Helmingur þjóðarinnar vill halda áfram aðlögunarferlinu að ESB, skv. Capacent Gallup.

Það kemur mér á óvart að helmingur þjóðarinnar skuli vera svona jákvæður gagnvart aðild að ESB. Að helmingur landsmanna vill halda áfram núverandi aðlögunarferli þjóðarinnar að Sambandinu og að helmingur þjóðarinnar vill fá að kjósa um það hvort við göngum í ESB og tökum upp evru. 

2012_05_15_EOS60D_6456Tölur sem sýna einhverja 70/30 skiptingu um hvort fólk vill ganga í Sambandið núna án þess að hafa séð eða kynnt sér til hlýtar málið og samninginn, þær tölur eru ekki marktækar.

Það sem skiptir máli er þetta:  "Þegar spurt var út í viðhorf til aðildarviðræðna kemur í ljós að 43,5% eru andvíg því að stjórnvöld dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka en 44,6% fylgjandi. Munurinn þarna á milli er ekki tölfræðilega marktækur".

Ég skil nú í ljósi þess að helmingur þjóðarinnar vill halda aðlögunarferlinu að ESB áfram að andstæðingar ESB eru að fara af hjörunum og eru að heimta að sendiráðsskrifstofum sé lokað og annan álíka barnaskap.

Er ekki nokkuð ljóst að Evrópulestin verður ekki stöðvuð úr þessu? Ef farið verður út í þá vitleysu að boðað til kosninga um hvort haldi eigi kosningar um að halda aðildarferlinu áfram, þá, miðað við þessa könnun Capacent Gallup, er ég sannfærður um að við aðilarsinnar vinna þær kosningar.

Þegar kemur að kosningum um sjálfa aðildina þá verður bara spurt:

Vilt þú áframhaldandi verðtryggingu, óðaverðbólgu og hæstu vexti í Evrópu eða vilt þú lága vexti og stöðugt verðlag?

Og þær kosningar veit ég að við aðildarsinnar vinnum.


mbl.is Meirihluti áfram andsnúinn aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://cur.lv/gnpf

Jón valur (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 22:42

2 Smámynd: Elle_

Friðrik, eins og þú skrifaðir fyrst í pistlinum, kom þetta þér sjálfum á óvart.  Þú ættir ekki að búast við að andstæðingar hafi frekar vitað það.  Og vilji þessvegna loka hinni rangnefndu 'Evrópu'stofu.  Hvaða andstæðingar vildu í fyrstunni opna fáránlega stofuna?  Ekki neinn að ég viti.  Og vildu alltaf að henni væri lokað.

Við erum að ræða fullveldisframsal og þú skrifar eins og það snúist um peninga.

Elle_, 9.3.2013 kl. 23:22

3 identicon

Hversu stór partur af óverðtryggðum vöxtum er vegna hugsanlegrar verðbólgu??

miðað við ofangreindan prósentureikning hjá þér hlýtur lítill hluti þjóðarinnar að vera fylgjandi nýju stjórnarskrárdrögunum

ef maður miðar við mætingar á undanfarna laugardagsfundi ( enda búið að færa þá af austurvelli

og síðan er hægt að skoða skoðannarkannir um fylgi flokka þeir sem eru andvígir þessum tillögum eru virkilega að skora

sæmundur (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 23:23

4 Smámynd: Elle_

Fyrir 3 dögum var eftirfarandi könnun gerð af Gallup, Friðrik.  Farðu rólega í vissu þinni.

Meirihluti áfram andsnúinn aðild

06.03.2013

Ný könnun Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins um viðhorf til til aðildar að Evrópusambandinu og aðildarviðræðna gefur til kynna að 58,5% séu andvígir aðild en 25,,1% hlynnt. Þessar tölur eru svipaðar og komu fram í sambærilegri könnun sem unnin var árið 2012. Raunar er óveruleg breyting í viðhorfum almennings til aðildar frá árinu 2010. 

Þegar spurt var út í viðhorf til aðildarviðræðna kemur í ljós að 43,5% er andvígur því að stjórnvöld dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka en 44,6% fylgjandi. Munurinn þarna á milli er ekki tölfræðilega marktækur.

Loks var spurt hvernig væri líklegast að þú myndir greiða atkvæði ef aðild að Evrópusambandinu yrði borin undir þjóðaratkvæði núna. Þá segjast 70% vera á móti aðild en 30% með.

Elle_, 9.3.2013 kl. 23:40

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Elle

Efnahagsbandalag Evrópu snýst að stórum hluta um peninga og aukna samkeppnishæfni fyrirtækjanna á sameiginlega markaðnum og möguleika þeirra að greiða hærri laun.

Þegar Svíar gengu í ESB þá var bara spurt: "Vilt þú lækka vexti í Svíþjóð". Meirihluti Svía svaraði JÁ og Svíþjóð hefur blómstar síðan. Verið með um 4% hagvöxt öll kreppuárin frá 2008.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.3.2013 kl. 23:45

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

sæmundur

Eigum við ekki að ætla að fyrirtæki eins og Capacent Gallup sem sérhæfa sig í að gera skoðanakannanir, að niðurstöður þeirra gefi réttari vísbendingar um niðurstöður kosninga en fjöldi þátttakanda á einhverjum útifundum í næðingi og kulda um hávetur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.3.2013 kl. 23:51

7 identicon

Svíþjóð er í ESB en er ekki með evru, sænska krónan hefur fallið um 40% gagnvart evru frá hruni sem skýrir betri samkeppnishæfni umfram evrulönd.

Danmörk er í ESB og er krónan þeirra nánast föst við evruna. Hagvöxtur hefur verið sá sami í Danmörku og á Íslandi frá upphafi kreppu eða um -4%. Danska króna hefur ekkert haggast gagnvart evru frá hruni en sú Íslenska hefur fallið um 60%.

Munurinn á Íslandi, Svíþjóð og Danmörku er að á Íslandi varð algjört hrun bankakerfis. 

Niðurstaðan er sú að evra og Evrópusambandsaðild er ekki sú töfralausn sem menn vilja vera láta, það virðist sem svo að aðrir þættir skipti meira máli þegar kemur að hagsæld og tækifærum til að greiða hærri laun.

Ási (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 03:16

8 identicon

Háværi minnihlutinn tapar þessum slag sem öðrum undanfarið.

Ekkert fjárans esb hér (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 09:33

9 identicon

Friðrik ef það er rétt hjá þér með Capacent Gallup

hvað vísbendindingar gefur það þér þá niðurstöður skoðannakannana frá capacent gallup um fylgi þeirra flokka sem eru andvígir þessu óðagoti með stjórnarskrárdrögin og inngöngu í esb

birti hér um niðurstöður gallup

"Fylgi annarra flokka breytist lítið en ríflega 15% segjast myndu kjósa Samfylkinguna, rösklega 7% Vinstrihreyfinguna - grænt framboð, rúmlega 3% Hægri græna, rösklega 2% Pírata og liðlega 1% Dögun. Önnur framboð mælast samanlagt með rösklega 2% fylgi en ekkert þeirra mælist með yfir 1%. Nær 12% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og tæplega 9% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 31%.

sæmundur (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 10:06

10 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ási

Ég fór inn á vef Seðlabanka Íslands:  http://www.sedlabanki.is/gengi/timaradir-i-excel/

og bað um meðalgengi evru fyrir árið 2008 sem er 127,5 ikr/e og meðalgengið fyrir árð 1013 sem er 169,8 ikr/e. Gerði það sama fyrir sænsku krónuna og fékk gildin 13,2 sek/e (2008) og 19,9 sek/e (20013). Fyrir dönsku krónuna eru gildin 17,1 dkk/e (2008) og 22,8 ddk/e (2013).

Þetta þýðir að:

2008 þá var hægt að kaupa eina evru fyrir 9,7 sænskar krónu

2013 þá var hægt að kaupa eina evru fyrir 8,5 sænskar krónu

Sænska krónan hefur því styrkst gagnvart evru um 13,2% á þessu tímabili, ekki fallið um 40% gagnvart evrunni eins og þú fullyrðir. Hávær krafa er nú í Svíþjóð að taka upp evru einmitt vegna þess að krónan þeirra hefur styrkst of mikið gagnvart evru og USD sem kemur niður á útflutningi og möguleikum á enn meiri hagvexti.

2008 þá var hægt að kaupa eina evru fyrir 7,5 danska krónu

2013 þá var hægt að kaupa eina evru fyrir 7,5  danska krónu

Að hagvöxtur í Danmörku hafi verið -4% eins og á Íslandi eru íþróttaæfingar með tölur í anda þess sem þú gerir með gengi sænsku krónunnar gagnvart evru og ég nenni ekki að elta ólar við að leiðrétta.

Í öllu falli eru niðurstaða þína að upptaka evru sé ekki mikilvægur þáttur í að auka hagsæld og getu fyrirtækja og þjóða til að greiða hærri laun, sú niðurstaða þín er röng.

Niðurstaða allra annarra þjóða í Evrópu og þeirra 500 milljón manna sem þar búa er einmitt að aðild að ESB og upptaka evru er mesta framfaraskref sem hægt er að stíga í þá áttina. Enda var það fyrsta sem nýfrjálsar þjóðir Austur Evrópu óskuðu eftir þegar frelsið var fengið var að ganga í ESB og taka upp evru.

Vegna þess að við höfum ekki enn tekið upp evru en erum enn að láta ónýtan gjaldmiðil eyðileggja þetta samfélag okkar þá er þjóðarframleiðslan á dag per mann á Íslandi mæld í USD peer mann sú sama og á Spáni og í Portúgal, um 36.000 USD per mann. Í Danmörku og Svíþjóð er þjóðarframleiðslan um 60.000 USD per mann og í Noregi um 80.000 USD per mann.

Það er hrollvekjandi staðreynd að við Íslendingar skulum aftur vera komnir á bekk með fátækustu þjóðum Evrópu.

Og ég spyr Ási, eigum við ekki að skoða með opnum hug þær færu leiðir sem okkur standa til boða til að vinna okkur sem þjóð út úr þessari dapurlegu stöðu?

Það er mikill fjárhagslegur ávinningur að ganga í ESB og taka upp evru. Um það bera vitni allar þær þjóðir sem það hafa gert.

Kostnaðurinn við að ganga þarna inn er fyrst og fremst andlegur kostnaður, sem felst í því að einhverjum rómantískum hugmyndum frá nítjándu öld um eitthvert ímyndað fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar er fórnað að hluta með slíkri inngöngu.

Ég segi nú bara:   GET OVER IT.

Mikilvægara er að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast til að byggja þetta land og búa til góð vel launuð störf sem tryggja að unga fólkið okkar velji að búa á Íslandi en ekki í Noregi að í öðrum löndum Evrópu. 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.3.2013 kl. 11:58

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll # 9

Ég minni nú bara á að þegar baráttan um Buchheit samningin hófst þá voru niðurstöður skoðanakannana svipaðar og nú. Hátt í 2/3 hlutar þjóðarinnar vildi samþykkja samninginn.

Vegna umræðna, sérstaklega á netinu, og vegna þess að Íslendingar er skynsamir og vel upplýstir þá snérist málið á tveim til þrem mánuðum í það að 60% þjóðarinnar hafnaði samningnum. Og það lá ekkert ljóst fyrir þegar gengið var til kosninga hvernig þetta færi.

Og ég segi vara við þig #9 vertu þakklátur fyrir þann háværa meirihluta sem fór af stað og mótmælti Buchheit samningnum.

Ég er sannfærður um að sú saga muni endurtaka sig í þessu ESB máli. ESB er flókið mál og á því eru margir fletir og engin hefur lofað því að ESB sé töfralausn á þeim vanda sem við sitjum nú í. Ég veit að Íslendingar muni eiga auðvelt með að setja sig inn í þetta mál þegar það kemur á dagskrá og þeir munu verða fljótir að skilja hysmið frá kjarnanum og kjarninn snýst ekki um eitthvert ímyndað fullveldisafsal heldur þann efnahagslega ábata sem fylgir aðil og upptöku evru.

Og þegar kemur að ví að valið standur milli óbreytts ástands og þess að velja þá einu færu leið sem okkur býðst út úr þeirri fátækt sem við erum að síga inn í, þá er ég sannfærður um að skynsemin verður ofaná eins og í Icesave málinu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.3.2013 kl. 12:19

12 identicon

Hæstu vexti í evrópu? Langtíma nafnvextir í evrulandinu Grikklandi eru rúm 11% en hafa þó hríðfallið frá því að þeir fóru í tæp 30% á síðasta ári.

Þórður (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 13:38

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er sama hlutfall og raunar ívið hærra sem vill hætta umsóknarferlinu. Sama könnun staðfestir að 70% þjóðarinnar vill ekki ganga í ESB.

Semsagt, þessi grein þín er þvaður og bull og nokkuð víst að þetta glataða stjórnmálaafl ykkar fær ekkert fylgi. Þeir sem ganga gegn vilja þjóðarinnar og hunsa lræ fá nefnilega slik örlög. Það er alveg Orwellískt að skýra afli lýðræðisflokk, þegar markmiðin eru þver öfug.

Andstæðan er marktæk og yfirgnæfandi og. Hefur veriðþannig. Heldur bætir í hana ef eitthvað er.

Þið eruð ekkert annað en trúarhreyfing alvarlega brengluð af Cognitive Dissonance.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2013 kl. 15:14

14 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég hef hvorki séð né heyrt þessa könnun, en ég hef heyrt aðrar og nóg um það. 

En ef spurt væri einnar spurningar, með skírum hætti.  Sem tildæmis hljóðaði svo.  Vilt þú að við Íslendingar verðum hluti af Evrópusambandinu?  Og þar í framhaldi væri aðeins gefin kostur á Já, eða Nei.  Ekkert hálf já eða hálf nei.  Þá er ég nokkuð viss um svarið.   Þessi könnunnar fyrir tæki eru eins og öll fyrirtæki að spara, og þess vegna er oft inná milli allskonar vitleysis spurningar sem koma málinu ekkert við, en rugla.

Hrólfur Þ Hraundal, 10.3.2013 kl. 16:15

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég hef tekið þátt í nokkrum Gallup könnunum og þar eru svarmöguleikarnir allt of margir; algengt að þeir séu 7, eða (að breyttu orðalagi) skv. eftirfarandi valkostum:

ekkert - lítið - svolítið lítið - miðlungs - svolítið mikið -  mikið - algjörlega. 

Sumar spurningar bjóða upp á valkostina 1 - 10, eins og í einkunnagjöf.

Sé að þú ert uppi með þrjár kannanir á síðunni þinni, Friðrik, og mér líka valkostir þínir betur en hjá Gallup - aðeins annað hvort já eða nei.

Kolbrún Hilmars, 10.3.2013 kl. 16:36

16 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jón Steinar Ragnarsson

Samkvæmt nýjustu könnun Capacent Galup segir:

"Þegar spurt var út í viðhorf til aðildarviðræðna kemur í ljós að 43,5% eru andvíg því að stjórnvöld dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka en 44,6% fylgjandi. Munurinn þarna á milli er ekki tölfræðilega marktækur".

Hvernig í ósköpunum getur þú haldið því fram að það sé að ganga gegn vilja þjóðarinnar að vilja ljúka viðræðunum þegar helmingur þjóðarinnar vill halda þeim áfram og vill halda áfram aðlögunarferlinu á ESB?

Það er hins vegar ósköp eðlilegt að svona margið segir nei því samningur liggur ekki fyrir.

Ég skil hins vegar vel að menn eins og þú skuli vera að fara af hjörunum yfir því að staðan skuli vera þessi þrátt fyrir allan áróðurinn gegn ESB, að staðan skuli vera þannig að ef kosið yrði um hvort halda á viðræðunum og aðildarferlinu að ESB áfram þá munum við aðildarsinnarnir vinna þær kosningar.

Já við munum vinna þær konsingar, einfalt er það.

Takk fyrir góðar bölbænir með Lýðræðisvaktina.

Það er einmitt svona málflutningur sem fær gott fólk til að kjósa flokk eins og Lýðræðisvaktina í stað þess að kasta atkvæði sínu á stöðnuðu einangrunarsinnana í Sjálfstæðisflokknum sem skv. nýjustu könnun voru komnir niður í 29% fylgi og stefnir óðum að kjörfylgi sínu, 23%.

Mín spá er sú Jón að þegar talið verður upp úr kjörkössunum 27 apríl þá verði Sjálfstæðisflokkurinn með undir 20% fylgi.

Þannig að þú færð mínar bestu kveðjur að gangi þér vel og haltu áfram á þessum nótum sem þú skrifar á hér fyrir ofan.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.3.2013 kl. 16:57

17 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Hrólfur

Þetta getur ekki verið einfaldara.  Helmingur þjóðarinnar vill halda áfram samningaviðræðunum við ESB og vill fá að kjósa um samninginn.

Og það er ljóst að þegar 50% þjóðarinnar vill ljúka samningsferlinu þá verða þessar samningaviðræður ekki stöðvaðar. Og jafnvel þó Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda og reyni að stöðva þær tímabundið með einhverskonar inngripi þá mun það ekki duga til því hér gilda þó enn reglur lýðræðisins.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.3.2013 kl. 18:18

18 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sælir eru þeir sem eiga sin jólagraut ó étinn.

Hrólfur Þ Hraundal, 10.3.2013 kl. 21:06

19 Smámynd: Elle_

Hví ætti annars að kjósa núna, Friðrik, og hver var að tala um það?  Við vorum ekki spurð í júlí, 09.  Það á að stoppa þetta fáráð nákvæmlega eins og það hófst. 

Ætla að taka það fram að ég er ekkert að 'fara af hjörunum' (og sá það að vísu ekki í Jóni Steinari), en vil alvöru lýðræði, ekki ofbeldi og yfirgang í Jóhönnustíl.  Þið í XL ætlið hinsvegar, eins og það blasir við manni, að hafa blekkingar og ólýðræði Jóhönnu og Þorvalds mikla við lýði.

Elle_, 10.3.2013 kl. 21:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband