Fulltrúi olíufurstanna í Dubai í samninganefndinni, Lee C. Buchheit, sendur úr landi.

Aldrei skildi ég það að Alþingi valdi að gera fulltrúa olíuauðjöfranna á Arabíuskaganum að formanni íslensku samninganefndarinnar. Hverjum lukkuriddaranum á eftir öðrum hefur skolað hingað á land í kjölfar bankahrunsins. Lukkuriddurum sem hafa boðið stjórnvöldum þjónustu sína.

Að velja einn af þeim til að leiða íslensku samninganefndina var sérstakt. Enn sérstakara var að velja til starfans einn af fulltrúum olíuauðjöfranna á Arabíuskaganum. Sjá nánar þennan pistil hér frá því í febrúar 2010: Aðalsamningamaður Íslands einn af stóru hákörlunum í fjármálaheiminum.

Lee C. Buchheit situr í stjórn og starfar með stærstu fjármálafyrirtækjum heims. Fyrirtækjum sem lána Seðlabönkum heims fé. Lee C. Buchheit vinnur við það að gæta hagsmuna þessara fyrirtækja. Seðlabankar um allan heim eru þessi misserin að gæta hagsmuna sinna og þessara lánadrottna sinna, þ.e. fyrirtækjanna sem Lee C. Buchheit vinnur fyrir, með því að dæla fé skattborgaranna út í bankakerfið og eru þar með að gera skuldir bankana að skuldum almennings. Það er það sem Lee C. Bucheit starfar við.

Bjóst virkilega einhver við að fulltrúi olíufurstanna á Arabíuskaganum kæmi með samning um þetta Icesave mál sem yrði ásættanlegur fyrir okkur Íslendinga?

Bjóst virkileg einhver við því?

Það fækkar um einn lukkuriddarann á Íslandi þegar Lee C. Buchheit flýgur heim til Duabi eftir að þjóðin hefur sagt við þennan fulltrúa olíuauðjöfranna, "troddonum".

Lee C. Buchheit hverfur nú inn í blámóðuna í sögu þessarar þjóðar sem ein af stóru mistökunum sem stjórnvöld gerðu í kjölfar bankahrunsins.

 

 


mbl.is Sterk rök okkar í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er enn á því að samingurinn hafi verið betri fyrir okkur heldur en þessi óvissa sem nú tekur við. Held líka að Bucheit hafi nú bara verið í vinnunni sinni. Hann er sérfræðingur í skuldamálum ríkja. 

Af hverju ætti hann ekki að geta unnið vel fyrir okkur þó hann vinni vel fyrir einhverja kóna í Dubai? Skil ekki alveg röksemdafærsluna? Ættir ég að ætla að þú myndir vinna illa sem verkfræðingur fyrir mitt fyrirtæki af því að þú vannst einhvers konar verkfræðivinnu fyrir einhvern kall í Kópavogi sem ég þoli ekki?

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 10:35

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er eitt að taka að sér stjórnarsetu í stjórn fyrirtækjis til að gæta hagsmuna þess og annað að starfa sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi.

Þegar hagsmunir viðskiptavinarins fara ekki saman við hagsmuni þess fyrirtækis þar sem þú situr í stjórn þá víkja hagsmunir annars aðilans.

Þegar fulltrúi auðjöfranna á Arabíuskaganum sest niður og fer að semja fyrir Íslands hönd um ólögvarðar kröfur breska og hollenskra yfirvalda á hendur skattgreiðendum á Íslandi, hvernig samningur heldur þú að komi út úr því?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.4.2011 kl. 10:50

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Skv þessum Icesave samningi þá átti að falla á bilinu 32 til 47 ma. á íslenska skattgreiðendur. Það nema um 4% til 6% af því sem Bretar og Hollendingar fá í sinn hlut skv. Icesave samningnum.

Haldi neyðarlögin og verði heimtur úr þrotabúi Landsbankans eins og væntingar standa til þá fá Bretar og Hollendingar 94% til 96% af sínum ýtrustu kröfum. Neyðarlögin tryggja þeim þessar greiðslur á kostnað lánadrottnað gamla Landsbankans. Þar á meðal eru Seðlabanki Íslands og lífeyrissjóðirnir.

Að tryggja Bretum og Hollendingum með neyðarlögunum 94% til 96% af sínum ýtrustu kröfum skv. Icesave 3, þá er að mínu mati nóg að gert. Vilji þeir sækja þessi 4% til 6% gegnum ESA, EFTA, Héraðsdóm og Hæstarétt þá er þeim það velkomið.

Geymum því ekki heldur að vel getur farið svo að meira koma út úr þrotabúinu. Þá fá þeir sitt 100%

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.4.2011 kl. 11:05

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Til að útskýra þetta aðeins nánar Hrafnhildur þá er þetta mál með Buchheit svipað og ef ég sæti í stjórn Húsasmiðjunnar og tæki í framhaldi af því að mér yfirstjórn með hönnunarmálum og innkaupum á byggingarefni í Hörpuna.

Finnst þér það fara saman?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.4.2011 kl. 11:35

5 identicon

Tek undir með Hrafnhildi. Get ekki séð hvernig Dubai-verkefni Bucheits hefðu átt að hafa slæm áhrif á okkur eða okkar samninga við Breta og Hollendinga. Mér finnst þetta Húsasmiðjudæmi alveg út í hött.  Myndir þú sem sagt misbeita valdi þín ef þú sætir í stjórn Húsasmiðjunnar og sæir um innkaup fyrir Hörpuna? Ja hérna. Þú mátt samt ekki ætla að allir hugsi þannig. Hvað ertu að reyna með þessu?  Gera samninganefndina tortryggilega?

Soffía (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 11:45

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Samninganefndin kom heim með samning sem þjóðin hefur hafnað. Það segir allt sem segja þarf um samninginn og samninganefndina.

Síðan spyr ég þessarar einföldu spurningar:

Finns þér eðlilegt að maður sem situr í stjórn Húsasmiðjunnar taki að sér og fari með yfirumsjón með hönnunarmálum og innkaupum á byggingarefni í Hörpuna?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.4.2011 kl. 11:53

7 Smámynd: Benedikta E

Lee Buchhait  - gerði slæman og ónothæfan Icesave III samning - NEI - bjargaði okkur frá Icesave III ánauð Lee Buchhait.

Benedikta E, 11.4.2011 kl. 17:40

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hrafnhildur. Hver er óvissan?

Lánshæfismat hefur ekki verið lækkað.

Skuldatryggingarálag óbreytt.

ESB segir þetta engu breyta.

Sérfræðingur ESA segir málaferli ólíkleg fyrr en sýnt hefur verið fram á tjón.

Hollendingar vilja ekki í mál.

Bretar vilja ekki í mál.

AGS segir þetta engu breyta um framhaldið...

...og svo má lengi telja.

Hvað er það akkúrat, sem veldur þér áhyggjum?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 19:51

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Nú er að koma í ljós að Lee C. Buchheit kostaði íslenska skattgreiðendur 86 milljónir.

Maðurinn þáði ævislaun íslensks verkamann fyrir það að leggja kolómögulegan samning fyrir þjóðina.

Var nema von að hann dró samningana endalaust á langinn fyrst hann var á þessum launum?

Ef þetta er ekki "Rip off" hvað er það þá?

http://www.dv.is/frettir/2011/4/11/lee-buchheit-kostadi-86-milljonir/

Er þetta einn af mestu "Snake Oil Salgsemen" hafa hefur rekið á okkar fjörur um árabil?

Svo er upplýst í þessari frétt fá DV að Lárus Blöndal kostar 18,1 milljón.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.4.2011 kl. 22:09

10 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Ég get alls ekki skilið það fólk sem er að verja mann,sem kostaði okkur 86 milljónir,og skilaði algjörlega óunandi samningi. Og þar eru 60 prósent samlanda minna sem tóku þátt í kosningu um þennan samning mér sammála.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 11.4.2011 kl. 22:10

11 identicon

Fróðlegt væri að vita hvaða upphæðum Seðlabankinn, lífeyrissjóðirnir og aðrir aðilar á íslandi eru að tapa vegna Neyðralaganna. Þetta eru aðilar sem ekkert munu fá úr þrotabúi Landsbankans vegna þess örlætis að veita Bretum og Hollendingum forgang í búið. Erlendir menn sem ég hef verið í sambandi við hafa ítrekað bent á að þetta ættum við að hindra.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 23:26

12 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það gerist sjálfkrafa ef við förum með málið fyrir dómstóla Loftur.

ESA er bara að krefjast þess að Bretar og Hollendingar fái tryggðar 20.887 evrur per reikning úr TIF / þrotabúinu. Það kostar 650 ma. Í þrotabúinu eru um 1.200 ma.

Þetta áttu Bretar og Hollendingar að fá allt + 32/47 ma. úr ríkissjóði + ríkisábyrgð á öllum pakkanum skv Icesave 3.

Málaferli tryggja Bretum og Hollendingu að hámarki þessar 650 ma. Það verðu ekki einu sinni tekist á um alla töluna, þessar 1.200 sem Svavar og Buchheit ætluðu að gefa þeim. Og það er ekkert gefið að þeir fái þessar 650 ma. úr þrotabúin. Það er ekkert gefið að úrskurður ESA verði þeim hliðhollur. Ekki heldur úrskurður EFTA dómstólsins, hvað þá úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur og þeir geta alls ekki gengið úr frá því sem vísu að Hæstiréttur dæmi þeim þessar 650 ma.

Þannig að við skulum bara vona að Steingrímur hætti að reyna að semja af sér og þetta fari þessa leið. Hún snýst eins og staðan er í dag bara um lágmarksinnistæðurnar, þ.e. þessar 650 ma. og við vitum að það er til fyrir því í þrotabúinu.

Verði það niðurstaðan að ESA úrskurðar að Bretar og Hollendingar eigi ekki rétt á þessum 650 ma. nú eða þá þeir eigi að fá 650 ma. þá er spurning hvað gert verður því neyðarlögin tryggja allar innistæður skv. íslenskum lögum. Þannig að líklegr að þeir fá þetta allt greitt þó svo þeir tapi málaferlunum fyrir ESA / EFTA. En í öllu falli þá borgar ríkissjóður ekki krónu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.4.2011 kl. 00:07

13 identicon

Sammála þér Friðrik!

Núna er að koma í ljós einmitt það sem við höfum alltaf haldið fram - Að segja NEI við Icesave er bara JÁ-kvætt. Þetta mál er þess eðlis að ég vil einfaldlega fá dóm fyrir svona spurningum um hvort  að skattborgararnir eigi að standa skilá þessu klúðri þeirra bankamannanna.

Hvað Hollendingar gerðu til að borga út af innistæðum, kemur okkur einfaldlega við. Ef Hollendingar vilja láta á reyna hvort þeir fái meira en innistæðutrygginguna, þá bara gera þeir það. Og hver ætlar að sýna fram á að þeir hefðu ekki gert það, þó að við hefðum samþykkt samninginn?
 

Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 23:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband