Íslenski fáninn í miðpunkti "búsáhalda-mótmælanna" í Madrid í dag.

Er það búsáhaldabyltingin sem steypti ríkistjórinni, ríkistjórn sem tók öll þau lán sem hægt var að taka 2012_05_15_EOS60D_6742út á lýðveldið Ísland og skuldsetti með því ríkisjóð  / almenning upp í rjáfur næstu ártugina ásamt því að setja Seðlabanka landsins í gjaldþrot í misheppnuðum tilraunum sínum að bjarga gjaldþrota bönkum landsins, bönkum sem ríkistjórnin vissi að var ekki hægt að bjarga?

Eða eru það Icesave samningarnir sem við Íslendingar höfnuðum og neituðum þar með að ríkistryggja skuldir einkabanka landsins?

Eða eru það báðar þessar ástæður?

Er ekki löngu orðið tímabært að gefa fjórflokknum og glæpaverkum hans gagnvart þjóðinni í aðdraganda hrunsins og eftir hrun frí frá störfum og kjósa til valda þá nýju flokka sem bjóða munu fram í næstu Alþingiskosningum. Sjá hér Lýðfrelsisflokkurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vonandi er Hörður Torfason ekki í tengslum við þessi búsáhalda-mótmæli Spánverja.

Það er í mínum huga það besta sem Íslandsbúar hafa gert fyrir Evrópu og Vesturlöndin öll, þegar við höfðum að lokum þann kjark að mótmæla ólöglegum bankaránum. Ekkert land hafði þá lagalegu sérstöðu að geta afgreitt málið eins og Ísland hafði, með lýðræðislegri og löglegri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hefðum við ekki staðið með almenningi í Evrópu/Vestinu á þessum tímapunkti, þá væru bankaræningjarnir með vinninginn ólöglega, og teldu sig vera á "réttri" ræningjabraut.

Ég sé ekki eftir að hafa að lokum ákveðið að kjósa Icesave burt, og í rannsókn, því það er ekki hægt að halda áfram á sömu tortímingarbraut banka og fjárglæfrafyrirtækja heimsins.

Ísland var eina landið sem hafði þá sérstöðu, að geta tekið þetta lýðræðislega þjóðaratkvæðagreiðslu-fordæmis-skref í mannréttindum almennings.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.5.2012 kl. 14:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband