Föstudagur, 29. mars 2013
Alþingi braut samfélagssáttmálann með afgreiðslu stjórnarskrármálsins.
Í fyrsta sinn frá Lýðveldisstofnun horfum við Íslendingar upp á það að Alþingi Íslendinga fer ekki að vilja meirihluta kjósenda. Vilja sem fram kom í löglegri þjóðaratkvæðagreiðslu um að hér ætti að taka upp nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna Stjórnlagaráðs.
Alþingi valdi að hunsa löglega þjóðaratkvæðagreiðslu og vilja þjóðarinnar við afgreiðslu málsins nú í vikunni.
Aldrei áður hefur Alþingi virt vilja meirihluta þjóðarinnar að vettugi.
Aldrei áður hefur þjóðin mætt á kjörstað, kosið í löglegri kosningu og látið vilja sinn í ljós, vilja sem Alþingi gerir síðan ekkert með.
Aldrei áður hefur þjóðin orðið vitni að því að Alþingi hefur neitað að fara eftir niðurstöðum löglegrar kosninga.
Hvað svo sem mönnum kann að finnast um drög að nýrri stjórnarskrá eða einstök ákvæði hennar þá búum við í lýðræðisríki og okkur ber að fara að reglum lýðræðisins.
Alþingi bar að fara að eftir niðurstöðum löglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og leggja drögin í heild sinni fyrir þingið og samþykkja.
Sú braut sem Alþingi hefur nú markað er eitthvert alvarlegasta brot á samfélagssáttmálanum sem sem átt hefur sér stað frá Lýðveldisstofnum.
Sú braut sem Alþingi hefur nú markað með því að hunsa löglega þjóðaratkvæðagreiðslu mun leiða upplausn og eyðileggingu yfir þetta samfélag. Við megum ekki halda áfram á þessari braut.
Fjórflokkurinn er orðinn veruleikafirrtur og hömlulaus og það verður að stöðva þetta fólk áður en það veldur enn meiri skaða á þessu samfélagi.
Myndir: Frá Þjóðfundi 2010.
Traust á Alþingi en ekki þingmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta!
Þessi ummæli forseta Alþingis minnti dáldið á útskýringar Sjálfstæðismanna á landsfundinum fræga, þegar þeir með skollahlátri fleygðu "umbótaskýrslunni" í ruslið og sögðu;
"Fólkið brást en stefnan ekki"
Stofnunina Alþingi er ekki hægt að aftengja við þá þingmenn sem þar starfa hverju sinni. Þeirra er að halda uppi virðingu Alþingis, og það hefur gjörsamlega mistekist í of mörgum liðum, (sem tæki upp mörg megabyte að útskýra)
Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.3.2013 kl. 09:38
Mitt álit er hér:
http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1287321/
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 30.3.2013 kl. 10:43