Lýðræðisumbætur forsetans endanlega festar í sessi.

Með þessari niðurstöðu forsetakosninganna þá er þjóðin að samþykkja þær breytingar sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert á forsetaembættinu í forsetatíð sinni.

Með þessari niðurstöðu forsetakosninganna þá er ljóst að þjóðin telur forsetann ekki hafa farið út fyrir valdsvið sitt í athöfnum sínum og orðum á undanförnum árum. 

Með þessari niðurstöðu forsetakosninganna þá hefur forsetinn endanlega fest í sessi það beina lýðræði sem felst í málskotsréttinum. 

Með þessari niðurstöðu forsetakosninganna þá hefur þjóðin endanlega fest í sessi þær lýðræðisumbætur sem Ólafur hefur staðið fyrir í forsetatíð sinni.

Þessi niðurstaða er þar fyrir utan enn eitt áfallið fyrir ríkisstjórnina. Enn á ný sannast að þessi ríkisstjórn gengur ekki í takt við íslenskt samfélag. 

Ömurlegt er til þess að hugsa að gömlu hrunaráðherrarnir Jóhanna og Össur skuli nú tæpum fjórum árum eftir hrun enn sitja við völd og skuli enn vera að eyðileggja og skemma fyrir íslenskri þjóð.

Sem betur fer tókst skemmdarvörgum hrunsins ekki líka að eyðileggja forsetaembættið í þeirri mynd sem það er í dag. Það var reynt með því að blása til mótframboðs sem ætlað var að fella forsetann í kosningunum í gær og færa embættið aftur í þann farveg sem það var í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Þar með væri hægt að segja með því að Ólafur var hraktur úr embætti þá hafi þjóðin hafnað þeim breytingum sem Ólafur gerði á forsetaembættinu í forsetatíð sinni. 

Vonandi að þjóðin reki endanlega af höndum sér í Alþingiskosningunum næsta vor það fólk sem sat í ríkisstjórn og á Alþingi í aðdraganda hrunsins, fólkið sem ber pólitíska ábyrgð á hruninu og því gríðarlega fjárhagslega tjóni sem hér varð hjá lífeyrissjóðunum, fyrirtækjunum og einstaklingunum.

 

 www.lydfrelsisflokkurinn.net

 

 


mbl.is Ólafur hlaut 52,78% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uhh næstum helmingur þjóðarinnar tók ekki þátt í þessum kosningum, þannig að Óli er ekki með mikið á bakvið sig..  Hugsanlega er fólk farið að sjá að forset er eitthvað sem ísland þarf ekki og ætti að huga að því að afnema þetta embætti..

DoctorE (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 10:06

2 identicon

Ég finn til með þer DoctorE

Tito (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 10:36

3 identicon

Dapurlegur er málflutningur þinn DoktorE.

Kosningaþátttaka 70% og forsetinn kosinn með 53% atkvæða.

Ef þessa telst ekki góð kosning í lýðræðisríki þá veist þú ekki hvað lýðræði er.

Gunna (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 10:42

4 Smámynd: Jón Sveinsson

ÞEIR SEM EKKI KJÓSA STANDA MEÐ ÞEIM SEM SIGRAR EF EKKI ÞÁ ERU ÞAÐ BLEIÐUR OG ÞORA EKKI AÐ VERA Á MÓTI SVO EINFALT ER ÞAÐ

Jón Sveinsson, 1.7.2012 kl. 14:36

5 Smámynd: Elle_

DoctorE, ég er hissa á að heyra þetta frá þér.  Lýðræðið vann sigur.  Forsetinn vann glæsilegan sigur með nánast 2 heila ríkisstjórnarflokka og heila ríkisstjórn og leppa þeirra og milljónir í fjármunum gegn honum.

Elle_, 1.7.2012 kl. 17:04

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Forsetinn en fyrst og fremst íslensk þjóð vann sigur í gær.  Lýðræðið vann og þess vegna er ég glöð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2012 kl. 20:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband