Sunnudagur, 20. maí 2012
Pólitískt uppgjör á glæpum gegn þjóðinni verður í þingkosningunum að ári.
Með útgáfu Rannsóknarskýrslu Alþingis og dómnum yfir þáverandi forsætisráðherra, Geir Haarde, þá er uppgjöri fjórflokksins á hruninu lokið.
Eftir er hinsvegar pólitískt uppgjör kjósenda á þeim glæpum sem fjórflokkurinn vann gegn þjóðinni í aðdraganda hrunsins og í kjölfar þess. Það uppgjör bíður þingkosninganna að ári.
Í því pólitískta uppgjöri kjósenda við fjórflokkinn þá verður ákært fyrir eftirfarandi glæpi og þjóðinni gefst í þingkosningunum kostur á að fella sýknu- eða sektardóm yfir fjórflokknum.
Glæpur fjórflokksins nr. 1 gegn þjóðinni er þegar Lýðveldið Ísland var skuldsett í þrot í aðdraganda hrunsins í misheppnuðum tilraunum fjórflokksins að bjarga gjaldþrota bönkum landsins. Öll lán sem buðust voru tekin og allir fjármunir sem til voru var ausið í bankana, banka sem fjórflokkurinn vissi að voru gjaldþrota, banka sem fjórflokkurinn vissi á þessum tíma að var ekki hægt að bjarga. Svo langt gekk fjórflokkurinn í þessari skuldsetningu að Lýðveldið Ísland endaði í höndum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Glæpur fjórflokksins nr. 2 gegn þjóðinni er setning neyðarlaganna sem er mesti þjófnaður sem framinn hefur verið í Evrópu frá stríðslokum og fólgst í því að tryggja innistæður langt, langt umfram innlendar og alþjóðlegar skuldbindingar og nota til þess fé erlendra lánadrottna gömlu bankana. Þrot íslensku bankana er þriðja stærsta gjaldþrot í heimi. Ofaní þetta stóra gjaldþrot kom setning neyðarlaganna en með þeim þjófnaði fór Lýðveldið Ísland á lista yfir mestu "bananalýðveldi" heimsins. Fjölmargar lánastofnanir munu ekki lána til landsins næstu áratugina og allar þær lánveitingar sem fást næsta aldarfjórðunginn verða með sérstöku "Íslandsálagi". Það versta er að mannorð okkar Íslendinga var eyðilagt í heilan mannsaldur í þeim tilgangi að bæta auðmönnum Íslands það tjón sem þeir urðu fyrir þegar innistæður þeirra töpuðust í gjaldþroti bankana. (2% innistæðueigenda áttu 95% af innistæðunum, ath í samræmi við fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna áttu þeir mjög lítið af innistæðum í bönkunum).
Glæpur fjórflokksins nr. 3 gegn þjóðinni er þegar fjórflokkurinn reyndi ítrekað að fá Lýðveldið Ísland til að gangast í ábyrgðir fyrir skuldum Landsbankans og samþykkja svonefnda Icesave samninga, samninga sem tengjast beint neyðarlögunum, þannig að þjóðin tryggði, þvert á lög og reglur, að fullu þær innistæður sem innistæðueigendur töpuðu í gjaldþroti Landsbankans. (Málið sem er í dag fyrir ESA gengur út á það hvort Íslandi / ríkissjóði beri að tryggja lágmarksfjárhæð, 20.887 evrur per reikning eða ekki. Það kostar þrotabú Landsbankans 650 ma og innistæða er til fyrir þeirri upphæð. Engin hjá ESA er að tala um að Ísland eigi að tryggja allar innistæður í gamla Landsbankanum að fullu eins og Icesave samningarnir gengu út á. Icesave 3 hefði kostað þrotabú Landsbankans / þjóðina a.m.k 1.300 ma.)
Í næstu þingkosningum gefst þjóðinni tækifæri að gera upp þessi glæpaverk fjórflokksins gegn þjóðinni með því að kjósa til valda nýja flokka og nýtt fólk og hefja sókn til nýrrar velsældar á grunni nýrrar stjórnarskrár.
Mynd: Mótmæli 15. maí 2012 á Puerta del Sol, Madrid
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Athugasemdir
Góðan dag
Þér er heitt í hamsi og ekki að ástæðulausu en eitt er víst að margir hræðast úrskurð EES dómstólsins því úrskurði hann á þeim leið að ríkisábyrgð sé á innlánum mun fjármálakerfi Evrópu hrynja þar sem ríkisstjórnir utan Írlands gerðu það ekki.
GHH var framsýnn á sínum tíma með neyðarlögin umfram Íra sem sitja munu ævilangt í skuldasúpunni og munu fljótlega þurfa meiri lán frá ESB líkt og Grikkland þar sem fólk streymir frá landinu líkt og hér.100% ábyrgð á öllu bankadraslinu þeirra og reikningurinn til skattgreiðenda.
Vel menntaður maður eins og þú hér heimaLoftur Altice kunni að leita í Breskum skjölum FSA tryggingaakerfi fjármálastofnanna Bretlands og fann þar 3 tryggingapolisur fyrir starfsemi Landsbankans í Bretlandi en á þetta má ekki minnast þótt númerin á þeim fylgdu með í þessari leit hans.
Með fullu raunsæi voru allir blekktir í þessum pýramidakerfi sem stjórnendur bankanna komu sér upp hér og erlendis og þrátt fyrir 100 milljarða eyðlu nú þegar í rannsóknarkostnað erum við langt frá endamörkum. Þessir herra sumir hverjir mæta ekki einu sinni fyrir dóm né hlusta á dómsorð en greiði hann ekki sinn hluta mun slitastjórnin keyra hann og fleiri í gjaldþrot og er þar með allri fjármálavinnu þeirra í Evrópu lokið vegna Credit Infó og fleiri vanskilaskrám. Kanski tekur Pútin við þeim hver veit.
Ég veit ekki hvort réttlætanlegt sé að eyða 100 milljörðum til viðbótar í þessar rannsóknir því þessa 200 milljarða hefði betur mátt nota fyrir heimilin.
Að vísu er allt upp í loft á WallStreet út af JP Morgan en þeir verða fleiri þar sem enn á ný er hafin alríkisrannsókn á öllu bankakerfinu en þar á bæ bera menn ábyrgð gangvart blekktum almenningi í verðbréfaviðskiptum en ekki hér
þór gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 11:40
Sæll Þór
Það verður að fara að gera þetta hrun upp og pólitískt uppgjör kjósenda hefur beðið allt of lengi. Það uppgjör fer fram að ári í næstu þingkosningum. Ég segji að ári því engin von er til þess að kosið verði fyrr því fjórflokkurinn hefur engan áhuga á þessu uppgjöri og þar af leiðandi engan áhuga á kosningum fyrr en í lok þessa kjörtímabils.
Auðvitað er ég að mála hlutina í skýrum og skörpum litum þegar ég kalla ofangreindar stjórnvaldsaðgerðir "glæpi gegn þjóðinni".
En hvað var það annað en "glæpur gegn þjóðinni" að skuldsetja þjóðina í hendur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í misheppnuðum tilraunum að bjarga gjaldþrota bönkum, bönkum sem stjórnvöld vissu að var ekki hægt að bjarga eins og kom svo skýrt fram í yfirheyrslunum yfir Geir Haarde?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.5.2012 kl. 12:12
Varðandi tryggingar Landsbankans þá var bankinn með tryggingar upp að 50,000 pundum með eftirfarandi hætti:
Financial Service Compensation Scheme er nafið á tryggingarfélaginu sem tryggði allar innistæður hjá Landsbankanum og Kaupþingi upp að 50.000 pundum. TIF tryggir upp að 20.887 evrum svo tekur þessi sjóður við upp að 50.000 pundum.
Sjá nánar þessa síðu hér.
http://www.fscs.org.uk/what-we-cover/products/investments/eea-top-ups/
Það kemur greinilega fram að bæði Kaupþing og Landsbankinn höfðu keypt sér tryggingar hjá þessum tryggingarfélagi.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.5.2012 kl. 19:30
Hvernig á að ná fram þessu uppgjöri?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 20:20
Sæll Kristján
Það er bara ein leið til þess, kjósa nýja flokka og nýtt fólk á þing næsta vor.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.5.2012 kl. 21:13
á það að vera eitthvað í líkingu við nýja flokkinn hans Gumsa Steingríms?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 22:03
Her er einn
www.lydfrelsisflokkurinn.net
Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.5.2012 kl. 22:10
já takk ekki ESB flokk fyrir mig.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 22:23
Fyrir gefðu, ertu ekki hluti af þessum fjórflokk og ertu ekki hluti af aðalgeranda að öllu hruninu ?
Þú ert búinn að gefa þessum öflum atkvæði þitt í mörg ár, jafnvel áratugi !
Hvaða skuld átt þú eftir að gjalda ?
Auðvitað eiga kjósendur og fyrverandi frambjóðendur sjálfstæðisflokksins, eins og þú sinn þátt í ástandinu !!!
JR (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 22:35
JR. ég held nefnilega að þú hittir naglann beint á höfuðið, það er akkúrat það sem við kjósendur eigum við að glíma varðandi ný framboð hvort um er að ræða úlfa úr gömlu flokkunum undir sauðagæru.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 23:14
Sæll JR
Rétt hjá þér, vissulega á ég minn þátt í þessu ástandi og ber ábyrgð á því sem fyrrverandi stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mér var hins vegar ofboðið eftir þær afhjúpanir sem urðu í kjörfar hrunsins þegar í ljós kom með hvaða hætti forysta Sjálfstæðisflokksins hafði unnið.
Og meðan Bjarni Benidiktsson situr sem formaður flokksins og stór hluti hrunaráðherrana og hrunaþingmannana situr á þingi fyrir flokkinn þá hef ég eftir hrun verið heimilislaus í stjórnmálum.
Það er hins vegar ómöguleg staða fyrir mann eins og mig sem heft haft mikla ánægju af því að taka þátt í félagsstörfum og stjórnmálum.
Þess vegna vinn ég að því að ásamt fleirum að stofna nýjan valkost á hægri kanti íslenskra stjórnmála.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.5.2012 kl. 09:41
Sæll Kristján
Í öllum nýjum framboðum mun verða fólk sem á einhverjum tíma hefur verið þáttakandi í stjórnmálum. Með því að kjósa nýja flokka í næstu kosningum þá nærð þú að skipta út því fólki sem kom Íslandi í þrot og var fjármagnað inn á þing af bönkum og LÍÚ.
Ef þú vilt hins vegar engar breytingar og vilt ekki frekari uppgjör á hruninu þá er þér auðvitað velkomið að kjósa áfram fjórflokkinn.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.5.2012 kl. 09:46