61% þjóðarinnar vill halda áfram samningum og aðlögun landsins að ESB.

Samkvæmt nýjustu skoðunarkönnun á afstöðu kjósenda til samninga og aðlögunar að ESB þá vill tæplega 2/3 hluti landsmanna að þeim samningum og þeirri aðlögun verði haldið áfram.

IMAG1026Þessari stöðu ber að fagna. Því ber að fagna að þjóðin ætlar að taka þetta mál í sínar hendur. Nú liggur ljóst fyrir að:

  • Meiri hluti kjósend vill ekki að örfáir fulltrúar fjórflokksins á þingi fái því ráðið hvernig þessu mikla deilumáli er ráðið til lykta.
  • Meiri hluti kjósenda vill að þjóðin sjálf fái að úrskurða í þessu máli eftir að samningum er lokið og allar upplýsingar eru þar með komnar upp á borðið.

Er hægt að ljúka þessu stærsta máli okkar tíma á lýðræðislegri hátt?

  • Þeir flokkar sem vilja hætta viðræðunum og koma með því í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um það hvort hún vilji ganga í ESB og taka upp evru, þeir flokkar eru að gefa lýðræðinu langt nef.
  • Þeir flokkar gefa í raun lítið fyrir lýðræði og eru að gefa þá yfirlýsingu að þeir vilja ekki aðkomu almennings þegar kemur að því að taka ákvarðanir í okkar stærstu málum.

Eru það þannig flokkar og þannig fólk sem við viljum halda áfram að styðja til valda á Alþingi?

Eru það þannig vinnubrögð sem við viljum að viðhöfð verði um ókomin ár á Alþingi?

 

Nei takk, segi ég.

 

Ég vel Lýðræðisvaktina, sjá hér.

Þar segir meðal annars:

Við viljum

  • Að ákvörðun um inngöngu í ESB verði ekki tekin nema í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við ákvæði nýrrar stjórnarskrár

Aðild að ESB felur í sér framsal á fullveldi. Þjóðin er yfirboðari Alþingis og hún ein getur ákveðið, hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Alþingi á aldrei að leyfast að taka ákvörðun um aðild að ESB upp á sitt eindæmi. Alþingi þarf að lúta vilja fólksins í landinu í öllum málum sem varða framsal fullveldis. Lýðræðisvaktin tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að ESB, þar eð málinu verður ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.

  • Ljúka samningaviðræðum við ESB

Samningaviðræður við ESB standa yfir og þeim ber að ljúka, svo unnt sé að halda áfram innan eða utan ESB í samræmi við vilja þjóðarinnar


mbl.is Kosið verði um ESB 27. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki svo að 61% vilji ganga inní Evrópusambandið,það er ekki svo síðuskrifari góður.Mér sýnist þú halda það.

Númi (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 21:54

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið þykist kampa kátir núna ESB aðildarsinnar eftir að allt fjölmiðlaveldið með RÚV í broddi fylkinar og með aðstoð áróðursmálabúllu ESB hérlendis er búið að keyra á stanslausum ESB áróðri frá því að bæði Framsókn og Sjálfsstæðisflokkur samþykktu á Landsfundum sínum að slíta ESB viðræðunum og láta loka þessari áróðursbúllu þeirra.

En allar fréttir og frásagnir fjölmiðla eru þessu áróðursmerki ESB brenndar og uppgjafar þingmenn eins og Þorgerður Katrín vinna líka að því að koma þessum ESB rétttrúnaði yfir þjóðina. Spurning hennar eins og hún er orðuð í þessari þingsályktunartillögu er alveg út í hött og leiðandi og hlutdræg. Auk þess sem að þetta er bara verið að slá ryki í augu fólks því að það gæti enginn atkvæðagreiðsla farið fram þann 27 apríl n.k. vegna of skamms tímafrests og heldur ekki í sveitarstjórnarkosningum eftir rúmt ár því að þá væri tíminn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu runninn út þar sem að þjóðaratkvæðagreiðslur verða að fara fram innan árs, lögum samkvæmt. En þetta er tilraun til að kaupa þessu aðildarrugli meir tíma.

Ef að kosið verður um þetta þá á að spyrja þjóðina ákveðinnar spurningar enga hálfvelgju eða leiðandi spurninga. Til dæmis svona!

Villt þú að stefnt sé að ESB aðild Íslands og þess vegna verði aðldarviðræðum ´

Íslands við ESB haldið áfram ?

JÁ ég vil það; ( )

NEI ég vil það ekki;( )

Það þarf ekkert að spyrja sérstaklega um þjóðaratkvæðagreiðslu því að hún verður ekki nema og ef samningur næðist milli ESB og Íslands og ef að þetta yrði samþykkt svona þá yrði þjóðaratkvæðagreiðsla þegar og ef samningur næðist.

Ef þjóðin hinns vegar hafnar þessu nú í kosningum með NEI þá þarf enga frekari þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið væri þar með úr sögunni.

Gunnlaugur I., 19.3.2013 kl. 23:08

3 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ef ESB-sinnar eru svona vissir um að meirihluti þjóðarinnar styðji áframhaldandi "viðræður" þá ætti að vera lítið mál fyrir þá að samþykkja svona kosningar samhliða Alþingiskosningunum ekki satt?

Er ekki betra að hafa sátt um þetta mál ef halda á áfram með það?

Hallgeir Ellýjarson, 20.3.2013 kl. 00:15

4 Smámynd: rhansen

Það eru engin 61% sem vilja ganga i ESB það er nu bara ein orðabrenglunin í frettum fra Samfylkingunni !  Af þvi ESB sinnar eru allir á flótta af sinni  eigin rakalausu málfluttnings tilburðum i gegnum 4 ár ..og loks á Alþingi i dag var það viðurkennt sem auðvitað ótal manns hafa vitað að i þessa stjórnarskrár Breytingar og umræðu var aldrei farið nema útaf þvi sem breyta þarf vegna inngöngu i ESB .....Hvað segir Þorvaldur bóndi nu ?, umræðunni frestað i kvöld og byrjar örugglega ekki aftur !    Og hvað tillögu um þjóðaratkvæða greiðslu Katrinar ,sem er svo fyndin að engu tali tekur og konan er þingmaður !.....það verða liða 3. man fra þvi að tillaga kemur fram þar til hægt er að kjósa um hana !  svei mer þá eg held að þetta fólk á þingi þurfi áfallahjálp   og  þjóðin lika eftir s.l. 4 ár ....

rhansen, 20.3.2013 kl. 00:22

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Þorgerður Katrín er vitaskuld að villast og kemur ekki á óvart.

Gunnlaugur Ingvarsson skrifar réttilega hér ofar: "Spurning hennar eins og hún er orðuð í þessari þingsályktunartillögu er alveg út í hött og leiðandi og hlutdræg."

Skoðum spurninguna sem ÞGK vill leggja fyrir þjóðina: "Vilt þú að Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að aðildarsamningur verði borinn undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“

Þarna er með ærnum (en ekki ærlegum) hætti reynt að gefa í skyn, að þessi valkostur sé svo opinn og jákvæður!

En þarna er áherzlan í 1. lagi á "viðræður" (og þá fara sumir að hugsa: Er nokkuð rangt að ræða saman?!) í stað þess að benda á, að allt áframhald málsins felur fyrst og fremst í sér áframhald umsóknar Össurargengisins um að Ísland verði partur af Evrópusambandinu!, en það vill þjóðin hins vegar EKKI (og í ENGRI skoðanakönnun frá umsókn hans 2009!). En af því að þjóðin vill það EKKI, er reynt að draga athyglinni frá þessu og því talað bara um "viðræður". En Ragnar Arnalds benti réttilega á það í Kastljósþætti stuttu fyrir hina sviksamlegu umsókn* Samfylkingar og VG, að vel var hægt að biðja um viðræður við ESB, t.d. í Skotlandi, til að fá þar ýmislegt nánar upplýst um Evrópusambandið, ÁN ÞESS AÐ sækja um að verða þar meðlimaríki.

Svo er talað um að bera aðildarsamning "undir þjóðina til samþykktar eða synjunar," látið eins og ÞJÓÐIN muni ákveða þetta, þegar naumur meirihluti (þjóð gegn þjóð?!!!) gæti mjög sennilega verið að ákveða það! -- og jafnvel með lítilli kjörsókn, sbr. þau tæplega 49% sem tóku þátt í hinni fráleitlega illa undirbúnu kosningu um stjórnarskrártillögur í okt. síðastliðnum. Þannig gætu 24,8% kosningabærra manna verið að velja Evrópusambandið fyrir fullt og allt, án þess að þjóðin gæti hnikað því framar,**, en 24,79% hinna kosningabærru tekið fullveldi og sjálfstæði landsins fram yfir innlimun í stórveldi. Og þetta (tvískiptan almenning) kallið þið í "Lýðræðisvaktinni" ÞJÓÐ!

Og þú ert einn ESB-sinninn, Friðrik. Merkilegt, að einnig þú ferð inn í Lýðræðisvaktina, enda er hún ESB-væn, hversu mikið sem hinn refslegi Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu þrætir fyrir það. Og undir ESB-topphúfu eruð þið: Þorvaldi Gylfasyni.

En ekkert umboð höfðu þessir menn til að gefa ESB-öflunum auðvelt færi með fullveldisframsalsheimild til að glutra niður sjálfstæði landsins -- þeir báðu t.d. kjósendur til stjórnlagaþings aldrei um neitt slíkt umboð, og jafnvel í kynningu Þorvaldar í frambjóðendabæklingnum og víðar, rétt eins og Eiríks Bergmanns Einarssonar o.fl. ESB-taglhnýtinga, steinþögðu þeir um það, að þeir vildu búa til fullveldisframsalsheimild. Ergo fengu þeir aldrei neitt umboð til þess, og þeim mun síður veitti Þjóðfundurinn 2010 þeim slíkt umboð, því að hann margítrekaði, að í stjórnarskrá lýðveldisins ætti að standa fullan vörð um sjálfstæði og fullveldi lands og þjóðar.

* Sviksamleg var umsóknin, af því að VG-þingmenn höfðu fengið umboð frá kjósendum sínum til hins gagnstæða! Steingrímur lét sólarhring fyrir kjördag þjóðina heyra það, að VG væri harðasti andstöðuflokkurinn við ESB-aðild!

** Í stjórnarskrártillögum "stjórnlagaráðs er ekki aðeins ákvæði í 111. grein sem heimilar fullveldisframsal [til Evrópusambandsins], heldur einnig það ákvæði í 67. grein, að þrátt fyrir réttindi 10% kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðis um málefni (65.-66. gr.), þá sé á grundvelli þeirrar heimildar "hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt." -- Sem sagt: samkvæmt hinu ESB-væna, ólöglega skipaða "stjórnlagaráði" má t.d. naumur meirihluti af t.d. helmingi þjóðarinnar kjósa landið undir erlent dóms- og stjórnvald og erlent löggjafarþing (ESB er með tvö), en hitt er þjóðinni bannað þar að eiga frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslu um að kjósa sig undan því erlenda yfirvaldi !!! Og minnumst þess hér, að það tók landið margar aldir að endurheimta það fullveldi, sem Noregskonungi var gefið 1262.

Jón Valur Jensson, 20.3.2013 kl. 01:43

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Númi

Það er rétt hjá þér, þessi skoðunarkönnun segir ekkert til um það hve stór hluti þjóðarinnar vill ganga í ESB og taka upp evru. Þetta er hins vegar ákveðin vísbending um að stærri hluti þjóðarinnar hefur áhuga á meiri og auknu samstarfi við Evrópu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 05:25

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Gunnlaugur I

Við skulu ekki draga svona ályktanir Gunnlaugur eins og að þjóðin viti ekki um hvað málið snýst. Þjóðin veit það mjög vel hvað það þýðir að sækja um aðild og því fylgir aðlögun að ESB. Þjóðin veit að með því að sækja um aðild þá erum við Íslendingar að segja að við viljum ganga í ESB og taka upp evru.

Dapurleg eru orð þín um Evrópustofu og frjálsa fjölmiðla þessa lands. Þú talar eins og Stalín sjálfur, maður sem vill banna frjálsa upplýsingu og frjálsa umræðu. Þú talar eins og maður sem þolir ekki að samborgarar þínir fái að vita sannleikann í þessu máli.

Finnst þér það virkilega boðlegt að banna umræðu um ákveðin málefni í þessu samfélagi í dag, nú þegar allt er uppi á borðum, jafnvel ógeðsleg kynferðisbrotamál sem samfélagið hefur hingað til veigraðs sér við að taka á og ræða þá vilt þú fara að banna umræðu um aðild Íslands að ESB og hvaða kostir það hefur að taka upp evru.

Þetta er ótrúlegur málflutningur hjá þér Gunnlaugur I

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 05:36

8 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það er ekkert lýðræðislegt við það að ljúga að fólki um eðli ESB umsóknarinnar. Af hálfu Evrópusambandsins liggur fyrir að regluverk sambandsins er óumsemjanlegt og því verður engin samningur til að kjósa um. Aðeins verða til fyrirmæli um hvernig aðlögunarferli(aflúsun) skuli háttað og um það megi þjóðin kjósa.

Evrópusambandið tilkynnt Íslendingum þann 17 júní 2010 að landið hefði verið samþykkt og fengi for-aðild(Pre-accession) að Evrópusambandinu. Eina sem þjóðin þurfti að gera var að aflúsast til að mæta kröfum sambandsins, í einu og öllu, áður en að fullri aðild yrði. Við fulla aðild fengi Ísland 0,06% af sameiginlegu fullveldi sambandsins gegn því að afhenda meginlandsþjóðunum 99.94% af fullveldi Íslands í þeim málaflokkum þar sem fullveldi er framselt til ESB.

Lýðræðisvaktin hefur það markmið að framselja sem mest af fullveldi Ísland til meginlandsins undir merki ESB. Liður í þeirri vegferð er að koma ESB-vænni stjórnarskrá í gegnum alþingi Íslendinga.

Eggert Sigurbergsson, 20.3.2013 kl. 05:37

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Hallgeir Jónsson

Ákvörðun um að sækja um aðild að ESB var tekin með löglegum hætti á Alþingi. Þar ákvað meirihluti þingmanna að sækja um aðild. Þessi ákvörðun var tekin í fullu samræmi við gildandi lög og stjórnarskrá.

Slíkar löglegar ákvarðanir Alþingis ber að virða.

Með lögum skal land byggja, með ólögum eyða.

Það stöðva þessa samninga núna bara af því einhverjir einstaklingar eins og þú heimta það er brot á stjórnarskrá og er á öllum lögum, venjm og hefðum.

Frekjuhundar eiga ekki að stjórna þessu samfélagi heldur á að stjórna landinu í samræmi við stjórnarskrá og gildandi lög á hverjum tíma.

Þess vegna á að klára þessa samninga í samræmi við vilja Alþingis og þjóðin á síðan að kjósa um þessa samninga í bindandi kosningu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 05:43

10 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl rhansen

Það er rétt þetta er ekki skoðanakönnun um hvort þjóðin vill ganga í ESB enda mjög margir sem neita og ætla ekki að taka afstöðu til þess máls fyrr en samningur liggur fyrir. Þetta fólk vill meðal annars fá að vita hvernig ESB mun taka með okkur á gjaldaeyrishöftunum og snjóhengjunni í þessum samningaviðræðum. Líka hvort staðbundnir fiskistofnar verði á grundveli reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika gerðir að sérstöku fiskveiðisvæði sem við Íslendingar stjórnun hér eftir sem hingað til.

Að 61% vilji halda áfram þessum viðræðum og þessari aðlögun að ESB sem er hluti þessara samninga er hinsvegar skýr vísbending um jákvæða afstöðu 61% kjósenda til málsins...

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 05:52

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jón Valur

Þetta mál er ekki svona flókið.

Í aðdraganda kosninganna í Svíþjóð var bara spurt:  Vilt þú lægri vexti?  Meiri hluti Svíjar svöruðu þeirri spurningu játandi og Svíþjóð hefur blómstrað síðan. Svíjóð hefur verið með hagvöxt um og yfir 4% í gegnum öll kreppuárin frá 2008.

Hér heima verður bara spurt:  Vilt þú áframhaldandi óðaverðbólgu, gjaldeyrishöft og verðtryggingu næsta aldarfjórðunginn eða vilt þú lága vexti og stöðugt verðlag?

Og hvernig heldur þú Jón Valur að meiri hluti kjósenda munu svara þeirri spurningu til þeir standa einir inni í kjörklefanum?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 05:57

12 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika

Meginrök Evrópusinna sem snúa að sjávarútvegsmálum er að við inngöngu í Evrópusambandið fái Íslendingar sérlausn og haldi öllum sínum fiski og fiskimiðum innan 200sjómílna alfarið fyrir sig. Þennan einkaaðgang eigum við að fá í krafti stöðugleikareglunnar frá 1983 sem mun þá væntanlega jafnframt tryggja okkur til frambúðar. Evrópusinnar telja að með þessari reglu séu öll vandamál úr vegi fyrir því að afhenda Evrópusambandinu Íslensku fiskveiðiauðlindina til ævarandi ráðstöfunnar.

Við nánari skoðun á ákvæðinu um stöðugleikareglunnar þá kemur strax í ljós að reglan hefur engin lagarök í stjórnarskrá sambandsins heldur er hún afleidd í reglugerð 2371/2002. Hægt er að breyta reglunni í krafti meirihlutavalds framkvæmdarstjórnarinnar þegar þurfa þykir.

Í grænubók um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins árið 2002 þá koma fram efasemdir um ágæti stöðugleikareglunnar enda telur Evrópusambandið að um beina viðskiptahindrun að ræða sem skerðir hagkvæmni fiskiðnaðar í Evrópusambandinu sem heild, því verði að afnema hana þegar búið verður að koma böndum á ofveiði á fiskistofnum sambandsins.  Ein af hugmyndum höfunda grænubókar 2002 er að komið verði á frjálsum viðskiptum með kvóta þar sem útgerðarmenn í einu landi geta selt kvóta sinn til útgerðar í öðru landi án nokkurra kvaða eða skilyrða. Hugmyndin byggir á þeirri hugmyndafræði að Evrópa sé ein heild og hafi enga innbyrðis skiptingu. Þessu má líkja við að skip frá Eskifirði veiðir loðnu við Reykjanes enda er Ísland ein heild og við deilum auðlindinni á milli fjórðunga án nokkurra skilyrða, útgerðir geta skiptast á kvótum milli byggðarlaga eftir því sem hentar þeim best burtséð frá áhrifum á stök samfélög innanlands enda séu hagsmunum heildarinna ekki ógnað.

Í grænbók 2009 er en og aftur gerð athugasemd við stöðugleikaákvæðið og er vísað til reynslunnar af ákvæðinu síðasta aldarfjórðung sem sögð er slæm. Stöðugleikareglan er talin sjálfstætt vandamál, enda byggir hún á þeirri hugmyndafræði að lífríki í sjónum sé óbreytanlegt. Tekið er fram að fiskveiðiþjóðir innan Evrópusambandsins geti ekki gengið að því sem vísu að þau haldi sínum úthlutaða kvóta í krafti stöðugleikareglunnar til frambúðar. Sérstaklega er tekið fram að stöðugleikareglan er farin að bjaga raunverulega stöðu og útbreiðslu fiskistofna sem leiði til sífellt aukinnar óhagkvæmni í veiðum og vinnslu. Dæmi um þetta er að land fái úthlutaðan kvóta, byggðan á stöðugleikaákvæðinu frá 1983, en nái ekki að veiða nema brot af úthlutuninni á meðan annað land sem er með mun minni kvóta veiðir mun meira en kvótinn segi til um og verði því að kasta fiskinum aftur í hafið eða koma með hann að landi og fá refsingu að launum. Skýrasta dæmið sem snýr að Íslendingum er sú breyting sem hefur orðið á hegðum makríls frá  2008 en þá hóf makrílinn fæðugöngur í stórum stíl inn í Íslenska efnahagslögsögu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa en þjóðir sem töldu sig „eiga“ makrílinn, vegna stöðugleikareglunnar, hótuðu Íslendingum viðskiptahindrunum á Íslenska hagsmuni í krafti Evrópusambandsins ef við létu þeim ekki í té lífmassann okkar möglunarlaust. Á sama tíma og Evrópuþjóðir hóta Íslandi viðskiptahindrunum ef þeir láti ekki af veiðum á makríl þá fagna þeir komu Hafgöltsins sem sækir nú inn í Írskan sjó í miklu magni vegna breytinga á fæðugöngum, sannkallaður happafengur það fyrir Íra.

Vert er að geta þess að fiskveiðiauðlindir eru einu auðlindirnar sem verða að sameign sambandsins við það að þjóð gengur í Evrópusambandið, þetta ákvæði er mjög skýrt  í stjórnarskrá sambandsins(Lissabon-sáttmálinn). Tilurð þessa ákvæðis er að fyrir samninga við Norðmenn 1970 þá setti ráð Evrópusambandsins inn þessa reglu að fiskistofnar væru sameign bandalagsins, kölluðu það „frjálsan aðgang“. Þetta gerðu þeir fáum klukkustundum áður en formlegir samningar hæfust. Þessi tilraun til yfirtöku á auðlind Norðmanna er megin ástæðan fyrir að norska þjóðin hafnaði samningnum. Frá því samningum lauk 1972 með inngöngu Dana, Breta og Íra hefur engin alvöru fiskveiðiþjóð gengið í sambandið í rúm 40 ár. Spánverjar gengu að vísu í sambandið 1986 en þeirra fiskveiðar byggja að mestu á afráni frá öðrum þjóðum á öllum heimshöfum.

Sú hugmyndafræði að Ísland fái varanlega sérlausn sjávarútvegsmála út á ákvæðið um hlutfallslegan stöðugleika er tálsýn sem hefur ekki einu sinni traustan grundvöll í sáttmálum sambandsins. Stöðugleikareglan er sjálfstætt vandamál sem fyrir marga hluta sakir verður afnumin þegar tækifæri gefst. Þegar það gerist mun rödd Íslands sín einskis enda er ekkert neitunarvald á bak við þá rödd um reglu sem er ekki einu sinni hluti af sáttmála sambandsins.

Eggert Sigurbergsson, 20.3.2013 kl. 06:13

13 identicon

Eggert, af hverju ljúkum við ekki bara þessum samningumn og þá mun koma í ljós hvort þú eða sambandssinnarnir hafa rétt fyrir sér?

Þú heldur einu fram.

Sambandssinnar halda öðru fram.

Á svo bara að hætta öllum samningum á þess að hið rétta / sanna komi í ljós?

Auðvitað á að ljúka þessum samningum.

Pétur (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 07:17

14 identicon

Það að ætla að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu afbökun á lýðræðinu.

Smjörklípa sett fram í þeim tilgangi að flækja málin og eyðileggja þessa lýðræðislegu aðferð sem felst í því að þjóðin fái að ráða sínum stærstu málum sjálf.

Skömm þeim sem eru að reyna að þvæla málið með þessum hætti.

Guðlaug (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 07:34

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Friðrik. Það er nú ekki búið að kjósa um ESB-vilja þjóðarinnar.

Þú hlýtur að hafa einhverja hugmynd um það Friðrik, að skoðanakannanir eru einungis til þess gerðar að hafa áhrif á kjósendur, jafnvel með óheiðarlegum og hagræddum skoðanakönnunum, fölskum áróðri og þrýstingi. Það er ekkert lýðræðislegt né heiðarlegt við slík vinnubrögð, síður en svo.

Stjórnsýslan og klíkusamfélagið á gamla kúgunar-Íslandi mun ekki skapa nýtt og betra Ísland, með gömlu spillingar-blekkingar-kúgunar-uppskriftinni. Brennt barn ætti að hafa þá eðlisnæmni að forðast eldinn, ef allt er eðlilegt. Það gengur ekki vel að breyta heilaþvegnu og fjölmiðlastýrðu hugarfarinu, enda mjög erfitt.

Heiðarlegast væri að segja satt og rétt frá. Það á enginn að þurfa að óttast það að vera heiðarlegur og segja satt í siðmenntuðu samfélagi.

Það er ekki í boði að halda áfram reglugerðar-aðlögun að ESB með bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu í lokin. Rétt skal vera rétt. Ef ekki er hægt að bakka út úr öngstrætinu, þá á bara að segja eins og er. Það yrði allra hagur, bæði á Íslandi og í Evrópu.

Það voru ekki mörg trompspil á hendi ráðamanna á Íslandi árið 2008. Stjórnsýslukerfið helsjúka og spillta var búið að ljúga og blekkja of lengi í gegnum fjölmiðla og dagblöð, og haga sér eins og fársjúkir spilafíklar (sem stjórnsýslukerfið er). Græðgi er mjög alvarlegur  andlegur  næringarskorts-sjúkdómur. Við kunnum víst bara ráð við líkamlegum næringarskorti, alla vega að einhverju leyti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2013 kl. 09:21

16 identicon

Eggert Sigurbergsson segir hér að ofan:

"Lýðræðisvaktin hefur það markmið að framselja sem mest af fullveldi Ísland til meginlandsins undir merki ESB".

Ég las í gegnum helstu stefnumál Lýðræðisvaktarinnar og get ómögulega fundið þessari fullyrðingu stað. Þvert á móti þá segir að Lýðræðisvaktin taki ekki afstöðu til ESB enda sé það þjóðarinnar að gera það í bindandi kosningu.

Af hverju ert þú, Eggert, að skálda upp einhverja skoðanir upp á Lýðræðisvaktina? Hverslags málflutningur er þetta?

Hjörtur (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 10:22

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Friðrik ritar m.a. (ég hef ekki tíma til að skoða meira en þetta núna):

"Ákvörðun um að sækja um aðild að ESB var tekin með löglegum hætti á Alþingi. Þar ákvað meirihluti þingmanna að sækja um aðild. Þessi ákvörðun var tekin í fullu samræmi við gildandi lög og stjórnarskrá."

Þetta er rangt, Friðrik. Þetta var í andstöðu við skyldur þingmanna við lýðveldið, í andstöðu við eið þeirra að stjórnarskránni, þar sem tekið er fram strax í 2. gr. (og víðar), að löggjafarvaldið sé í höndum Alþingis og forsetans -- ekki tveggja meginlands-yfir-löggjafarþinga!!! -- en það síðarnefnda gildir um Esb-meðlimaþjóðir.

Svo ber að leggja allar meiri háttar stjórnarákvarðanir undir forsetann til samþykktar, skv. 16. og 19. gr. stjórnarskrárinnar. Var það gert í þessu máli? NEI, Össur hljóp bara tvívegis til Esb. með nauma samþykkt stjírnarskrárbrjótandi Alþingis.

Þar að auki var þarna brotið gegn landráðabálki almennra hegningarlaga.

Jón Valur Jensson, 20.3.2013 kl. 11:29

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Engu geturðu lofað hér, Friðrik, um lækkun vaxta, og fráleitt er að byggja grundvöll þjóðríkis á þörf fólks fyrir lága vexti og eilífar skuldatökur. Og reyndu að taka afstöðu gegn bönkunum hér með því að taka undir kröfur á vefsíðu minni um að fyrirkreppulánin verði lækkuð um 25-35% vegna ofurgróða bankanna á því að hafa keypt fasteignalánakröfur gömlu bankanna með 25-50% afslætti. Nýju bankarnir eru sumir með 10 milljarða í hagnað (á hálfu ári?) og hneykslanleg þau svik Jóhönnustjórnar að hafa ekki reist skjaldborg um íbúðalánaskuldara í krafti þeirrar sanngjörnu kröfu, að nýju bankarnir slái verulega af innheimtu sinni vegna útsöluverðsins sem þeir fengu á lánasöfnum gömlu bankanna. Verði þetta gert, er bara allt í himnalagi með verðtrygginguna fyrir flesta. En með því að jarma sífellt um hana eru menn að draga athyglina frá fyrrgreindu meginverkefni, sem ég er að hamra á.

Jón Valur Jensson, 20.3.2013 kl. 12:01

19 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Hjörtur - Vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar er eindregin Evrópusinni og hefur verið það lengi. Málskrúði getur ekki falið hið raunverulega markmið vaktstjóra Lýðræðisvaktarinnar sem er innganga Íslands í ESB. Eins og sést í þessu bloggi þá gerir síðuhöfundur því skóna að 61% hafi svarað því til í könnun að það samþykkti aðlögun að ESB. Fæstir sem svöruðu könnuninni vita, eða hafa áhug á, aðildarferlinu eða yfir höfuð hvernig það fer fram. Flestir telja að um raunverulega "samninga" sé að ræða sem geti haldi áfram án nokkurra ábyrgðar eða skuldbindinga gagnvart Evrópusambandinu. Ég hef fullan rétt á því að meta Lýðræðisvaktina út frá því hverjir eru þar í forsvari.

Hér er dæmi um hvað fellst í aðild.

Efni: Álit framkvæmdastjórnar ESB um aðildarumsókn Íslands

"Fyrir aðild þarf að breyta landbúnaðarstefnunni á Íslandi og laga hana að sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB"

Eggert Sigurbergsson, 20.3.2013 kl. 17:33

20 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég er Evrópusinni, og reyndar er ég alheims-siðmenntar-mannréttinda-sinni, og stuðningsmanneskja eðlilegra viðskipta um allan hnöttinn, án kúgana fyrrverandi og tilvonandi stórvelda.

En ég er ekki ESB-einangrunar-Brussel-miðstýringar-sinni, og mun aldrei verða!

Það er mikill munur á Evrópusinna og ESB-sinna.

Vonandi áttar fólk sig á hvernig þetta ESB-leikrit er allt uppsett í áróðursformið: með eða á móti Evrópu!

Þetta áróðursform ESB-elítunnar er skólabókardæmi um hvernig best er að heilaþvo og stjórna samfélögum með villandi áróðurs-þrýstingi vestrænu bankaræningjanna (heimsstjórnendanna)!!!

Sálfræðingarnir sem ráðnir eru til að gefa mafíunni ráð, vita hvernig á að kúga ríkisstjórnir og þeirra undirmenn!

Það er best að hafa alla spillingarþræði með í umræðunni, ef á að vera samfélagslegt gagn af umræðunni!

Sannleikurinn, kærleikurinn og heiðarleikinn er það eina sem dugar til góðra verka. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2013 kl. 18:42

21 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Anna Sigríður

Þessi rökræða því er á þannig plani að það er ekki fyrir einfaldan verkfræðing eins og mig að skilja til fulls hvað þú ert að fara. Setningar eins og:

"villandi áróðurs-þrýstingi vestrænu bankaræningjanna (heimsstjórnendanna)!!!"

eru yfirlýsingar og grundvöllur sem ekki er hægt að byggja neina vitræna rökræður á.

Ég bendi hins vegar bara á að allar þjóðir Evrópu sem telja um 500 milljónir manna hafa talið hag sínum betur borið innan ESB en utan. Að undanskildu olíuríkinu Noreg og svo bankabófunum í Sviss og Luxemborg sem verða að standa utan ESB til að geta veitt bófum skjól og til að geta geymt peningana þeirra.

Og svo auðvitað Bjatur í Sumrahúsum.

Þó þú, Anna, viljir gera okkar Íslendinga alla að "Bjarti í Sumarhúsum", þá segi ég "Nei takk" við því boði þínu og þinna líka. Það er líka ljóst að 61% þjóðarinnar vill fá að sjá hvað annað er í boði en lífið og störfin í "Sumarhúsum". Og Það er vel.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 19:51

22 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Eggert #12

Takk fyrir þessa ágætu greiningu á þessari reglu um hlutfallslegan stöðugleika. Hún er fróðlega og ég orðin fróðari eftir lestur hennar.

Ég vil samt taka undir með honum Pétir #13 og er sammála stefnuskrá Lýðræðisvaktarinnar og ég segi: Ljúkm þessum samningum við ESB, fáum það rétta í þessu máli upp á borðið og látum þjóðina skera úr þessu deilumáli í bindandi kosningum. Höldum síðan áfram með líf okkar og störf í þessu landi, innan eða utan ESB.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 19:58

23 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir gagnrýnina Friðrik. Það er ekki auðvelt að útskýra bankabrenglunar-spillinguna í stuttri athugasemd.

Það er opinbert leyndarmál að Seðlabankarnir í Evrópu stjórna kauphallar-verðbréfa-lottóinu, sem rænir svo valdalausan almenning öllum sínum eigum og rétti. Svo koma reglulega einhverjar fáránlega yfirlýsingar frá "matsfyrirtækjum" um greiðslugetu þjóða. Eru allir búnir að gleyma því að Moodý's gaf Íslandi glimrandi trausts-einkunn fram á síðasta dag? Alveg fram að hruni! Þetta er auðvitað alveg galið samkrull banka-heimsmafíunnar, og það sjá vonandi allir. 

Hvað finnst þér um bankastefnu Evrópu-seðlabankanna og undirbankanna víðs vegar í Evrópu? Er í lagi að sleppa höfuðpaurum og "eigendum" þessara banka á síðustu áratugum, við nauðsynlegt aðhald og eðlilegar sektir, vegna þeirra ofurgræðgi og ránsverka?

Ég þarf skýringu á slíkri löglausri vernd yfir eigendur bankanna, og hver sé löglegur og siðmenntaður réttur Seðlabanka Evrópu, til að fá að starfa á löglausum grunni.

Ég er hvorki verkfræðingur né nokkur annar fræðingur, heldur hugsa ég bara með mínum eigin heila, sem gengur að sjálfsögðu ekki alltaf óaðfinnanlega.

Vonandi getur þú hjálpað mér að skilja þessi ofurréttindi matsfyrirtækja og banka-"eigenda" heimsins, umfram réttindi valdalausra láglauna-stritandi einstaklinga í Evrópu.

Ef ég vissi allt, þá þyrfti ég ekki að spyrja.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2013 kl. 20:43

24 identicon

"... og svo bankabófunum í Sviss og Luxemborg sem verða að standa utan ESB"

Friðrik, ég veit ekki til að Luxembourg standi utan ESB. Hélzt þú það? Reyndar voru Benelux-löndin stofnaðilar að Kol- og Stálsambandinu, svo að það er stórfrétt ef Luxembourg hefur tekizt að segja sig úr ESB.

Annars get ég sammælzt henni Önnu Sigríði hér að ofan, að ég er Evrópusinni og hef alltaf verið og aðhyllist víðtæk samskipti milli fullvalda ríkja á viðskiptalegum grundvelli, en ég er gallharður ESB-andstæðingur af ríkulegum ástæðum sem ég hef oft á tíðum tíundað. Ég er þeirrar skoðunar, að Íslandi og öðrum smáríkjum sé bezt borgið utan ESB. þar með er ekki sagt, að það sé allt svo gott hér á landi, því fer fjarri. 70 ára óstjórn duglausra og spilltra stjórnmála- og embættismanna hafa skilið eftir rjúkandi rúst. En lausnin á því er einfaldlega að þrífa skítinn upp sjálf (sótthreinsa Alþingi og stjórnsýsluna), en ekki að fara inn í ESB-ríkið og fá engu ráðið eftir það.

Pétur D. (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 23:21

25 identicon

ekki trúi eg að tæplega 2/3 hluti landsmanna  séu svo vitlausir

http://www.youtube.com/watch?v=JMf_KwQ2Xlk&feature=player_embedded

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 09:10

26 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Pétur

Luxemborg er þátttakandi í EES samningnum ásamt Noreg og Ísland. Ekkert þessara þriggja landa er í ESB. Við Íslendingar erum hins vegar þessi misserin að sækja um aðild að ESB.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.3.2013 kl. 19:44

27 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Helgi Ármannsson

Í öllum löndum Evrópu eru einstaklingar eins og þessi sem sjá bara rautt þegar ESB er nefnt á nafn.

Það að íbúar Norður Evrópu eigi að leggja til 12 ma. evra til at tryggja innistæður rússneskra glæpamanna í bönkum á Kýpur er auðvitað út í hött. Hvað þá þegar bófarnir eru ekki tilbúnir til að legga 9,9% af innistæðum sínum á móti. Þá bara fara þessir bankar í þrot og innistæðueigendur tapa öllu sínu. Íbúum Norður Evrópu gæti sjálfsagt ekki verið meira sama.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.3.2013 kl. 19:48

28 identicon

Friðrik, ég veit ekki hvar þú færð þínar upplýsingar, sennilega ekki gegnum DTU.

Skv. Wikipediu: http://en.wikipedia.org/wiki/Luxembourg þá hefur Luxembourg verið aðildarríki ESB frá stofnun þess, þar á undan stofnaðili að EBE: "Luxembourg is a member of the European Union, NATO, OECD, the United Nations, and Benelux, reflecting the political consensus in favour of economic, political, and military integration. The city of Luxembourg, the largest and capital city, is the seat of several institutions and agencies of the EU."

og

"In 1957, Luxembourg became one of the six founding countries of the European Economic Community (later the European Union), and, in 1999, it joined the euro currency area. In 2005, a referendum on the EU treaty establishing a constitution for Europe was held in Luxembourg."

Það er undarlegt að það eru margar ESB-stofnanir í Luxembourg ef landið er ekki aðildarríki í ESB. Ekki bara það, heldur var forsætisráðherra Luxembourgar forseti framkvæmdarstjórnar ESB á undan Barrosso. Kannski ættirðu bara að kíkja á Evrópukortið (nýlega útgáfu).

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 21:48

29 identicon

Ég hljóp víst á mig þarna, það var fyrrverandi forsætisráðherra Luxembourgar (Santer) sem var forseti framkvæmdastjórnar ESB (The European Commission), en núverandi (Juncker) var í tvígang formaður ráðherraráðsins (The European Council). En það skiptir engu máli í þessu sambandi.

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 21:59

30 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Pétur

Þetta er hárrétt hjá þér.

Það er Liechtenstein, ekki Luxemborg, sem er þátttakandi í EES með okkur og Noreg.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.3.2013 kl. 22:50

31 identicon

Einmitt.

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 23:11

32 identicon

Álíka vitlaust mat og Göngin, Friðrik?

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 11:04

33 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Pakkakíkir

Sú gagnrýni sem sett var fram á sínum tíma þegar undirbúningur Hvalfjarðarganga stóð sem hæst, sú gagnrýni átti fullkomlega rétt á sér.

Bæði þeir tæknilegu ágallar sem bent var á sem og þeir fjárhagslegu og siðfræðilegu.

Enda hefur komið í ljós að allt það sem gagnrýnt var, það var rétt þannig og allt í þeirri gagnrýni stendur eins og stafur á bók. Má þar nefna ábendingar um hve öryggismálum var áfátt. Bent var á að frá upphafi þurftu að vera tvenn göng undir Hvalfjörðin til að uppfylla þær öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkra mannvirkja. Eins var bent á hve óhagkvæmt það var að láta eignalaust félag fá þessa framkvæmd í hendur án útboðs, eignarlaust félag sem tók lán á margfallt hærri vöxtum en ef ríkið hefði tekið lánin. Og hver borgar svo þessa háu vexti? Jú, ég og þú.

Kynntu þér málið hér, Pakkakíkir: http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/822696/

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.3.2013 kl. 16:05

34 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Hins vegar er það rétt Pakkakíkir að það er ljóst að ég hef árum saman ruglað saman Luxemborg og Liechtenstein í umræðu um EES samninginn :)

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.3.2013 kl. 16:23

35 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Þegar nýtt þing stöðvar aðildarviðræðurnar þá mun Lýðræðisvaktin væntanlega virða á niðurstöðu.

"Með lögum skal land byggja, með ólögum eyða."

Hallgeir Ellýjarson, 26.3.2013 kl. 22:08

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það mætti halda, að þú hafir glatað þinni eigin sjálfsvitund eða samsemd (identiteti), Friðrik, myndin af þér horfin, en XL komið í staðinn! Það kalla ég slæm býti ! Og ekki eykst trúverðugleiki ykkar í þeim Esb-væna flokki.

Jón Valur Jensson, 29.3.2013 kl. 22:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband