Stjórnlagaráð á rangri leið.

Það eru vonbrigði að stjórnlagaráðið ætlar ekki að koma til móts við kröfu almennings nr. 1, 2 og 3 sem var og er að koma hér á fullum aðskilnaði löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds. Fullur aðskilnaður þessara þátta næst aldrei nema með forsetaræði eins og tíðkað er í öðrum lýðveldum Evrópu.

Það er mikil breyting að ætla að lögfesta hér þingræði þvert á ákvæði stjórnarskrárinnar frá 1944 sem gerir ráð fyrir að hér sé forsetaræði. Sjá nánar hér. 

Það er mjög sérstætt ef nú á að lögfesta hér þingræði að fyrirmynd konungsríkja Evrópu þegar eðlilegra hefði verið að horfa til lýðvelda eins og þess franska og finnska. Lýðvelda sem öll nýfrjálsu ríki austur Evrópu gerðu að sinni fyrirmynd þegar þau losnuðu undan klafa kommúnismans. Munum það að Ísland er lýðveldi, ekki konungsríki. Þess vegna er það svo órökrétt að horfa til konungsríkjanna sem fyrirmynd þegar við endurnýjum stjórnarskrá okkar.

Mér líst hins vegar vel á hugmyndir stjórnlagaráðs á koma hér á fót Stjórnlagadómstól / Lögréttu sem ætlað er að úrskurða hvort lög, reglugerðir, samningar og stjórnvaldsaðgerðir stangist á við stjórnarskrá.

Ég er hins vegar mjög ósáttur við þær fyrirætlanir að veikja forsetaembættið með því að setja embættinu reglur og takmarka valdsvið forseta. Það líst mér mjög illa á. Munum það að þjóðin á forsetaembættið. Munum það að þjóðin á það það vald sem stjórnarskráin felur forsetaembættinu. Þjóðin úthlutar þessu valdi í beinni kosningu á fjögurra ára fresti. Með því að takmarka valdsvið forseta og setja forseta reglur þá er um leið verið að takmarka vald þjóðarinnar og setja þjóðinni reglur.

Með því að setja forsetaembættinu reglur og takmarka vald forseta þá er verið að taka þetta vald frá þjóðinni og setja þetta vald  í hendur stjórnmálaflokkanna og stjórnsýslunnar.

Var það tilgangurinn með stjórnlagaráðinu og auka vald stjórnmálaflokka og stjórnsýslunnar á kostnað þjóðarinnar?

Það vald sem stjórnarskráin felur þjóðinni og þjóðin felur forseta sínum það vald á ekki að takmarka. Við eigum ekki við endurskoðun stjórnarskrárinnar að takmarka það beina lýðræði sem við þó búum við.

Er það ætlun stjórnlagaráðs að minnka vægi þess beina lýðræðis sem við búum við og minnka þau völd sem þjóðin fer með þegar hún kýs beint til valdamesta embættis landsins? Á endurskoðun stjórnarskrárinnar að ganga út á það að takmarka vald forsetaembættisins og þar með takmarka vald þjóðarinnar? Er þetta stjórnlagaráð þá ekki farið að snúast upp í andhverfu sína?

Þá mun þjóðin líka snúa baki við þessu stjórnlagaráði enda þjóðin þá miklu betur sett með óbreytta stjórnarskrá.

Í dag búum við að tvenns konar lýðræði.

  • Beint lýðræði þar sem þjóðin kýs handhafa framkvæmdavaldsins, forsetann, á fjögurra ára fresti.
  • Óbeint lýðræði eða fulltrúalýðræði þar sem við kjósum stjórnmálaflokka til að fara með fyrir okkar hönd fjárveitingarvaldið og löggjafarvaldið með forseta.

Breytingar á stjórnarskránni sem ætlað er að minnka vægi þess beina lýðræðis sem þjóðin nýtur í daga og auka í staðinn vægi fulltrúalýðræðisins, það eru slæmar breytingar.  

Breytingar á stjórnarskránni sem færa valdið frá þjóðinni í hendur þingmanna og þar með í hendur fjórflokksins, slíkar breytingar mun þjóðin aldrei samþykkja.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Friðrik, ég held það sé sífellt að koma betur í ljós að fjórflokkurinn er að breyta landinu í fasisraríki.  Þetta stjórnlagaóráð mun engu áorka í að færa völd og áhrif til almennings í landinu. Hatur vinstri flokkanna á forsetanum mun leiða til þess að forsetaembættið verður svipt öllum völdum og þeim skipt milli forsætisráðherra og forseta alþingis.  Þá verður alveg öruggt að enginn þvælist fyrir sthjórnvöldum hverju sinni.  Og næstu mótmælendur munu fá það óþvegið.  Vittu til

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.5.2011 kl. 23:05

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhannes

Þegar málefni forsetaembættisins og stjórnarskrárinnar eru rædd þá má ekki horfa á það hvaða persóna það er sem þessa stundina situr embættið og láta ákvarðanir mótast út frá því hvað mönnum finnst um þessa persónu.

Verði það raunin að völdin verða tekin af þjóðinni með því að gera forsetaembættið að valdalausu sameiningartákni eins og fjórflokkurinn dreymir um og hefur leynt og ljóst unnið að frá 1944, þá óttast ég að þín framtíðarsýn verði að veruleika.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.5.2011 kl. 23:22

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þar sem Jóhanna og Steingrímur þráast við að segja af sér og rjúfa þing þá fyndist mér það vel koma til greina að forsetinn rjúfi þing og boði til kosninga, og láti þannig á það reyna hvort valdið sé ekki hjá honum.  Þetta þing og þessi stjórn eru að keyra þjóðina fram af bjargbrúninni og við höfum engin öryggisbelti ef forsetinn er valdalaus!!

Það sem þarf eru kröftug mótmæli og hávaði. En fólk er svo dofið. Það vaknar sennilega ekki upp fyrr en búið er að takmarka hér tjáningarfrelsið samkvæmt nýju lögunum og veita lögreglunni auknar heimildir til persónunjósna. Allt í nafni alræðisstjórnvaldanna

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.5.2011 kl. 23:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband