Skorið niður í heilbrigðisþjónustu en ekkert í mannahaldi hjá hinu opinbera

Frá hruni hefur fjöldi opinberra starfsmanna nánast staðið í stað. Starfsmönnum hefur fækkað lítillega hjá ríkinu en fjölgað að sama skapi hjá sveitarfélögum. Ef talin er saman fjöldi þeirra starfsmanna sem vinna hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum og fyrirtækjum sem þau eiga eða reka þá er starfsmannafjöldinn sá sami nú og var fyrir hrun, um 70.000 starfsmenn. Á vinnumarkaði eru um 167.000 manns. Þetta samsvarar því að í dag eru 42% þeirra sem eru á vinnumarkaði í vinnu hjá hinu opinbera. 

Á sama tíma og stjórnvöld / fjórflokkurinn fækkaði ekkert í hópi opinberra starfsmanna, ekki einu sinni með því að ráða ekki inn nýja fyrir þá sem hætta, á sama tíma þá hafa stjórnvöld ráðist stanslaust að heilbrigðisþjónustunni.

Er þetta sú forgangsröðun sem við viljum?

Skera niður þjónustu eins og heilbrigðisþjónustuna en fjölga á sama tíma opinberum starfsmönnum á öðrum stöðum í kerfinu?

Er ekki löngu tímabært að gefa fjórflokknum frí í eitt til tvö kjörtímabil og fá inn nýtt fólk og nýjar áherslur við stjórn landsins? 

 


mbl.is Farin fram af bjargbrúninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband