Rýmri strandveiðiheimildir og allan fisk á markað

Úttekt á strandveiðum hefur sýnt að þær eru umhverfisvænar og lyftistöng fyrir sjávarþorpin. Ennfremur virðast veiðar með krókum ekki hafa umtalsverð áhrif á fiskistofna. Því teljum við rétt að auka þessar veiðar umtalsvert frá því sem nú er, a.m.k. um helming, og endurskoða síðan árangurinn að tveimur árum liðnum.

 

Tillögur Lýðræðisvaktarinnar eru þessar:

 

  • 63 veiðidagar á ári
  • Fjórar rúllur á hvern bát
  • Hver einstaklingur má aðeins eiga einn bát eða hlut í honum
  • Auðlindagjald greitt við löndun og upphæðin sú sama og í öðrum útgerðarflokkum

 

Við viljum allan fisk á markað svo fiskvinnslur sitji við sama borð hvað fiskverð snertir og sjómenn hvað aflahlut snertir.

 

www.xlvaktin.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brilljant, svo litli útgerðarkarlinn fyrir vestan þarf að keyra fiskinn í næsta pláss, til að bjóða í hann, svo hann geti ekið honum heim aftur, þannig að litla fiskvinnslan hafi eitthvað hráefni.

Ég sé að extra-large Lýðskrumsflokkurinn hefur svörin.

Seggðu mér Friðrik, þar sem þið handraðið lýðræðislega á listana ykkar, væri ekki ráð að handraða einhverjum sem actually hefur eitthvað vit á útgerð og fiskvinnslu?

Hilmar (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 13:39

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ágætis hugmyndir. Etv. má huga sérstaklega að þeim sem reka smáar vinnslur þannig að þeir geti tryggt sér afla út nærumhverfinu. Á sínum tíma var nokkuð algengt að menn gerðu samninga um löndun hjá slíkum aðilum á föstu verði.

Haraldur Rafn Ingvason, 27.3.2013 kl. 19:56

3 identicon

"Úttekt á strandveiðum hefur sýnt að þær eru umhverfisvænar"

Rangt, eyðsla á magn sem er flutt er lélegt og vélarnar um borð eru ekki með jafn góða nýtni. Mjög auðveldar formúlur bakvið þetta og nýtni tölur finnur þá frá vélarframleiðanda.

 

"lyftistöng fyrir sjávarþorpin."

Rangt, 2-4 manns um borð og fiskurinn er oftar en ekki sendur á markað en stundum unnin mjög takmarkað á staðnum þar sem 4-6 manns vinna.

 

"Ennfremur virðast veiðar með krókum ekki hafa umtalsverð áhrif á fiskistofna."

Þetta stórefast ég líka um, endilega sendu á mig tengla þar sem ég get lesið um þetta.

"Við viljum allan fisk á markað svo fiskvinnslur sitji við sama borð hvað fiskverð snertir og sjómenn hvað aflahlut snertir."

Taka fram fyrir hendurnar á markaði er ekki snjallt en ef það er farið svona ílla með sjómenn afhverju starfa svona margir þar ennþá?

Axel (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 01:22

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Veiðar með handfærum er eitt umhverfisvænsta veiðarfærið þegar kemur að olíunotkun ásamt línu og netaveiðum. Þegar kemur að gæði afla þá skera handfæraveiðar sig úr enda er minnsta álagið á fiskinn sjálfan þar sem "stress" fisksins er minnst enda stuttur tími frá því að fiskurinn ánetjast og þar til hann er dregin um borð. Lítið "stressaður" fiskur hefur mun meiri orkuforða (ATP) og fer því seinna í dauðastirðnun. Að lokinni dauðastirðnun hefst hið eiginlega skemmdarferli á fiskholdinu. Meðferð afla allra veiðifæra hefur gríðarleg áhrif á gæði hráefnisins og því skiptir meðhöndlun strax við veiði mestu máli um lokaafurð og eru tækifærin á því sviði nánast óþrjótandi bæði á smábátum sem og stærri bátum.

Fiskur þarf ekki endilega að fara á markað til að vera boðin upp hæstbjóðanda enda er hægt að bjóða í fisk "óséðan". Traust á milli kaupanda og seljanda skiptir miklu máli og seljendur sem leggja mikið til vandaðrar meðferðar á afla fengju þá hærra verð ef markaður er skilvirkur. Að allur fiskur fái markaðsvirði ætti því að hvetja til stórbættrar meðferðar á afla. Því ætti ekkert að vera því til fyrir stöðu að allur fiskur fái markaðsvirði sem skilar sér í hærra hráefnisverði og auknum tekjum hafna og sjómanna um allt land.

Áherslur Lýðræðisvaktarinnar um handfæraveiðar og allan fisk á markað eru því allra athygli verðar.

Rétt er að benda á umfjöllun Jón Kristjánssonar um handfæraveiðar. 

http://fraedsluvefur.rf.is/Undirflokkur/gaedi/daudastirdnun/

http://skemman.is/stream/get/1946/483/978/1/oliunotkun.pdf

Eggert Sigurbergsson, 28.3.2013 kl. 10:41

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta Strandveiðikjaftæði hefði aldrei átt að sjá dagsins ljós frekar en kvótakerfið.

Hvernig eiga menn og byggðarlög að lifa á 63 dagar á sjó? Menn verða að hugsa veiðar með handfærum út frá fullri atvinnu eins eða tveggja manna og síðan að sjálfsögðu eins og kemur hér fram allan fisk á markað og eitthvað gjald.

Það hættulega við óvana menn sem fjalla um fiskveiðar er að þeir hlutsta ekki á fiskimennina heldur sjá vandann og lausnirnar í eigin ljósi. Reynið að hlusta á okkur sem höfum fulla atvinnu af veiðum og áratuga reynslu áður en asnist í að setja fram svona fífla stefnu í smábáta veiðum. FJÁLSAR HANDFÆARA VEIÐAR MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ er stefna í smábátaveiðum.

Ólafur Örn Jónsson, 28.3.2013 kl. 12:39

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ólafur Örn

Það væri lýðskrum að koma fram fyrir kosningar og lofa frjálsum handfæraveiðum. Við viljum ekki lofa meiru en við getum með vissu staðið við. Okkar tillögur miða hins vegar í þá átt að hér verði komið á frjálsum handfæraveiðum.

Í Noregi eru frjálsar handfæraveiðar. Þar er fyrirkomulagið þannig að hver og einn má eiga einn bát og veiða með einni rúllu þegar honum hentar og eins mikið og honum sýnist. Aflann má selja á markaði.

Þetta fyrirkomulag er líka lausn með má horfa til.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.3.2013 kl. 16:15

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Hilmar #1

Eigum við ekki að ætla að þeir sem eru að selja og kaupa fisk nýti sér þá tækni sem völ er á í dag, þ.e. síma og net, til að sinna viðskiptum eins og þessum. Menn finna örugglega einfaldari leiðir til þess að eiga viðskipti með fisk án þess að því fylgi endalaus akstur þó örugglega komi einhver akstur til í einhverjum tilfellum.

Þeir eru margir á Íslandi sem hafa ágætis innsýn inn í veiðar og vinnslu. Lýðræðisvaktin hefur notið aðstoðar slíkra manna við gerð þessara stefnu enda er stefnan einföld og skýr.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.3.2013 kl. 16:29

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Alex #3

Mér sýnist Eggert Sigurbergsson hafa meira en svarað öllum þínum athugasemdum, þannig að það er engu við að bæta.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.3.2013 kl. 16:31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband