Sunnudagur, 10. apríl 2011
Sigur landsbyggðarinnar og hinna vinnandi stétta.
Úrslit kosninganna um Icesave er sigur landsbyggðarinnar og hinna vinnandi stétta.
Þegar ég mætti á kjörstað seinni partinn í dag þá gekk ég í fangið á þrem iðnaðarmönnum sem greinilega höfðu komið við á kjörstað á leið úr vinnu. Þeir voru alvarlegir og ákveðnir þegar þeir í vinnufötunum yfirgáfu kjörstað.
Þá vissi ég að þessi kosning var unnin.
57,7% hafna Icesave-lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
- 75% þjóðarinnar vill ljúka samningum og borðleggjandi að þjóð...
- Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áf...
- Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt
- Sameinumst á bak við kröfu Framsóknar og fjarlægjum snjóhengjuna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 871
- Frá upphafi: 365426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 769
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Það hljóta að vera iðnaðarmenn á leið úr landi sem ganga um í vinnufötum þessa dagana.
Ekki koma þeir til með að gera það hér á landi eftir niðurstöðu dagsins. Svo mikið er víst.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 01:30
Friðrik. Það er staðreynd að hagfræði og lögfræði háskóla heimsins hefur verið misnotuð á hræðilega ólýðræðislegan og óréttlátan hátt og á skjön við allt sem heitir mannréttindi, lög og rétt vinnandi heiðarlegs fólks í heiminum.
Þetta er staðreynd sem þjóðhöfðingjar heimsins verða að horfast í augu við. Villimennskan og valdagræðgin er búin að skila sínu til ills og nú er komið að mannúðlegu siðferði sem vantaði alltaf í raun.
Leynd og svik eru dauðadæmd aðferð til siðmenntar og réttlætis og nú er komið að því að nota vitið sem mannskepnunni var gefið til að haga sér á siðaðan og þroskaðan hátt.
Ef það verður ekki gert núna, þá er þetta tapað stríð fyrir alla heimsbyggðina. Það hlýtur flestum hugsandi skepnum að vera orðið ljóst?
Eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2011 kl. 01:55
Efnastéttinn kom Íslendingum í þessu spor. Með mentastéttina fremst í fylkingu.
Ekki er öll nótt úti en. En ef JÁ sigrar að lokum geta þessir þrír verkamenn fengið starf við að byggja upp stærri sendiráð Breta og Hollendinga á Íslandi.
Ef NEI vinnur eins og flest bendir til þegar þessi orð eru töluð. Þá fer málið loksins í þann farveg sem það átti alltaf að fara í. Semsagt að fá úr skorið hvað er
raunverulega rétt !
Már (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 01:57
Friðrik, lítill pistill og mannlegur. Skil alls ekki hvað Kristján er að fara í no. 1, nema augljóslega er hann einn af vegvilltu JÁ-mönnunum sem halda ranglega að allt fari til fjandans ef við ekki sættumst á ICESAVE. Kristán, það er samfylkingarlygi. Við sigruðum kúgunarsamning, nauðung sem við skuldum ekki og höfum aldrei gert.
Elle_, 10.4.2011 kl. 05:10
Hárrétt greining Friðrik! Mikil stemming var í Bónus hér í Breiðholtinu í gær og fyrradag. Bláókunnugt fólk var spurt hvort ekki ætti að segja nei í kosningunni. Engin spurning var svar flestra og síðan brosað.
Lilja Mósesdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 08:05
Þetta er bara ekki sigur neins fremur en hver önnur heimska sé sigur heimskunnar.
Þeir sem bera ábyrgð á að hafa talið þjóðinni trú um að nei yrði neitt annan en feikna dýrkeypt þegar aftur friður og sáralítil útgjöld voru í boði með já-i verða að vera menn til axla sína ábyrgð, en hún er engu minni en þeirra sem töldu þjóðinni trú um að allt væri í lagi hjá bönkunum fyrir hrun.
Gunnar (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:49
Svo mikið sammála þér..ég einmitt setti traust mitt á landsbyggðina í bloggi mínu og hún brást ekki frekar en fyrri daginn..sigurvegari þessara kosninga er landbyggðin og lýðræðið.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 10.4.2011 kl. 11:57
Það er enginn sigurvegari í þessu máli..
.það heldur nú áfram á öðrum forsendum...og þeim forsendum stýrum við ekki .... þetta blogg er gott dæmi um þær rangfærslur sem hafa verið á lofti.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.4.2011 kl. 12:01
Sigur hinna vinnandi stétta .LOL
Margt hefur maður lesið heymskulegt um dagana.
Hverjir töðuðu þá voru það börn, ellilífeyrisþegar og öryrkjar ?
Eða hvaða stéttir eru það sem ekki vinna að þínu mati?
Reynir Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 12:40
Anna Sigríður orðar þetta nákvæmlega á þann hátt sem skiptir máli. Hér hefur hin vinnandi stétt loks risið upp á lappirnar og neitað að vera galeiðuþrælar á árum þeirra sem telja sig yfir þetta samfélag hafna.
Alþingi er í raun rotið að innan eftir áratuga spillingu og sérhyglni gömlu fjórflokkaklíkunnar. Lög og reglur samfélagsins hafa meir og minna verið samin á skrifstofum sérhagsmunaklíka þar sem stjórnmálamenn hafa reynst strengjabrúður þeirra afla sem bítast um völdin í þessu samfélagi. Vonandi er niðurstaða þessara kosninga endalok þeirrar undirokunar sem þjóðin hefur mátt búa við af hendi elítunnar og strengjabrúðum þeirra á Alþingi.
Nú með já-inu hefði þessu máli ekki lokið því sú skuldbynding hefði kallað yfir heimilin áratuga skattpíningu. En það kalla yfir heimilin í landinu áratuga skattpíningu, kalla já-sinnar að henda þessu máli aftur fyrir sig.
Daníel (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 13:04
Kjaftæði er þetta með að elítan og menntafólk hafi skapað ástandið hér á landi.
Í ruglþennslunni á síðasta áratug voru það hagfræðingar og menntafólk í háskólasamfélaginu sem barðist heitast fyrir þennsluframkvæmdum og popúlískum pólitískum aðgerðum!
Það er þessi massíva þennsla sem gerir kreppuna eins djúpa og hún er og ég man ekki betur að landinn hafi dansað í kringum gullkálfinn á þessum tímum og algerlega virt að vettugi varnaðarorð lærðra manna sem bentu á meiri sparnað og meira aðhald.
Týpískt yfirklór þeirra sem ekki kunna að skammast sín. Kannski þarftu að mennta þig meira til að öðlast skilning, Már!
Kannski sigur landsbyggðarinnar, en hin svokallaða vinnandi stétt hefur eflaust lítið fjármagn næstu misseri til að stunda atvinnu. Ef til vill er þetta langtíma sigur. Tíminn einn leiðir það í ljós.
Guðgeir (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 13:52
"barðist heitast gegn" ekki "barðist heitast fyrir" - afsakið.
Guðgeir (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 13:53
Þeir íslendingar sem áttu stórfé á reikningum bankana 2008 og voru borgaðir út með skattfé verði krafnir um endurgreiðslu.
Það er einfaldlega ein niðurstaðna þessara kosninga.
jonni jons (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 13:55
Á hvaða hátt er þetta sigur landsbyggðar og vinnandi stétta? Telur þú að landsbyggðin og hinar vinnandi stéttir hafi sérstakan hag af því að við náum ekki að endurfjármagna skuldbindingar okkar næstu árin, nema með ofurvöxtum af því það er áhætta að eiga í fjármálasamskiptum við þjóð sem er með efnahagsmál sín fyrir dómstólum. Telur þú að það sé sigur fyrir umræddar vinnandi stéttir og landsbyggðina að fá aukið atvinnuleysi og lífskjaraskerðingu?
Svo langar mig að vita hvaða stéttir það eru sem þú skilgreinir sem "vinnandi stéttir"
Anna María (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 14:47
Ég er kerfisfræðingur og ég vinn mína vinnu og því hlýt ég að tilheyra "vinnandi stétt".
Mig langar ekki að borga skuldir annarra eða finnst sanngjarnt að ríkisvæða tap en ég tel Nei hafa verið verri kostinn og kaus Já því að hringrás fjármagnsins er svo mikilvæg fyrir mig sem vinnandi mann í "vinnandi stétt". Mér líst illa á niðurstöðuna þar sem stærri fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélag munu þurfa að borga mun hærri vexti af öllum sínum lánum og skera enn meira niður og það þýðir minni vinnu fyrir mig í minni "vinnandi stétt". Ég hef haft hingað til hins vegar næga vinnu en 2 vinir mínir sem eru rafvirkji og smiður þeir hafa ekki haft það neitt sérstaklega gott. Þeir kusu nei við samningnum því þeir ímynda sér að það verði eitthvað meira í kassanum við það eitt að segja bara "nei, við borgum ekki" og þeir munu svo bara fá meira að gera.
Þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu er eins og spyrja börnin sín um uppeldisráð, eitthvað sem ábyrgir feður og mæður gera ekki og taka óvinsælu ákvarðanirnar.
Þjóðernisgreddu, tilfinningarök og barnaleg einföldun ræður förinni og núna skulum við bara vona að aðrar þjóðir finnist við svo ómerkileg að þeir nenni ekki að elta okkur um of svo að barnaleg ákvörðun okkar hafi ekki fullar afleiðingar en vinum mínum vantar vinnu og langar að tilheyra því "vinnandi stétt" en ég er ansi hræddum um að þorri þeirra sem nei sögðu tilheyra þeim hópi "vinnandi sétta" sem mest mun finna fyrir sínu atkvæði á ekki jákvæðan hátt, nei.
Steen.
Steen Wolf (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 16:58
Það er rétt sem Jón Ingi segir, það er engin sigurvergari í þessu máli. Valið stóð milli tveggja slæmra kosta. Annar kosturinn varð óhjákvæmilega ofaná. Þeir sem kusu með honum unnu kostningarnar.
Og þessi greining mín er ekki flólin. Í öllum landsbyggðarkjördæmunum er lögunum hafnað með vel yfir 60% atkvæða. Fram hefur komið að mikill stuðningur var almennt hjá atvinnurekendum og háskólamenntuðu fólki við samninginn. Það er því ljóst að það var hinn hluti þessa samfélags sem feldi samninginn. Ég leyfði mér að nota hugtakið "vinnandi stéttir" um þennan hóp. Þar með er ég ekki að segja að atvinnurekendur og háskólafólk vinni ekki. Við notum samt ekki þetta hugtak um þessa tvo hópa.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.4.2011 kl. 18:38