvö kjörtímabil? Er ekki nóg komið?

 

Lýðræðisvaktin vill lækka verðtryggðar skuldir heimilanna. Það viljum við gera á ábyrgan hátt þegar staða ríkissjóðs og bankana liggur fyrir þannig að ekki hljótist meira tjón en gagn af þeim aðgerðum sem gripið verður til. En verðtryggðu lánin ætlum við færa niður.


mbl.is Dugar fyrir skuldaleiðréttingu og meiru til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður nú annað mál mun erfiðara í haust

allir samningar lausir og engir peningar til

Ef xS mundi slysast í ríkisstjórn þá eru stór verkföll óumflýjanleg - það er bara svo

Grímur (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 12:45

2 identicon

Var ekki "vakstjórinn" harður stuðningsmaður þess að velta Icesave klafanum öllum og óskiptum á heimilin í landinu, jafnvel þótt ólöglegur væri....?

"Lýðræðisvaktin vill lækka verðtryggðar skuldir heimilanna. Það viljum við gera á ábyrgan hátt þegar staða ríkissjóðs og bankana liggur fyrir þannig að ekki hljótist meira tjón en gagn af þeim aðgerðum sem gripið verður til. En verðtryggðu lánin ætlum við færa niður."

Þið hafið sem sagt engar tillögur í þessum málaflokki.

Sigurður (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 12:47

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Sigurður

Ef þú átt við kosningaloforð þar sem við bjóðum lækkun á lánum um ákveðna krónutölu eða ákveðna prósentutölu. þá nei við erum ekki með slík loforð.

Við lofum því að færa niður verðtryggðu lánin.

Við getum og viljum ekki lofa einhverjum tölum í því sambandi, tölum sem við svo hugsanlega getum ekki staðið við.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.4.2013 kl. 18:31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband