Mótframboðum gegn forsetanum er ætlað að rústa embættinu í núverandi mynd.

Þegar þjóðin hefur kallað þá hefur núverandi forseti orðið við því kalli.

Þessi framboð nú og ekki síst framboð Þóru gegn sitjandi forseta er einsdæmi í sögunni. Þessum framboðum er stefnt gegn forsetanum og þeim embættisfærslum hans þegar forseti hefur svaraði kalli þjóðarinnar og tekið hagsmuni þjóðarinnar fram fyrir hagsmuni Alþingis.

Ef sitjandi forseti verður felldur í komandi kosningum þá munu andstæðingar forsetaembættisins líta á það sem áfellisdóm yfir embættisfærslum forsetans og segja að þjóðin hafi hafnað því að forsetaembættinu sé beitt með þeim hætti sem gert hefur verið og málskotsrétturinn virkjaður.

Ef sitjandi forseti verður felldur í komandi kosningum þá munu þær lýðræðisumbætur sem forsetinn hefur staðið fyrir að engu verða og þjóðin mun glata málskotsrétti sínum næsta mannsaldurinn því engin forseti mun þvora að beita málskotsréttinum af ótta við að flokkarnir á Alþingi blási þá upp mótframboð gegn honum. Það er líka einsdæmi að formaður og varaformaður Samfylkingarinnar hafa opinberlega líst andstöðu sinni við forsetann og hvatt til mótframboðs gegn honum. Munu formenn flokkanna í framtíðinni stilla komandi forsetum upp við vegg og segja: Ef þú samþykkir ekki þessi lög / samninga þá minni ég á hvernig fór fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni og hvernig hann var hraktur úr embætti?

Þingið hefur alla tíð viljað svipta forsetann málfrelsi og hafa hann í stofufangelsi á Bessastöðum og þannig ráðskast að eigin geðþótta með völd forsetaembættisins, völd sem þjóðin á samkvæmt stjórnarskrá og úthlutar til þess sem hún velur til forseta á fjögurra ára fresti. Þegar ástandið er þannig að forsetinn situr í stofufangelsi á Bessastöðum sviptur málfrelsi, þegar ástandið er þannig þá segja þingmenn gjarnan að forsetinn sé "sameiningartákn þjóðarinnar" og um leið og þeir segja þetta þá brosa þeir gjarnan.

Við eigum að standa vörð um það beina lýðræði sem stjórnarskráin veitir almenningi á Íslandi. Þess vegna eigum við að standa vörð um forsetaembættið. Það á ekki að rýra völd þess með því að setja embættinu einhverjar siðareglur eða takmarka á annan hátt þau völd sem stjórnrskráin felur þjóðinni, völdum sem þjóðin ráðstafar í beinni kosningu á fjögurra ára fresti. Ef forseti fer út fyrir valdsvið sitt eða hagar sér ósæmilega að mati þjóðarinnar þá kýs þjóðin sér einfaldlega nýjan forseta.

Mótframboð gegn sitjandi forseta nú er ætlað að rústa forsetaembættinu í þeirri mynd sem það er í dag til þess að flokkarnir og formenn þeirra haldi þeim völdum sem þeir eitt sinn höfðu.

Verði Ólafur Ragnar Grímsson hins vegar endurkjörinn forseti þá verða þær lýðræðisumbætur sem hann hefur komið hér á með því að virkja málskotsréttinn endanlega festar í sessi.


mbl.is Ólafur Ragnar með 58%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland stendur á tímamótum. Gamla Ísland spillingar, kleptocracy og fúsksins, verður að víkja fyrir Nýja Íslandi, þar sem meritocracy, heiðarleiki og ábyrgð verða í fyrirrúmi. Forsetakosningar eftir tvær vikur sem og alþingiskosningar næsta vor gegna lykilhlutverki í þessari stefnubreytingu. Ég vona því að fólk geri sér ljóst hversu mikil ábyrgið fylgir því að kjósa forseta undir lok mánaðar. Gamla Ísland með Ólaf Ragnar, mann sundrungar og ófriðar, strengjabrúða útrásarkrimmanna enn ein fjögur ár, eða yngri hæfileika menneskju með góða menntun, góða framkomu, sameingartákn og integrator.

 

“We’ve seen enough”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 11:51

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Haukur

Hvað þýðir þetta orð "ingegrator"?

Þetta er þekkt hugtak úr stærðfræðinni nánar sjá hér, en hvað og hvernig kemur það þessum forsetakosningum við?

Annað mál, það er tilgangslaust að tala hér um "skýjaborgir" hins Nýja Íslands þegar fjórflokkurinn keyrir enn á öllum helstu forystumönnunum sínum, forystumönnum sem keyrðu þetta land í þrot.

Meðan þetta lið situr á Alþingi þá verður hér aldrei neitt "Nýtt Ísland". Og það er ekki að fara að gerast að liðið sem sat á þingi fyrir hrun sé að fara að hætta.

Þess vegna er það mikilvægara en nokkru sinni áður að kjósa hér forseta sem við vitum að mun standa vörð um hagsmuni almennings og lýðræðið í landinu, komi það til að hagsmunir almennings stangast á við hagsmuni fjórflokksins / Alþingis. Þó ekki væri nema til að tryggja það að ný stjórnarskrá verði samþykkt og hér verði komið á stjórnlagadómstól, stjórnlagadómstól sem stendur vörð um stjórnarskrána og stjórnskipunina þannig að núverandi samruni löggjafar-, framkvæmda-, og dómsvalds verði brotið upp.

Löngu er orðið tímabært að koma í veg fyrir að öll völd í landinu séu í höndum formanna þeirra flokka sem sitja í ríkisstjórn á hverjum tíma og það mun ekki gerast átakalaust.

Þess vegna þarf nú traustan mann í embætti forseta næstu fjögur árin, forseta sem við getum treyst í komandi átökum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.6.2012 kl. 12:47

3 identicon

Þetta er nú meiri ruglið hjá þér Haukur Kristinsson.

Þetta stríð samfylkingarinnar við forsetann er á misskilningi byggt. Þið eigið ekki í stríði við forsetann, hann hefur ekkert gert ykkur. Þið eigið í stríði við þjóðina og hafið enn sem komið er ekki unnið eina einustu orustu í þeim slag. 

Svo minni ég á að núverandi forsætisráðherra þáði styrki í sína kosningabaráttu frá bankamönnum hér á árum áður og nú er þessi kona að tala um að forsetinn verði að setja sér siðareglur!!! Það sem ykkur skortir í klókindum virðist þið alltaf ná að bæta upp með hræsni.

Ef þið hefðuð verið slyngir þá hefðuð þið hinkrað með ESB umsókn áður en farið var í Icesave, makríl, endurreisn bankana og klárað skuldamál heimilanna. Þá hefðuð þið átt sviðið en núna blasir ekkert við ykkur nema afhroð.  

Seiken (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 15:20

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þessi pistill er með því furðulegasta sem hefur komið úr þínum penna. Rústa embættinu?? Meinarðu rústa því í ÞEIRRI MYND sem ÞÚ vilt hafa af því?

Ég styð ekki Ólaf. Það hefur sáralítið með málskotsréttinn að gera. Ég bara tel af mörgum ástæðum tímabært að skipta honum út.

Ég styð Þóru til að taka við.

Ég er ekki í Samfylkingunni. Ég þekki fólk sem tekur virkan þátt í kosningabaráttu Þóru sem er í ýmsum flokkum, og margir í hennar liði eru óflokksbundnir. Svo allt tal um að hennar framboð sé eitthvert "Samfylkingarframboð", eða "framboð flokkakerfisins" er bara úr lausu lofti gripið.

Flokkspólitískasta aðgerð forseta á liðnum misserum var líklega er Ólafur synjaði fjölmiðlalögum. Ekki var það nú sérstakt stórmál fyrir þjóðina, hafði fyrst og fremst áhrif á eitt stórt fyrirtæki. Forstjóri þess þáverandi var einn helsti stuðningsmaður Ólafs og kosningastjóri hans 1996. Það hlakkaði mjög í a.m.k. tveimur flokksformönnum þá. Þarna má segja að forseti hafi verið að ganga erindi flokka og flokksformanna. Mun hann gera það aftur?

Mér líst þannig á Þóru að hún muni vanda sig við sínar embættisfærslur og ekki vera sífellt að haga seglum eftir vindi, segja það sem hún heldur að fólk vilji heyra og snapa vinsældir, og ekki heldur láta auðjöfra og áhrifamenn nota sig, eins og við höfum séð dæmi um.

Skeggi Skaftason, 16.6.2012 kl. 16:56

5 identicon

Áður en samfylkingin var búin að finna sinn frambjóðanda þá skrifaði ég einhvers staðar í athugasemd að væntanlegur fulltrúi þeirra ætti ekki séns gegn ÓRG því hvaðan ætti hann eða hún að sækja sitt fylgi?  Til þess að vinna þessar kosningar þyrfti samfylkingarkandídatinn að vinna á sitt band stóran hluta af óflokksbundnum sem sögðu nei við Icesave, sjöllum, frömmurum fyrir utan að landa atkvæðum móðurflokksins og þetta fannst mér ákaflega ósennileg útkoma.

Það sem ég hafði hins vegar ekki hugmyndarflug til þess að átta mig á var sú snjalla brella spunameistarana að láta samfylkingarkandídatinn neita því að vera samfylkingarkandídat.  Þetta er í raun brillíant hugmynd og það tókst að minnsta kosti tímabundið að fá fólk til þess að trúa þessu eins og þú ert gott dæmi um Skeggi.  

Auðvitað er til eitthvað fólk utan samfó sem styður Þóru og sjálfsagt má finna samfylkingarfólk sem styður Ólaf (veit reyndar ekki um neinn en jæja) en að halda því fram að frambjóðandinn sem samfylkingin öskrar áfram í öllum kommentakerfum sé manneskja sem ekki var fundin af flokknum til þess að þjóna flokknum er fráleitt. 

Seiken (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 17:38

6 identicon

Blessaður Friðrik. Ég er þér mjög svo sammála að þörf er á nýju fólki á Alþingi. Mín vegna mætti 4-flokkurinn svokallaði deyja drottni sínum. Þessvegna segji ég í mínum ummælum að alþingiskosningar næsta vor skipta þjóðina miklu máli. En Ólafur Ragnar Grímsson væri óhæfasti maður landsins til að leiða þá breytingu. Hann er skilgetið afkvæma gamla spillta ónýta kerfisins, hefur verið hlaupandi á milli flokka og komið af stað íllindum og sundrung þar sem hann hefur stungið upp kollinum.

Það voru gífurleg mistök að kjós þennan pólitíska strigakjaft í embættið 2006. Þá eiga menn ekki að sitja í svona embætti í meira en 12 ár max. 16 eða 20 ár er tóm vitleysa. Um það er ekki einu sinni deilt.

Fyrir neðan eru slóðir í ræður forsetans erlendis. Þegar hann var klappstýra útrásinnar, fundarstjóri þeirra og partíljón. “Þjóðrembdur heimspekingur ofurmennsku Íslendinga”, eina og Jónas ritsjóri orðaði það. Við lestur á ræðum Óla kemur vel í ljós að kallinn hefur afar brenglaða dómgreind, enda orðinn gamall elliær maður.

Polarisator er notað um menn sem koma af stað íllindum, valda sundrung og klofningi.

Integrator er hinsvegar það gagnstæða, menn sem sameina, koma á sáttum og friði.

 

 

http://blogg.smugan.is/ingimarkarl/2012/06/06/puntudukka-skrautsyning-2007/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=puntudukka-skrautsyning-2007

 

http://www.forseti.is/media/files/05.05.03.Walbrook.Club.pdf

 

http://www.forseti.is/media/files/00.05.05.Los.Angeles(1).pdf

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 17:38

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér Friðrik og því fær Ólafur Ragnar mitt atkvæði í þessum forsetakosningum.  Vælið í Samfylkingunni er orðið dálítið pínlegt að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2012 kl. 21:10

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

1996 var Ólafur Ragnar hinn eini frambjóðenda þá sem kvað ákveðið uppúr með það að hann teldi málskotsréttinn í gildi. Ég kaus hann þá fyrst og fremst vegna þessarar yfirlýsingar.

Nú eru aðstæður þannig að enginn dregur lengur í efa gildi málskotsréttarins og þeir þrir frambjóðendur, sem koma næst Ólafi í fylgi, hafa allir lýst yfir því að rétturinn sé í gildi og að til greina komi að þeir beiti honum.

Þess vegna finnst mér það furðuleg umræða að það að kjósa einhvern þessara þriggja muni verða til þess að málskotsrétturinn leggist af.

Ómar Ragnarsson, 16.6.2012 kl. 22:41

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ómar

Tapi Ólafur í komandi forsetakosningum þá munu margir túlka það þannig að þjóðin hafi hafnað þeim breytingum sem Ólafur hefur gert á forsetaembættinu í forsetatíð sinni.

Verði Ólfur hrakinn úr embætti eftir að hafa þurft að beita málskotsréttinum tvisvar sinnum á einu og sama kjörtímabilinu, kjörtímabili sem sem um leið yrði hans síðasta kjörtímabil þá er alveg ljóst að komandi forsetar munu hugsa sig vel um áður en þeir feta í fótspor Ólafs og beita málsskotsréttinum.

Tapi Ólafur í komandi forsetakosningum þá veist þú það jafn vel og ég að þessi setning á oft eftir að hljóma á Bessastöðum á komandi áratugum: Ef þú samþykkir ekki þessi lög / samninga þá minni ég á hvernig fór fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni og hvernig hann var hraktur úr embætti.

Ómar, heldur þú virkilega að forsetar framtíðarinnar muni treysta sér að taka slíkan slag við þingið / fjórflokkinn ef það verður niðurstaðan að þjóðin hafnar Ólafi og hann tapar þessum kosningum?

Hafni þjóðin Ólafi í komandi forsetakosningum verður það ekki metið þannig á næstu áratugum að ef komandi forsetar beita þessum málskostrétti þá eru þeir um leið að fremja pólitískt harakírí / sjálfsmorð?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.6.2012 kl. 00:03

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hafni þjóðin Ólafi Ragnari Grímssyni segir það ekkert að framtíðarforsetar þurfi að óttast dóm þjóðarinnar noti þeir málsskotsréttinn.

Miklu frekar að þeir þurfi að óttast dóm þjóðarinnar fyrir að fljúga 9 sínum með einkaþotum auðmanna, fyrir að lána þeim Bessastaði undir kaffisamsæti, fyrir að skrifa meðmælabréf með fjárglæframönnum til að greiða götur þeirra ("He will bra very good friend..."), fyror að búa til sérstakar kenningar sem áttu að skýra yfirburði og snilld Íslendinga, og svo mætti lengi telja.

Skeggi Skaftason, 17.6.2012 kl. 00:27

11 Smámynd: Sandy

   Það hentar Jóhönnu og hennar fylgigrúbbu vel að henda rírð að forsetanum, það dregur úr athygli almennings að þeirri svívirðu sem verið er að framkvæma á Alþingi. Sitjandi forseti hefur nú þegar gert grein fyrir sínum hluta í útrásarruglinu, en er Jóhanna búin að koma fram og gera grein fyrir þeim athöfnum sem Samfylkingin stóð fyrir í samstarfi við Sjálfstæðismenn?

   Framboð Þóru vekur upp spurningar hjá mér sem ég fæ ekki nokkur svör við, hversu oft sem ég hlusta á hana. Hún telur að forseti eigi að vera sameiningartákn fyrir þjóðina, hvernig er það hægt nema að skrifa undir öll lög og ólög sem koma frá Alþingi steinþeygjandi og hljóðalaust þ.e.a.s. vera nokkurs konar áskrifandi að launum frá þjóðinni, en hunsa allar beiðnir sem koma frá þeirri sömu þjóð, Því annars væri hún með puttana í pólutíkinni og þyrfti að taka afstöðu í pólutískum málum. Þóra hefur hinsvegar lýst því yfir að það sé nákvæmlega það sem hún muni ekki gera.

   Herdís hinsvegar gerir sér fulla grein fyrir því að margskonar vá geti steðjað þjóðinni á komandi árum og að forsetinn gæti þurft að grípa inn í ef hagsmunagæslan á þingi gengur úr hófi fram og þingmenn eru ekki að vinna að hagsmunum þjóðarinnar í heild, heldur gæta að eigin hagsmunum og sinna vina. Ef það væru bara þessar tvær konur í framboði er ekki nokkur vafi á að Herdís væri mun betri kostur fyrir þjóðina.

Sandy, 17.6.2012 kl. 07:47

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við þá sem kunna ekki að kveðja á Íslensku hef ég lítið að segja hér uppi.  En Ólafur var ekki minn maður, svo mikið fjarri því. 

Hann hefur samt og ljóslega hæfileika til að læra og núna á þeim tíma þegar við höfum norn í forsæti og þvaður maskínu með héra hjarta sem skástífu við það norn, þá þigg ég hans liðveislu, því hann er mér íhaldsmanninum mun snjallari í talfærum.  

Fyrirgefðu mér Friðrik Hansen, en ég finn hjá mér hvöt til að strá salti á ýlduna hér á kantinum.  Skeggi  telur sig vitran strax þá hann les fyrirsögn þína.  Það er auðvita hentugt fyrir svona vitlausan mann að geta af upphafsstöfum  ráðið niðurstöðunni.   

En samt þá sér þessi skeggjaði kjáni réttilega mistök Ólafs þá hann hafnaði fjölmiðlalögunum.  En við skulum hafa í huga að þá ríkti annað norn og það heitir Ingibjörg Sólrúin og er nú á svamppúða á launum við að vinna það sem eingin veit og eingin spyr um.  Þar fer fláráð kerling á skafti.

En Skeggja líst vel Þóra og svo mun og fleirrum, sérlega heiðnum sem ég er .  En heiðin goð duga ekki  séu þau smíðuð úr gúmmíi og skæla þegar potað er í þau, en það getur velverið að Jóhanna geti ekki sofnað án svona ýlu. 

          

Hrólfur Þ Hraundal, 17.6.2012 kl. 08:25

13 identicon

þHeld að Haukur sé að rugla saman við enska orðið integrity. Sem er reyndar illþýðanlegt yfir á íslensku, manneskja með þennan eiginleika er heiðarleg, heilsteypt og fleira, en aftur á móti er þetta ekki heldur orð sem íslenskumælandi fólk skilur til fulls eða áttar sig á blæbrigðamun þess og íslenskum orðum, og því síður þarf að grípa til þess, nema það hafi löng kynni af ensku. Ég bjó í Bandaríkjunum í 10 ár og Skotlandi í 7...og get dæmt í þessu máli. Held því ástæðan að Haukur ruglar því saman við stærðfræðina sem kemur málinu ekkert við, og mjög ótrúlegt svo illatalandi maður á ensku kunni í fyrsta lagi, hljóti að vera sú að hann hafi einfaldlega lítið vald á enskri tungu og hafi farið vitlaust með orðið afþví hann hvorki kann það né skilur, en notar það samt til að þykjast vera vel menntaður og svona. Sem er einkenni minnihluta þeirra sem kjósa Þóru, minnimáttarkennd, hroki og sjálfsblekking...og það er jafnvel til í að rústa þjóðinni fyrir egóið því það heldur það sé svo gáfulegt að kjósa hana (meðan fólkið sem er í alvörunni betur menntað og gáfaðra en aðrir kýs almennt Herdísi eða Ara Trausta, því þau eru jú gáfnaljósin í þessu framboði.) Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kjósa hana eru þó einfaldlega hálfvitar sem kjósa hana bara afþví hún er sæt, var í sjónvarpinu, og DV og hin slúðurblöðin sögðu þeim það, og svo grætur það væmnum tárum yfir myndinni sjúklegu þar sem börnin mæna tilbeiðsluaugum á hina ljóshærðu móður sína eins og hún væri gyðja en ekki móðir þeirra, því svona fólk saknar í anda tíma einræðis þar sem einvaldar og kóngar létu almennt taka af sér svona myndir (þó það hafi síðan lagst af, vegna óbeitar fólks á slíku, nema helst í Sovétríkjunum, Þýskalandi Hitlers og slíkum fráhvörfum frá lýðræðinu á okkar tímum. Sem sagt þetta fólk er bara plebbar og skrýll, en það er þó með meiri afsökun en misheppnuðu snobbin sem kjósa hana af þeim sprenghlægilega misskilningi að það sé fínt (svona eins og fólks sem fer uppdubbað á einhvern fábjána söngleikinn og heldur að það sé afskaplega fínt að fara á Hamlet og óstjórnlega menningarlegt, eða lið sem kaupir vatnslitamynd eftir einhvern amatör lýðskrumsmálarann og telur sig þar með orðið hámenningarlegt og eiga málverk.)

Ágúst (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 11:08

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Friðrik Hanesn Guðmundsson segir:

Ef forseti fer út fyrir valdsvið sitt eða hagar sér ósæmilega að mati þjóðarinnar þá kýs þjóðin sér einfaldlega nýjan forseta.

Akkúrat ÞESS VEGNA vil ég kjósa annan forseta! Ég vil einmitt ekki rústa forsetaembættinu heldur þvert á móti hefja það aftur til vegs og virðingar, með heiðvirðum, grandvörum, gagnrýnum, hófsömum og heilsteyptum forseta.

Þess vegna styð ég Þóru Arnórsdóttur.

Skeggi Skaftason, 17.6.2012 kl. 12:21

15 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Skeggi

Það er einmitt þess vegna sem ég segi að ef Ólafur tapar þessum kosningum þá muni margir túkla það þannig að þjóðin hafi hafnað þeim breytingum sem hann hefur gert á forsetaembættinu í forsetatíð sinni og þess vegna muni komandi forsetar ekki þvora að nota málskotsréttinn á komandi áratugum svo þeir hljóti ekki sömu örlög og Ólafur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.6.2012 kl. 12:35

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er spurningin í dag hvort Þóra hafi hlaupið í kvennahlaupinu, það er sagt að fólk hafi séð hana koma á bíl  akandi að rásmarkinu og klæða sig þar í bolinn til að fara og taka á móti pening.  Ef þetta er rétt hvar er þá heiðarleikinn?

Sem sagt hljóp hún eða ók hún að rásmarkinu?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2012 kl. 12:37

17 identicon

Matthías Jóhannessen, skáld og ritstjóri, skrifaði 1996 eftirfarandi um Óla: “Ólafur er að mörgu leyti ágætur, en hann er mesti lýðskrumari og tækifærissinni sem hér hefur tekið þátt í stjórnmálum um áratuga skeið“.

 

Í dag er þessi gamli skarfur ýkt útgáfa af gamaldags pólitík frá 2007, sem setti þjóðina á hausinn 2008. En það merkilega er, að kallinn er kominn undir verndarvæng Sjallanna/LÍÚ, sem hafa sett própaganda apparatið í gang, en gegn því virðast innbyggjarar vera eins ósjálfbjarga og fiskar á þurru landi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 13:24

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef hann er svona mikill lýðskrumari af hverju neitaði hann þá að skrifa undir Icesave?  Þar með gerði hann sig að óvini ríkisstjórnarinnar.  Lýðskrumarar eru nefnilega þannig að þeir tala og tala og meina ekkert með því, snúast eins og vindhanar.  Mér dettur í hug ágætis dæmi um lýðskrumara, fyrsti stafurinn er Steingrímur annar stafurinn er Össur.  Kannast þú nokkuð við þá?  Kynntu þér hvað lýðskrumari stendur fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2012 kl. 13:36

19 Smámynd: Skeggi Skaftason

Friðrik,

þú segir tvennt:

(i) Ef forseti fer út fyrir valdsvið sitt

eða

(ii) hagar sér ósæmilega að mati þjóðarinnar

þá kjósi þjóðin sér nýjan forseta.

Þú getur ekki fullyrt að gerist þetta, að þjóðin kjósi sér nýjan forseta, að það sé vegna þess að meirihluti þjóðarinnar geri það útaf ástæðu (i) og að það sé vegna málsskotsréttarins.

Mér finnst ástæða (ii), sem þú sjálfur nefnir, skipta svo miklu, miklu meira máli.

Skeggi Skaftason, 17.6.2012 kl. 15:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband